Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2009, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 23.05.2009, Qupperneq 66
38 23. maí 2009 LAUGARDAGUR MARC JACOBS SLÆR Á LÉTTU STRENGINA HJÁ LOUIS VUITTON Eighties mætir átjándu öld OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is MasterCard Mundu ferðaávísunina! Bandaríski hönnuðurinn Marc Jacobs virðist sérlega hrifinn af níunda áratugnum og notar áhrif þaðan óspart í eigin línu. Áhrif- anna gætti einnig í hönnun hans fyrir lúxusvörumerkið Louis Vuitton fyrir haust og vetur 2009. Sjálfur segist hann hafa fengið innblástur frá frönskum fyrir- sætum níunda áratugarins eins og Victoire de Castellane, Marie Seznec og Inés de la Fressange. Hann notaði mikið upphá stíg- vél, blöðrupils, fyrirferðarmikla axlapúða, skæra liti og blúndu. Skemmtilega djörf og litaglöð lína. - amb. > SUMARPARTÍ Í KRONKRON Önnur útgáfa af mixdiski B í Smirnoff/ KronKron röðinni kemur út um helgina en það eru plötu- snúðarnir DJ B-Ruff og Gísli Galdur sem standa að tónlistinni. Í þetta sinn er diskurinn helgaður funk, soul og diskótónlist og í tilefni af útgáfunni verður haldið partí í Kron Kron-búðinni við Laugaveg 63b í dag. Diskurinn verður að sjálfsögðu fluttur live og léttar veigar í boði. Eftir miðnætti heldur svo partíið áfram á Kaffibarnum. GYLLT Æðisleg upphá stígvél með munstri og himinháum hælum. VÍNRAUTT Ekta „eighties“ míníkjóll með stuttu pilsi og púfferm- um. BLÚNDA Kynþokka- fullur svartur kjóll með gegnsærri blúndu. Æðislegan baugahyljara fyrir þreytt augu frá Chanel. Lyftir, sléttir og dregur úr bjúg. Fullkom- ið eftir partístand! Pæjuleg risastór sólgleraugu fyrir sólskinsdaga. Þessi eru frá Spúútnik. Gullfallegt appels- ínugult bikiní frá Myla. Fæst í Systrum, Laugavegi. Eina ferðina enn er komið að keppninni sem allir halda að muni falla í gleymskunnar dá: Ungfrú Ísland. Þegar maður bjóst einhvern veginn við að allar þessar sætu stúlkur hefðu eitthvað betra við tímann að gera en að fara í spreytan, láta teikna á sér svartar augabrúnir í sáðfrumulíki og aflita á sér hárið þá kemur það alltaf jafn skemmtilega á óvart að svo er ekki. Enn þá eru ótal ungar fagrar meyjar sem halda að það sé svo æðisleg reynsla að taka þátt í keppninni, og að það að ganga fyrir framan áhorfendaskara í bikini sé gríðarlega sjálfs- styrkjandi. Það segir Valli Sport að minnsta kosti enda sjálfur sjóaður í greininni. Auðvitað má enginn dissa þessa yndis- legu keppni því þá er maður stimplaður ljót feministalufsa sem er bara afbrýðisöm að hafa ekki verið kosin Miss Hawa- iian Tropic fyrir áratug síðan og nærist á eigin biturð með hárugar lappir og í ljótum undirfötum. Það segir Gillzenegg- er að minnsta kosti, enda mikill reynslubolti. En burt- séð frá öllu þessu þá langar mig svo ógurlega að biðla til stílista keppninnar og fá hann eða hana til að útskýra hví sætar íslenskar snótir þurfi allar að fara í gegn- um einhverja skinkuvél og koma hinum megin út allar nákvæmlega eins. Erum við Íslendingar ekki frægir fyrir frumlegheit og náttúrulega fegurð? Árlegur dagur svartra sáðfrumna DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.