Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 66
38 23. maí 2009 LAUGARDAGUR
MARC JACOBS SLÆR Á LÉTTU
STRENGINA HJÁ LOUIS VUITTON
Eighties mætir
átjándu öld
OKKUR
LANGAR Í
…
utlit@frettabladid.is
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Bandaríski hönnuðurinn Marc
Jacobs virðist sérlega hrifinn af
níunda áratugnum og notar áhrif
þaðan óspart í eigin línu. Áhrif-
anna gætti einnig í hönnun hans
fyrir lúxusvörumerkið Louis
Vuitton fyrir haust og vetur 2009.
Sjálfur segist hann hafa fengið
innblástur frá frönskum fyrir-
sætum níunda áratugarins eins
og Victoire de Castellane, Marie
Seznec og Inés de la Fressange.
Hann notaði mikið upphá stíg-
vél, blöðrupils, fyrirferðarmikla
axlapúða, skæra liti og blúndu.
Skemmtilega djörf og litaglöð
lína. - amb.
> SUMARPARTÍ Í KRONKRON
Önnur útgáfa af mixdiski B í Smirnoff/ KronKron
röðinni kemur út um helgina en það eru plötu-
snúðarnir DJ B-Ruff og Gísli Galdur sem standa
að tónlistinni. Í þetta sinn er diskurinn helgaður
funk, soul og diskótónlist og í tilefni
af útgáfunni verður haldið
partí í Kron Kron-búðinni
við Laugaveg 63b í dag.
Diskurinn verður að
sjálfsögðu fluttur live
og léttar veigar í boði.
Eftir miðnætti heldur
svo partíið áfram á
Kaffibarnum.
GYLLT
Æðisleg
upphá
stígvél með
munstri og
himinháum
hælum.
VÍNRAUTT
Ekta
„eighties“
míníkjóll með
stuttu pilsi
og púfferm-
um.
BLÚNDA
Kynþokka-
fullur svartur
kjóll með
gegnsærri
blúndu.
Æðislegan baugahyljara
fyrir þreytt augu frá
Chanel. Lyftir, sléttir og
dregur úr bjúg. Fullkom-
ið eftir partístand!
Pæjuleg risastór sólgleraugu
fyrir sólskinsdaga. Þessi eru
frá Spúútnik.
Gullfallegt appels-
ínugult bikiní
frá Myla. Fæst
í Systrum,
Laugavegi.
Eina ferðina enn er komið að keppninni sem allir halda að muni falla í
gleymskunnar dá: Ungfrú Ísland. Þegar maður bjóst einhvern veginn við
að allar þessar sætu stúlkur hefðu eitthvað betra við tímann að gera en
að fara í spreytan, láta teikna á sér svartar augabrúnir í sáðfrumulíki og
aflita á sér hárið þá kemur það alltaf jafn skemmtilega á óvart að svo er
ekki. Enn þá eru ótal ungar fagrar meyjar sem halda að það sé svo
æðisleg reynsla að taka þátt í keppninni, og að það að ganga
fyrir framan áhorfendaskara í bikini sé gríðarlega sjálfs-
styrkjandi. Það segir Valli Sport að minnsta kosti enda sjálfur
sjóaður í greininni. Auðvitað má enginn dissa þessa yndis-
legu keppni því þá er maður stimplaður ljót feministalufsa
sem er bara afbrýðisöm að hafa ekki verið kosin Miss Hawa-
iian Tropic fyrir áratug síðan og nærist á eigin biturð með
hárugar lappir og í ljótum undirfötum. Það segir Gillzenegg-
er að minnsta kosti, enda mikill reynslubolti. En burt-
séð frá öllu þessu þá langar mig svo ógurlega að biðla til
stílista keppninnar og fá hann eða hana til að útskýra
hví sætar íslenskar snótir þurfi allar að fara í gegn-
um einhverja skinkuvél og koma hinum megin út allar
nákvæmlega eins. Erum við Íslendingar ekki frægir fyrir
frumlegheit og náttúrulega fegurð?
Árlegur dagur svartra sáðfrumna
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson