Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 18
18 23. maí 2009 LAUGARDAGUR
Hvað vitið þið um hvort annað?
Sverri: Ég hef séð þig á skjánum.
Ertu ekki hjá sjónvarpinu?
Telma: Jú, Stöð 2.
Sverrir: Einmitt. Ég hef séð þig
þar. En það er þannig með mig að
fólk sem ég sé oft í fréttatengdu
efni tengi ég ekki nafni. Ég er betri
með andlit.
Sniðgekk Sólon
Telma: Ég man eftir að hafa séð
Sverri oft enda setur hann mik-
inn svip á bæjarlífið með sínu
sérstaka og skemmtilega útliti og
list. Ég tengi hann annars fyrst
við Sólon Íslandus kaffihúsið.
Sólon var svona fyrsti menning-
arkaffistaðurinn á Íslandi. Þetta
var hugsjónahópur sem mér
skilst að hafi opnað þann stað,
ekki satt?
Sverri: Jú, það var svolítill lista-
mannahópur sem ákvað að gera
eitthvað flott með þetta fallega
húsnæði. Áður en við tókum við
því voru bara einhverjir flóa-
markaðir þarna.
Telma: Mér fannst mjög gott að
koma þangað. Svo þegar eigenda-
skipti urðu, og átök um nafnið fór
ég ekki á staðinn í mörg ár. Svona
í mótmælaskyni.
Sverrir: Ha, ha, já, það er nú gott
að heyra. Sólon breyttist mjög
mikið þarna á sínum tíma því
hann hafði haft svona evrópskt
yfirbragð og það var bara eitt-
hvað sem virkaði eins og þetta
var gert. Síðan varð hann svolít-
ið steríll.
Telma: Andrúmsloftið breyttist
einhvern veginn. En ég viður-
kenni að ég er búin að sættast við
staðinn í dag því það er svo góður
fiskur þar í hádeginu.
Þurrkaðir ávextir og möndlur
handa sykurfíklum
Byrjum á sætindum. Heilbrigðis-
ráðherra hyggst skattleggja nam-
midagana okkar með sykurskatti.
Eruð þið sælgætisgrísir? Ef þið
ættuð að ráðleggja þjóðinni í mat-
aræði til að komast yfir sykurþörf-
ina, hvað mynduð þið ráðleggja
fólki? Hvaða þjóðþekkti Íslending-
ur gætuð þið trúað að væri nam-
migrís?
Sverrir: Ég er kannski ekki sæl-
gætisgrís en súkkulaði skiptir mig
rosalega miklu máli og það verður
að vera gæðasúkkulaði. Ég meira
að segja tók eftir því, og spurði
annan súkkulaðiáhugamann um
þetta sama og hann var sammála,
að Siríus konsúm súkkulaði, sem
er í smjörpappírsumbúðunum,
breyttist á ákveðnum tímapunkti
úr því að vera gæðasúkkulaði í
svona dýrafitubökunarsúkkulaði.
Ég fann það á bragðinu og hætti
að kaupa það. Ég þurfti ekkert að
spyrja neinn, ég vissi það bara.
Telma: Ég kaupi gotterí öðru hvoru
en ég get alveg verið án þess, sem
og alls sykurs. Gotterí finnst mér
leynast í svo mörgu öðru en sykri,
getur til dæmis verið þurrkaðir
ávextir og önnur hollusta Hvítur
sykur er ekki auðmeltanlegur fyrir
fólk og hentar okkur held ég mjög
illa.
Sverrir: Ég held einmitt að marg-
ir átti sig ekki á því að með því að
nota þurrkaða ávexti og möndlur,
fær maður staðgengil fyrir sykur-
inn. Sykur gefur manni bara skot
og svo verður maður fljótt aftur
hálfslappur.
Telma: Líka þessi nartþörf, að
þurfa að pikka í eitthvað eins og
fuglar – við getum pikkað í svo
margt annað en sætindi, eins og
fræ eða möndlur. Maður getur
verið heillengi að pikka í rúsínur
eða sólblómafræ til dæmis.
Sverrir: Já, sólblómafræin eru frá-
bær. Það er líka hægt að baka þau
í sojaolíu í ofni og þá fær maður
alveg rosalega gott snakk. Þau
ristast aðeins og sojað fer inn í
fræin. Krökkunum finnst þetta
svakalega gott. Svo er það græn-
meti, eins og hrátt grænmeti. Ég
nota til dæmis gulrætur mjög
mikið og þá er ég að hugsa um
röddina. Gulrætur þurrka ekki
upp heldur gefa vökva. Og ég þarf
að vera mjög varkár með brauð og
annað sem virkar eins og svampur
og dregur í sig vökva.
