Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 72
44 23. maí 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Boltavakt Vísis og
Fréttablaðsins hefur fengið góð
viðbrögð hjá notendum Vísis í
sumar líkt og í fyrra.
Nú geta viðskiptavinir Voda-
fone fengið Boltavaktina í símann
hjá sér og það að kostnaðarlausu
fram að mánaðamótum. Eftir það
kostar þjónustan 99 kr. á viku.
Símnotendur geta þar með
fengið upplýsingar um byrjunar-
lið, innáskiptingar, markaskorara
og stoðsendingar að ógleymdri
sjálfri textalýsingunni.
Um 200 mismunandi tegundir
símtækja styðja þjónustuna sem
veitt er gegnum vefsíðuna Voda-
fone live.
Allar íþróttafréttir Vísis eru
einnig aðgengilegar í Vodafone
live án endurgjalds.
Boltavaktin:
Fáðu Boltavakt-
ina í símann
FÓTBOLTI Það var lengi vel hleg-
ið að þeim sem datt í hug að setja
peninga í Stoke-ævintýrið á sínum
tíma. Sögðu menn að gáfulegra
hefði verið að fjárfesta í íslensku
bönkunum. Þeir sem það sögðu
hlæja ekki mikið í dag að mati séra
Guðna Más Harðarsonar, prests í
Lindakirkju, enda er Stoke-ævin-
týrið loksins að gefa peninga til
baka á meðan bankarnir fóru í
hrun.
„Daginn sem hinum almenna
Íslendingi býðst að kaupa í Stoke
fer ég af stað með alla ferming-
arpeningana mína og kaupi alveg
um leið. Svo um kvöldið fer ég í
mat til tengdaföður míns heitins.
Hann var þá að vinna sem banka-
stjóri og hafði eðlilega mikið vit á
fjármálum.
Þegar við sitjum og borðum
kemur í fréttunum að Íslending-
um hafi boðist að kaupa hlutabréf í
Stoke í dag. Þá glymur í tengdaföð-
ur mínum að það sé allt eins hægt
að henda peningum út um glugg-
ann eins og að kaupa í Stoke.
Sagði konunni ekki frá kaupunum
í nokkur ár
„Mér svelgdist á við matarborð-
ið því um leið spyr konan mín að
því hvort ég hafi nokkuð verið að
kaupa í Stoke. Ég neitaði því að
sjálfsögðu og þorði ekki að segja
henni frá því næstu þrjú til fjög-
ur árin. Enda var mikið gert grín
að því í brúðkaupinu okkar,“ segir
Guðni Már og hlær dátt þegar
hann rifjar upp
þennan eft-
irminnilega
dag en þá var
Guðni sjálf-
ur nítján
ára gam-
all.
Ástæð-
an fyrir
þv í a ð
Guðni
Már ákvað
að fjárfesta
í Stoke var sú
sama og hjá fjöl-
mörgum Íslending-
um sem tóku þátt í
ævintýrinu – ofur-
trú á þjálfaranum
Guðjóni Þórðar-
syni.
„Guðjón var
ástæðan fyrir því
að ég keypti, ekki
spurning. Ég hafði
ofurtrú á manninum
og hæfileikum hans
sem þjálfara. Ég
hef mátt þola ýmis
skot yfir þessari
fjárfestingu í mörg
ár frá einhverjum
Kaupþingsstrák-
um og svona. Þeir
eru náttúrlega ekki
mikið að hlæja núna enda eru
þeir ekki að fá neitt til baka
af sínum fjárfestingum.“
Íslendingarnir sem
keyptu félagið gáfust upp
á endanum þar sem ekki
fengust neinir aðilar til
þess að setja frekari pen-
inga í verkefnið. Þegar Stoke
Holding seldi félagið var
sett í samningana að ef
liðinu tækist að kom-
ast upp um deild á
næstu fimm árum
myndu fjárfest-
ar fá til baka 25
prósent af því
sem þeir höfðu
fjárfest fyrir.
Ö n nu r t íu
prósent áttu
svo einnig að
renna í vasa
íslensku fjár-
festanna ef lið-
inu tækist að halda
sér uppi í efstu deild. Þetta tvennt
hefur gengið eftir.
