Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 58
30 23. maí 2009 LAUGARDAGUR HENRIK IBSEN LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1906. „Þúsund orð hafa minni áhrif en eitt verk.“ Ibsen var norskt skáld sem skildi eftir sig 25 leikverk. Þennan dag árið 1934 var eitt frægasta glæpapar sögunn- ar, Bonnie og Clyde, skotið til bana í Louisiana-ríki í Banda- ríkjunum. Clyde Champion Barrow og Bonnie Parker hittust fyrst í Texas í byrjun ársins 1930. Alríkislögreglan leitaði pars- ins í rúm tvö ár en það komst undan skothríð lögreglu í nóv- ember árið 1933. Loks fékk lögreglan fregnir af parinu þar sem það sótti veislu í Black Lake í Louisiana að kvöldi 21. maí 1934 og átti að vera væntanlegt aftur á dvalarstað sinn við Sailes í sama ríki tveimur dögum síðar. Fyrir dögun þann morgun sátu lögreglumenn fyrir Bonnie og Clyde þar sem þau óku hjá. Þau reyndu að flýja þegar lögreglan hóf skothríð að þeim en létust samstundis. ÞETTA GERÐIST: 23. MAÍ ÁRIÐ 1934 Bonnie og Clyde skotin timamot@frettabladid.is Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, fósturpabbi, tengdapabbi, afi og langafi, Pétur Kristófer Guðmundsson fyrrum bóndi á Hraunum í Fljótum, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sunnudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 26. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Rósa Pálmadóttir Guðrún Björk Pétursdóttir Friðrik Gylfi Traustason Elísabet Alda Pétursdóttir Sigurður Björgúlfsson G. Viðar Pétursson Anna Kristinsdóttir Pétur Sigurvin Georgsson Jónína Halldórsdóttir Berglind Rós Magnúsdóttir Ásgrímur Angantýsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Þuríður Bára Halldórsdóttir Ljósmóðir, Hrísateig 23, Reykjavík, lést 7. maí 2009 á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11E. Bjarni Guðlaugsson Hafrún Lára Bjarnadóttir Brynja Bjarnadóttir Erna Bjarnadóttir Helgi Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Snorri P. Snorrason læknir, sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 16. maí, verður jarðsunginn í Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. maí kl. 13.00. Karólína Jónsdóttir Snorri P. Snorrason Helga Þórarinsdóttir Kristín Snorradóttir Magnús Eiríkur Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför frænda okkar og vinar, Margeirs Péturs Steingrímssonar Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Beykihlíðar, fyrir kærleiksríka umönnun og góð kynni. Valborg Svavarsdóttir Haukur Valtýsson Agnes Tulinius Svavarsdóttir Otto Tulinius Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Kristíana Hólmgeirsdóttir Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést miðviðkudaginn 20. maí. Jarðarförin verður aug- lýst síðar. Valgerður E. Valdemarsdóttir Baldur Guðvinsson Þórhildur S. Valdemarsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Hólmgeir Valdemarsson Birna S. Björnsdóttir Baldvin Valdemarsson Vilborg E. Sveinbjörnsdóttir Sigrún B. Valdemarsdóttir Ingólfur Ingólfsson barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, Arngríms Ingimundarsonar kaupmanns í Vörðunni, Grettisgötu 2a. Guð blessi ykkur öll. Ingileif Arngrímsdóttir Sigmar Æ. Björgvinsson Jóhanna Arngrímsdóttir Snorri B. Ingason Sigríður Arngrímsdóttir Grettir K. Jóhannesson Gíslunn Arngrímsdóttir Gunnlaugur S. Sigurðsson og afabörnin. Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín og systir okkar, Guðfinna Óskarsdóttir Höfðavegi 28, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 20. maí sl. