Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 34
● Forsíðumynd: Mynd frá International Contempor- ary Furniture Fair (ICFF) Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Solveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. heimili&hönnun LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 BROT AF ÞVÍ BESTA Húsgagnasýningin International Contemporary Furniture Fair er nýafstaðin í New York. Venju samkvæmt var þar margt forvitnilegt að sjá. SÍÐA 3 STYRKJA HÖNNUÐI Hönnun- arsjóður Auroru veitti íslenskum hönnuðum styrk í fyrsta sinn. Hönnun styrkþeganna spannar fjölbreytt svið. SÍÐA 4 VÖKTU ATHYGLI Íslenskir hönnuðir tóku þátt í hönnunarvik- unni í New York. Hönnun Íslend- inganna var sýndur mikill áhugi. SÍÐA 2 Allt til rafhitunar Olíufylltir rafmagnsofnar Brenna ekki rykagnir. Auðveld uppsetning á vegg. 250 - 400 - 750 - 800 - 1000 - 1600 - 2000 wött. Norskir hitakútar Úr ryðfríu stáli Fyrir sumarhús og heimili Yfir 30 ára reynsla hérlendis 10 ára ábyrgð ● heimili&hönnun „Hönnunarmiðstöð hélt Hönn- unarMars í lok mars. Þangað var boðið bæði blaðamönnum og ýmsum tengiliðum í hönnunar- geiranum og meðal annars kom hingað maður á vegum hátíðar- innar Meatpacking district design í New York sem valdi þrjá hönn- uði sem hann bauð að taka þátt,“ segir Kristín Birna Bjarnadóttir vöruhönnuður sem fylgdi hönn- un sinni eftir til Bandaríkjanna. Dagur Óskarsson og Jón Björns- son sendu verk sín utan en kom- ust ekki sjálfir með. Hún segir ferðina hafa verið mikla upplifun. „Sýningin var mjög skemmtileg og margt annað um að vera. Til dæmis voru þarna margir vöru- og iðnhönnuðir frá Finnlandi sem sýndu í gámum úti á götu og því mikil stemning,“ segir Kristín Birna sem fann fyrir tölu- verðum áhuga á hönnun sinni. Kristín Birna sýndi lampann Ljósgjafa eða Illuminant sem var útskriftarverkefni hennar úr Lista- háskólanum í fyrra. Dagur, sem út- skrifaðist á sama tíma og Kristín Birna, sýndi Dalvíkursleðann sem er byggður á gamalli erkitýpu af sleða. Vasar Jóns Björnssonar, Flower Eruption, vöktu einnig nokkra athygli en þeir eru búnir til úr íslenskum sandi. Auk sýningarinnar í New York má sjá verk þeirra Dags og Jóns á sýningunni Íslensk hönnun sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík 2009. - sg Íslendingar á hönn- unarviku í New York ● Hönnuðirnir Kristín Birna Bjarnadóttir, Dagur Óskarsson og Jón Björnsson tóku nýverið þátt í hönnunarvikunni í New York, nánar tiltekið á hátíðinni Meatpacking district design. Illuminant-lampi úr smiðju Kristínar Birnu en hann var útskriftarverkefni hennar. Kristín Birna fylgdi lampa sínum til NY. Dalvíkursleðinn eftir Dag Óskarsson er byggður á gamalli erkitýpu af sleða. H andgerðir vasar frá Royal Copenhagen hafa löngum átt vinsæld-um að fagna og í fyrra var nýjum bætt í flóruna. Vasinn fékk nafnið perlan og í honum mætast fortíð, nútíð og framtíð. Riffluð form hafa verið einkennandi fyrir Royal Copenhagen frá upp- hafi en þau komu fram í fyrstu handgerðu postulínsmunum framleið- andans sem komu á markað árið 1775. Um leið er einfalt yfirbragð vasans lýsandi dæmi um hinn skandinavíska mínimalisma sem margir hafa aðhyllst und- anfarin ár og mun fylgja okkur inn í fram- tíðina. Þá er notagildið heillandi en vasann má bæði nota undir blóm, kerti, skraut og litríkt sælgæti. Hann fæst bæði í postul- íni og gleri og má skoða nánar á www.royal- copenhagen.com. - ve Perla til að punta með Klassískur en samt nútímalegur vasi. Flower eruption eru vasar sem Jón Björnsson býr til úr íslenskum sandi. ÍSBJARNABLÚS Elskirðu dýr en langar samt í minjagrip á vegginn, þá gæti þessi eftirlíking af upp- stoppuðum ísbirni verið málið. Hönnuðurinn heitir Melaine Bourlon og um hana má fræð- ast á melainebourlon.com. 23. MAÍ 2009 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.