Telma: En hvað skattlagningu
varðar þá vil ég frekar byrja á
hinum endanum. Ég vil frekar
upplýsta þjóð en skattpínda. Ég
get ekki gert upp við mig hvort ég
er sammála eða ósammála þessum
skatti en mér finnst eins og það
sé verið að byrja á röngum enda.
Frekar ætti að hvetja til hollustu,
breyta álagi þannig að ekki sé jafn
dýrt að kaupa grænmeti, fisk og
aðra holla fæðu. Það á að auðvelda
fólki að kaupa góðan mat. Skattar
virka líka bara að ákveðnu marki,
fari þeir yfir ákveðið hlutfall hætta
þeir að skila sér því fólk fer að fara
aðrar leiðir. Vinnur svart, hefur
vöruskipti og svo framvegis.
Sverrir: Ég er alveg sammála því
sem Telma er að segja en hins
vegar er oft mjög erfitt að upplýsa
fólk. Jafnvel þótt við dælum inn
upplýsingum, jú við skiljum þær
alveg, en þessi vani og þörf fyrir
einhverja ákveðna hluti situr svo
fast í okkur. Kannski getur þessi
skattur hjálpað fólki að minnka
þessi óhollu kaup, en auðvitað
þurfum við á upplýsingu að halda
og verðlækkun á góðu fæðunni.
Ég hugsa þetta þannig að það væri
hægt að setja skatt einhvers staðar
og lækka þá álögur annars staðar.
Telma: En ef ég á að svara því hver
er mesti nammigrísinn þá held ég
að Ögmundur heilbrigðisráðherra
sé mikill sælkeri. Kannski hann
sé að nota sykurskattinn til að
geta hætt að borða sælgæti sjálf-
ur! Reyndar grunar mig að fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra sé líka
mikill nammigrís en konan hans,
sem er mikil heilsudrottning, haldi
aftur af honum.
Sverrir: Ég ímynda mér að Jóhanna
Sigurðardóttir sé mikil súkkulaði-
kona. Ég held að hún velji sína mola
mjög gaumgæfilega og desertana
líka og sé þess vegna svona rosa-
lega grönn.
Fjólublátt sett og Telma Lucinda
gítarleikari
Nú eruð þið hvort í sínum geir-
anum: Þú í fjölmiðlum Telma og
þú í listum Sverrir. Ef þið ættuð
að skipta um hlutverk einn dag
– hvernig fréttir myndirðu vilja
flytja Sverrir og hvernig vildirðu að
myndverið liti út? Og ef þú ættir að
leggja listir fyrir þig Telma – hvaða
listgrein yrði það, hvaða hús í borg-
inni myndirðu velja sem vinnu-
stofu/stúdíó og hvert yrði lista-
mannsnafnið þitt?
Sverrir: Ég myndi helga fréttirnar
heilum degi um menningu og list-
ir, frá vöggu til grafar. Og reyna
að fá tilfinningu fyrir hvernig við
getum byggt upp listræna hugs-
un og menningu almennt, hvern-
ig við getum stutt við þessa list-
rænu hæfileika sem börnin okkar
hafa því það er mjög auðvelt að
týna þeim. Öll börn eru listræn
frá fæðingu, en svo er spurning
inn á hvaða brautir þeim er beint.
Svo er það fréttamyndverið hennar
Telmu. Þau eru nefnilega oft svo-
lítið yfirlýst og lýsingin flöt. Fyrir
Telmu myndi ég nota bláa liti í
lýsingunni og í settinu. Djúpblá-
an lit og yfir í fjólubláan. Ljós og
skuggar yrðu að vinna vel saman
og ná fram tilfinningu fyrir vídd.
Við erum ekki alveg nógu góð í
því, við þrengjum frekar rými og
gerum það flatt.
Telma: Ef ég ætti að velja mér list-
grein, myndi ég velja mér að geta
spilað dásamlega á gítar. Gítarinn
er magnað hljóðfæri og fellur að
svo breiðri tónlistarflóru. Fengi ég
alveg frjálsar hendur yrði Gljúfra-
steinn í Mosfellsdal fyrir valinu
sem vinnustofa, sem er að mínu
mati einhver fegursti staður sem
hægt er að hugsa sér. Þar gæti ég
líka haft hestana mína úti í garði.
