Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 73

Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 73
LAUGARDAGUR 23. maí 2009 45 FÓTBOLTI Steinþór Freyr Þor- steinsson, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson voru langt frá því að vera þekktustu nöfn Pepsi-deildar karla fyrir tímabilið. Tveir þeir síðastnefndu höfðu aldrei spilað í úrvalsdeild karla og Steinþór hafði fengið fá tækifæri með Blikunum. Þessir þrír eru hins vegar búnir að slá í gegn í fyrstu þrem- ur umferðum Pepsi-deildar karla og eiga mikinn þátt í því að Stjörnuliðið situr eitt í efsta sætinu með fullt hús og tólf mörk í aðeins þremur leikjum. Þeir Steinþór, Halldór og Arnar Már eru nú þeir þrír leikmenn sem hafa átt þátt í flestum mörkum í Pepsi-deild karla í fyrstu þremur umferðunum. Arnar Már er markahæsti maður deildarinnar með 4 mörk á aðeins 80 spiluðum mínútum eftir að hafa skorað tvisvar tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Steinþór hefur gefið flestar stoðsendingar, fimm talsins, auk þess að eiga stóran þátt í undir- búningi þriggja annarra marka. Hann hefur komið við sögu í níu af tólf mörkum Stjörnuliðsins en telst hafa átt þátt í sex mörkum með beinum hætti. Halldór Orri er síðan eini leik- maður deildarinnar sem hefur bæði skorað fleiri en tvö mörk og gefið fleiri en tvær stoðsend- ingar. Halldór Orri hefur skorað 2 mörk og gefið 3 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum sínum í efstu deild Til að teljast eiga þátt í marki þarf leikmaður að skora, gefa stoðsendingu, fiska víti sem gefur mark eða að skoti hans er fylgt á eftir og skorað. - óój ÞÁTTUR Í FLESTUM MÖRK- UM SINNA LIÐA: Steinþór Freyr Þorsteins., Stjörnunni 6 (1 mark + 5 undirbúin) Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 5 (2 mörk + 3 undirbúin) Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni 4 (4 mörk + 0 undirbúin) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki 3 (3 mörk + 0 undirbúin) Jónas Grani Garðarsson, Fjölni 3 (2 mörk + 1 undirbúið) Gunnar Örn Jónsson, KR 3 (1 mark + 2 undirbúin) Pepsi-deild karla í fótbolta: Stjörnumenn eiga þá þrjá marksæknustu BYRJAR VEL Halldór Orri Björnsson hefur átt þátt í 5 mörkum í fyrstu 3 leikjum sínum í úrvalsdeild. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Eins og fram kemur í við- talinu við séra Guðna Má Harðar- son hér til vinstri þá áttu íslensku fjárfestarnir í knattspyrnufélag- inu Stoke City að fá greiðslu frá Stoke Holding síðasta haust þar sem Stoke komst upp í úrvals- deild. Sú greiðsla hefur ekki skil- að sér. Önnur greiðsla á að berast til fjárfestanna á þessu ári þar sem liðinu tókst að halda sæti sínu í efstu deild. Fréttablaðið sló á þráðinn til Gunnars Þórs Gíslasonar, fyrr- verandi stjórnarformanns Stoke Holding, og spurði hann um afdrif peninganna. „Það er ekki búið að borga út til hluthafanna, það er rétt. Þeir munu því fá þetta í einni greiðslu en það verður ekki fyrr en seint í sumar í fyrsta lagi. Það var ekki hægt að greiða þetta út í fyrra þar sem peningarnir festust í banka- hruninu,“ segir Gunnar Þór en eru þessir peningar til? „Það erum við að vona. Pening- arnir eru í Kaupþingi í Lúxem- borg. Sá banki er í greiðslustöðv- un og við vitum ekki hvað verður fyrr en því ferli lýkur. Á meðan eru peningarnir fastir í bankan- um. Svo hefur líka verið erfitt að ná peningum frá kaupendunum en þeir eru búnir að borga núna það sem þeir áttu að borga,“ segir Gunnar Þór sem réði flestu hjá Stoke meðan á ævintýrinu stóð. Gunnar segir ánægjulegt að fylgjast með því hversu vel gangi hjá Stoke og hann gráti ekkert í koddann yfir því að hafa þurft að selja félagið á sínum tíma. „Það er ágætt að fylgjast með úr fjarlægð. Liðið stendur sig vel og við fögnum því. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Það þarf að fjárfesta til að ná þess- um árangri. Við vorum búnir með okkar peninga og það sýndu engir aðilar áhuga á að taka þátt í þessu lengur með okkur. Þessu var því sjálfhætt á sínum tíma,“ segir Gunnar Þór, sem segist enn styðja félagið. Hann hefur ekki farið mikið utan til að fylgjast með liðinu síðan hann hætti að starfa hjá félaginu en fór þó utan í fyrra og sá einn leik. „Það var mjög gaman og ég horfi líka á leiki með öðrum liðum og hef gaman af,“ segir Gunnar Þór Gíslason, fyrrverandi stjórn- arformaður Stoke Holding. - hbg Gunnar Þór Gíslason, fyrrverandi stjórnarformaður Stoke Holding, um peningana sem eiga að skila sér: Peningarnir eru fastir í banka í Lúxemborg GUNNAR ÞÓR GÍSLASON Vonast til þess að geta greitt hluthöfum í Stoke á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.