Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 34
● Forsíðumynd: Mynd frá International Contempor-
ary Furniture Fair (ICFF) Útgáfufélag: 365 miðlar ehf.,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar:
Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Solveig
Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur
Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
BROT AF
ÞVÍ BESTA
Húsgagnasýningin International Contemporary
Furniture Fair er nýafstaðin í New York. Venju
samkvæmt var þar margt forvitnilegt að sjá. SÍÐA 3
STYRKJA HÖNNUÐI Hönnun-
arsjóður Auroru veitti íslenskum
hönnuðum styrk í fyrsta sinn. Hönnun
styrkþeganna spannar fjölbreytt svið.
SÍÐA 4
VÖKTU ATHYGLI Íslenskir
hönnuðir tóku þátt í hönnunarvik-
unni í New York. Hönnun Íslend-
inganna var sýndur mikill áhugi.
SÍÐA 2
Allt til rafhitunar
Olíufylltir rafmagnsofnar
Brenna ekki rykagnir. Auðveld uppsetning á vegg.
250 - 400 - 750 - 800 - 1000 - 1600 - 2000 wött.
Norskir hitakútar
Úr ryðfríu stáli
Fyrir sumarhús og heimili
Yfir 30 ára reynsla hérlendis
10 ára
ábyrgð
● heimili&hönnun
„Hönnunarmiðstöð hélt Hönn-
unarMars í lok mars. Þangað
var boðið bæði blaðamönnum og
ýmsum tengiliðum í hönnunar-
geiranum og meðal annars kom
hingað maður á vegum hátíðar-
innar Meatpacking district design
í New York sem valdi þrjá hönn-
uði sem hann bauð að taka þátt,“
segir Kristín Birna Bjarnadóttir
vöruhönnuður sem fylgdi hönn-
un sinni eftir til Bandaríkjanna.
Dagur Óskarsson og Jón Björns-
son sendu verk sín utan en kom-
ust ekki sjálfir með.
Hún segir ferðina hafa verið
mikla upplifun. „Sýningin var
mjög skemmtileg og margt annað
um að vera. Til dæmis voru þarna
margir vöru- og iðnhönnuðir frá
Finnlandi sem sýndu í gámum úti á
götu og því mikil stemning,“ segir
Kristín Birna sem fann fyrir tölu-
verðum áhuga á hönnun sinni.
Kristín Birna sýndi lampann
Ljósgjafa eða Illuminant sem var
útskriftarverkefni hennar úr Lista-
háskólanum í fyrra. Dagur, sem út-
skrifaðist á sama tíma og Kristín
Birna, sýndi Dalvíkursleðann sem
er byggður á gamalli erkitýpu af
sleða. Vasar Jóns Björnssonar,
Flower Eruption, vöktu einnig
nokkra athygli en þeir eru búnir
til úr íslenskum sandi.
Auk sýningarinnar í New York
má sjá verk þeirra Dags og Jóns
á sýningunni Íslensk hönnun sem
verður opnuð á Kjarvalsstöðum á
Listahátíð í Reykjavík 2009. - sg
Íslendingar á hönn-
unarviku í New York
● Hönnuðirnir Kristín Birna Bjarnadóttir, Dagur Óskarsson og Jón Björnsson tóku nýverið
þátt í hönnunarvikunni í New York, nánar tiltekið á hátíðinni Meatpacking district design.
Illuminant-lampi úr smiðju
Kristínar Birnu en hann var
útskriftarverkefni hennar.
Kristín Birna fylgdi lampa sínum til NY.
Dalvíkursleðinn eftir Dag
Óskarsson er byggður á
gamalli erkitýpu af sleða.
H andgerðir vasar frá Royal Copenhagen hafa löngum átt vinsæld-um að fagna og í fyrra var nýjum bætt í flóruna. Vasinn fékk nafnið
perlan og í honum mætast fortíð, nútíð og framtíð.
Riffluð form hafa verið einkennandi fyrir Royal Copenhagen frá upp-
hafi en þau komu fram í fyrstu handgerðu postulínsmunum framleið-
andans sem komu á markað árið 1775. Um leið er einfalt yfirbragð
vasans lýsandi dæmi um hinn skandinavíska
mínimalisma sem margir hafa aðhyllst und-
anfarin ár og mun fylgja okkur inn í fram-
tíðina.
Þá er notagildið heillandi en vasann
má bæði nota undir blóm, kerti, skraut og
litríkt sælgæti. Hann fæst bæði í postul-
íni og gleri og má skoða nánar á www.royal-
copenhagen.com. - ve
Perla til að punta með
Klassískur en samt nútímalegur vasi.
Flower eruption
eru vasar sem Jón
Björnsson býr til úr
íslenskum sandi.
ÍSBJARNABLÚS Elskirðu dýr en
langar samt í minjagrip á vegginn,
þá gæti þessi eftirlíking af upp-
stoppuðum ísbirni verið málið.
Hönnuðurinn heitir Melaine
Bourlon og um hana má fræð-
ast á melainebourlon.com.
23. MAÍ 2009 LAUGARDAGUR2