Þetta er líka það langt í burtu að
enginn þyrfti að hlusta meðan ég
æfði falska tóna. Sérstakt lista-
mannsnafn væri ekki nauðsynlegt
því ég heiti Telma Lucinda Tómas-
son og það er nú svolítið gítarlegt.
Sverrir: Já, sérstaklega.
Telma: Þegar ég var krakki og
flutti til Íslands frá Hollandi 1968,
og allir hétu svona meira og minna
Jón og Gunna, sem eru falleg nöfn
vel að merkja, skar ég mig út úr
með þetta skrítna nafn og sökk
alltaf niður í sætið þegar ég var
lesin upp. En í dag er ég bara sátt
og hugsa að þetta sé bara fínt fyrir
gítarinn.
Fastað á Hornströndum
Allt stefnir í metár í ferðalögum
innanlands. Ef þið ættuð að velja
ykkur þrjá þjóðþekkta Íslendinga,
sem þið þekkið ekki, til að ferðast
með í sumar, hverjir yrðu fyrir val-
inu og af hverju?
Sverrir: Þeir þrír Íslendingar
sem ég myndi vilja ferðast með
eru að vísu bara tveir. Ég myndi
velja Ingibjörgu Sólrúnu og Davíð
Oddsson, og fara með þeim á Horn-
strandir, dvelja í eina viku þar sem
bannað væri að tala.
Telma: Þau myndu kannski kynn-
ast upp á nýtt.
Sverrir: Algerlega. Ég held að þau
séu nefnilega mjög lík og yrðu óað-
skiljanleg eftir þessu viku. Nánast
eins og síamstvíburar.
Telma: Ég ætla að velja mér þrjá.
Ég ætla að velja Guðberg Bergs-
son, vegna þess að hann er einhver
djúpvitrasti Íslendingur sem uppi
er í dag og Svöfu Grönfeldt, því hún
er mjög frjó og skemmtilega hugs-
andi. Þau myndi ég láta tala saman
því hann gæti gefið henni margar
flottar hugmyndir sem hún gæti
svo nýtt í sínu starfi við Háskólann
í Reykjavík. Þar er gríðarlegt hug-
myndaflug og frumleg orka í gangi
sem myndi eflast enn frekar. Með
okkur yrði svo Rúnar Marvinsson
sem myndi elda fyrir okkur. Gott
fóður fyrir hugmyndirnar flottu.
Sverrir: Rétt er að taka það fram að
á Hornströndum myndu Davíð og
Ingibjörg fasta. Og drekka fjalla-
grasate enda hreinsun í gangi.
Á RÖKSTÓLUM
Siríus konsúm súkkulaði, sem er í smjörpappírsumbúð-
unum, breyttist á ákveðnum tímapunkti úr því að vera
gæðasúkkulaði í svona dýrafitubökunarsúkkulaði. Ég
fann það á bragðinu og hætti að kaupa það.
Sólblómafræ fyrir sykursjúka þjóð
SJÓNVARPSKONAN OG KONTRATENÓRINN Telma Tómasson og Sverrir Guðjónsson höfðu aldrei hist áður en Telma tengdi Sverri fyrst við Kaffihúsið Sólon. Sverrir myndi vilja
sjá fréttamyndverið sem Telma situr í daglega lýst upp í bláum tónum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sverrir Guðjónsson
segist gjarnan myndu
vilja ganga Hornstrand-
ir með Davíð Oddssyni
og Ingibjörgu Sólrúnu
og láta þau kynnast
upp á nýtt. Telma
Tómasson er viss um
að Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra sé
sælgætisgrís. Júlía Mar-
grét Alexandersdóttir
ræddi við Rökstólapar
vikunnar um hollustu
og gítarlegt nafn.
Vissir þú að ....
Telma hefur ekki borðað kjöt í tvo
mánuði. Hún segist vera skorpu-
manneskja í hollustu.
Sverrir gaf Telmu og blaðamanni
te á stefnumóti þeirra. Sem hann
býr til sjálfur.
Sverrir Guðjónsson er í dag,
kl. 17.00 með atriði á Listahátíð.
Leikhús- og hljóðgjörning, byggðan
á Völuspá, á Sögulofti Landnáms-
setursins í Borgarnesi.
Telma aðhyllist listgreinina
reiðlist og skreppur því frekar á
kynbótasýningu eða íþróttakeppni
hrossa en listahátíðir, þótt hrifin sé
hún af list líka.