„Við áttum að fá 25 prósent í
fyrra en þeir peningar hafa ekki
enn skilað sér. Ég vænti þess að
báðar þessar greiðslur skili sér
þá bara í einu lagi núna. Mér
skilst að það hafi um 200-300
Íslendingar fjárfest í Stoke á
sínum tíma og því ættu að koma
100-150 milljónir til Íslending-
anna og það í erlendum gjald-
eyri,“ segir Guðni Már en eins
og má lesa í viðtalinu við Gunnar
Þór Gíslason hér til hægri verður
einhver bið á því að fjárfestarnir
sjái þessa peninga.
Búinn að afskrifa peningana úr
heimilisbókhaldinu
Guðni Már fylgist enn vel með
Stoke og styður félagið með ráðum
og dáð. Hann segir að raunverulegi
sigurvegarinn í þessu ævintýri sé
Peter Coates, maðurinn sem seldi
Íslendingunum félagið og keypti
það aftur til baka.
„Coates seldi Íslendingunum
félagið á fínan pening. Þeir settu
haug af peningum í Stoke, styrktu
leikmannahópinn, komu því upp
um deild og þurftu svo að selja
Coates félagið aftur fyrir minni
pening en Íslendingarnir keyptu
það á sínum tíma,“ segir Guðni.
Presturinn og íþróttaáhugamað-
urinn Guðni er eins og áður segir
prestur í Lindakirkju. Sú kirkja er
ekki fullkláruð og Guðni hyggst
styrkja kirkjuna sína með Stoke-
peningunum.
„Ég var búinn að afskrifa þessa
peninga úr heimilisbókhaldinu
og átti aldrei von á þeim. Ef þeir
koma, sem ég vona að þeir geri, þá
fara þeir í söfnun sem kirkjan er
með enda þarf að klára bygging-
una,“ segir Guðni Már.
Ef aðrir Stoke-hluthafar hafa
áhuga á að gera slíkt hið sama má
nálgast upplýsingar um hvern-
ig best sé að styrkja kirkjuna á
heimasíðu kirkjunnar, www.linda-
kirkja.is.
Guðni Már segir að það hafi
verið skemmtilegt að taka þátt
í þessu ævintýri og sér alls ekki
eftir því að hafa spilað með á
sínum tíma.
„Ég sé ekkert eftir þessu og
þetta hefur bara verið skemmti-
legt. Ég skal samt fúslega viður-
kenna að aldrei átti ég von á því
að ofurinnköst Rory Delap myndu
enda í kirkjusjóði Lindakirkju.
Það er lyginni líkast,“ sagði Guðni
Már Harðarson prestur, kátur að
lokum. henry@frettabladid.is
Grunaði aldrei að innköst Delap
myndu skila kirkjunni peningum
Séra Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, er einn af þeim Íslendingum sem fjárfestu í Stoke City
á sínum tíma. Sú fjárfesting er loksins að skila einhverju til baka en fjárfestar fá 35 prósent fjárins til baka
vegna góðs gengis liðsins síðustu tvö ár. Guðni Már ætlar að styrkja kirkjuna sína með Stoke-peningunum.
TRÚÐU Á GUÐJÓN Guðni
Már fjárfesti í Stoke
þar sem hann hafði
ofurtrú á Guðjóni
Þórðarsyni eins og
fleiri Íslendingar.
NORDIC PHOTOS/GETTY
IMAGES
STOKE-PRESTUR Séra Guðni Már er enn harður stuðningsmaður Stoke. Hann er hér í Stoke-treyjunni í vinnunni og sést setja pen-
inga í söfnunarbaukinn. Stoke-peningarnir sem hann fær vonandi næsta haust munu einnig fara í þennan bauk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Milan Stefán Jankovic hætti sem aðalþjálfari
Grindavíkur í vikunni og í samtali við Frétta-
blaðið á miðvikudaginn sagðist hann ekki
lengur geta starfað við þær aðstæður sem
eru í kringum dómgæslu hér á landi. Hann
hætti eftir að hans lið, Grindavík, tapaði fyrir
Fjölni á mánudagskvöldið en hann var afar
ósáttur við dómgæslu leiksins. Hann fékk
tveggja leikja bann fyrir framgöngu sína.
„Dómarinn á líka að fá sína refsingu,“
sagði Jankovic. „Það gerist í öllum öðrum
löndum heimsins að dómurum sé refsað
fyrir slæma frammistöðu.“
Gylfi segir að vissulega hafi verið rætt
um að „refsa“ dómurum. En hann segir
ástæðuna fyrir því að það hafi ekki verið
gert einfalda.