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum laugardaginn 30. maí nk. kl. 14. Magnús Þór Jónasson Þórarinn Magnússon Elín Ósk Magnúsdóttir Sævar Þór Magnússon Elín Jónasdóttir Haukur Óskarsson Guðlaug Óskarsdóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 MOSAIK Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. „Við byrjum afmælið með því að halda veglega hátíð í tengsl- um við fyrsta heimaleik sumarsins á laugardegi,“ segir Jór- unn Frímannsdóttir, formaður Íþróttafélagsins Þróttar, sem heldur upp á 60 ára afmælið á árinu. „Um er að ræða stór- leik Þróttar og Fjölnis í Pepsí-deild karla í knattspyrnu á gervigrasinu í Laugardalnum,“ bætir Ásmundur Vilhelms- son, framkvæmdastjóri Þróttar, við. En farið verður í skrúð- göngu yfir á Valbjarnarvöll eftir að formlegri fjölskyldudag- skrá lýkur klukkan 15.30 og hefst leikurinn klukkan 16.00. Að sögn Jórunnar er Þróttur grasrótarfélag sem heldur betur hefur haslað sér völl, stofnað 5. ágúst 1949. „Tveir menn sátu að spilamennsku í litlu húsi vestur á Grímsstaðaholti,“ nefnir hún og Ásmundur bætir við: „Það voru þeir Halldór Sigurðsson fisksali og Eyjólfur Jónsson, flokksstjóri í Reykja- vík, betur þekktir sem Dóri fisksali og Eyjólfur sundkappi, sem voru helstu hvatamenn þess að félagið var stofnað.“ Jórunn heldur áfram með söguna af þeim Dóra fisksala og Eyjólfi sundkappa: „Milli þess sem þeir spiluðu ræddu þeir þörfina fyrir íþróttastarf í hverfinu. Þétt setið var í fé- lagsheimilinu á Grímsstaðaholti við Ægisíðu þetta ágúst- kvöld fyrir um 60 árum enda var mikill hugur í mönnum.“ Hún segir enn fremur: „Það var snemma ljóst að félagið var komið til að vera.“ Stofnfélagar voru 37 talsins minnist Jórunn á og Ásmund- ur nefnir að í dag séu þeir um þúsund. Helstu greinarnar eru auk knattspyrnu, handbolti, blak og tennis. Einnig hafa verið starfsræktar í félaginu skák- og krulludeild. „Þróttur átti því láni að fagna að eiga forystumenn sem aldrei létu deigan síga,“ segir Jórunn og minnist á helstu for- vígismenn félagins: „Menn eins og Óskar Pétursson skátafor- ingi tóku síðan við keflinu af þeim Dóra og Eyjólfi og þar á eftir tóku við fyrrverandi leikmenn úr Þrótti, markmennirn- ir Jón Ásgeirsson og Guðjón Oddsson. Í formannstíð Tryggva E. Geirssonar flutti félagið, sem stofnað var í Vesturbænum, úr Sæviðarsundinu niður í Laugardal. „Það var því mikið heillaspor sem stigið var afmælissum- arið 1999,“ segir Jórunn og vísar til þess þegar Kristinn Ein- arsson og hans stjórn tóku við góðri aðstöðu. „Ötullega var unnið að því að laða fleiri þátttakendur að félaginu og í dag er Þróttur orðinn stórveldi á íþróttasviðinu.“ Á afmælishátíðinni í dag verður margt um að vera. Meðal viðburða má nefna að frumflutt verður nýtt Þróttaralag og efnilegar skjólahljómsveitir úr hverfinu koma fram svo eitt- hvað sé nefnt. Þá bendir Ásmundur á að haldin verður for- eldrakeppni í knattspyrnu á milli Voganna, Langholtsins og Laugarnessins og þar ætlar Jórunn að keppa. Í tilefni dags- ins verður auk þess boðið upp á risastóra afmælistertu, kaffi, gos og ís fyrir börnin. Allar nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á vefsíðu félagsins www.trottur.is vala@frettabladid.is ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR: 60 ÁRA Stórveldi á íþróttasviði FORMAÐURINN OG FRAMKVÆMDASTJÓRINN Jórunn Frímannsdóttir og Ásmundur Vilhelmsson í góðum gír í Laugardal. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.