„Við erum ekki með það stóran hóp
dómara að við ráðum við það,“ sagði Gylfi í
samtali við Fréttablaðið. „Við höfum samt
fullan skilning á þessu sjónarmiði án
þess að ég ætli að fjalla um þennan eina
leik. En staðan er þannig í dag að við
eigum ekki nógu marga toppdómara til
að ráða við slíkar aðgerðir. En vonandi
stendur það til bóta.“
Hann segir að þessi umræða sé
ekki að koma upp í fyrsta skipti
nú.
„Þetta mál kemur alltaf upp
í hvert skipti sem mistök verða.
Hérna er verið að tala um víti
sem átti ekki að vera en það sem
mér finnst vanta í umræðuna er að
leikmaðurinn henti sér niður. Hver
er því hinn raunverulegi skúrkur, ef
tilfellið er að ekki hafi verið brotið á
honum? Dómarinn mun samkvæmt
því hafa fallið í gildru leikmannsins.“
Hann gefur annars lítið fyrir þær
skýringar sem Jankovic hefur gefið fyrir
uppsögn sinni. „Ég held að Janko hafi
beðist lausnar vegna þess að Grindavík
tapaði fyrstu þremur leikjunum sínum
í mótinu. En hann ákvað að vera
áfram hjá félaginu og sýnir það
vel hvernig mann hann hefur
að geyma – að hann heldur
áfram að starfa hjá Grindavík,“
sagði Gylfi en Jankovic mun
starfa sem aðstoðarþjálfari
Luka Kostic sem var ráðinn í hans
stað.
„En yfirleitt tel ég að í langflest-
um tilfellum tapi lið fótboltaleikj-
um vegna þess að þau eru lélegri
en andstæðingurinn.“
GYLFI ÞÓR ORRASON: SKILUR SJÓNARMIÐ MILAN STEFÁNS JANKOVIC
Hefur komið til tals að „refsa“ dómurum
> Glæsilegur sigur á Finnum
Norðurlandamót yngri landsliða er í fullum gangi í Sví-
þjóð þessa dagana og voru öll lið Íslands að spila í gær.
U-18 lið kvenna tapaði fyrir Noregi og Danmörku og
hefur lokið keppni. U-16 lið kvenna tapaði fyrir
Svíum, rétt eins og U-16 lið karla. Strákarnir
eiga þó enn möguleika á að komast í úrslita-
leikinn í sínum flokki en þarf að vinna Dani
með fimmtán stiga mun í dag. U-18 lið
karla vann glæsilegan sigur á Finnum
í dag, 70-49. Liðið hefur unnið tvo af
fyrstu þremur leikjum sínum í mótinu
og kemst í úrslitaleikinn með
sigri á Noregi á morgun.
Pepsi-deild kvenna
Stjarnan - ÍR 3-0
Keflavík - Breiðablik 1-6
Valur - GRV 6-0
STAÐAN
Stjarnan 4 4 0 0 11-1 12
Valur 4 3 0 1 21-5 9
Fylkir 3 3 0 0 14-2 9
Breiðablik 4 3 0 1 15-5 9
Þór/KA 3 2 0 1 15-6 6
KR 3 1 0 2 7-4 3
Afture./Fjöln. 3 1 0 2 4-9 3
GRV 4 1 0 3 3-14 3
Keflavík 4 0 0 4 2-21 0
ÍR 4 0 0 4 2-27 0
1. deild karla
Þór - ÍR 1-2
Afturelding - Haukar 1-1
HK - Víkingur, Ólafsvík 4-1
Selfoss - Víkingur, Reykjavík 1-0
STAÐAN
HK 3 2 1 0 8-3 7
Selfoss 3 2 1 0 7-3 7
Haukar 3 2 1 0 6-2 7
Víkingur, Ó. 3 2 0 1 6-6 6
KA 3 1 2 0 3-1 5
Afturelding 3 1 1 1 3-4 4
Þór 3 1 0 2 4-4 3
Fjarðabyggð 3 1 0 2 5-6 3
ÍR 3 1 0 2 5-9 3
Leiknir 3 0 2 1 1-3 2
Víkingur, R. 3 0 1 2 2-4 1
ÍA 3 0 1 2 3-8 1
ÚRSLIT
BARÁTTA HK varð í gær fyrsta liðið til að
vinna Víking frá Ólafsvík í 1. deild karla í
gær. Hér er hart tekist á því í leiknum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN