Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 52

Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 52
10 FERÐALÖG Reyktur lax með blaðlaukssultu FYRIR 4 Undirbúningur 15 mín., suða 20 mín. 250 g reyktur lax í þunnum sneiðum 400 g blaðlaukur sem búið er að þrífa hunang, ólífuolía, sýrður rjómi, pipar og salt. Skerið niður laukinn, látið krauma á pönnu í olíunni við vægan hita. Hann á að mýkjast en ekki að brúnast. Þegar hann er vel soðinn bætið þið við 1 msk. af hunangi, salti og pipar. Smakkið, bætið við meira hunangi ef þarf. Klæðið litlar skálar með laxsneiðunum. Fyllið með lauksultunni. Setjið pönnuna aftur á heita helluna, skafið vel botninn með 2 msk. M æðgurnar ganga um hverfi Parísar og auk þess að draga saman menningu og matar- hefðir þeirra má í lok hvers kafla finna uppskriftir að hætti íbúa hverfanna; forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Ferðablaðið fékk góð- fúslegt leyfi til að birta nokkrar uppskriftir úr bókinni. Bókin er sérstaklega skemmti- lega uppsett með alls kyns fróð- leik af hverfinu og gefur gott yfir- lit fyrir ferðalanga í Parísarborg. SÆLKERAMÆÐGUR TAKA HVERFI PARÍSAR FYRIR Sigríður Gunnarsdóttir hefur búið um áratugaskeið í Frakklandi og hefur nú ásamt dóttur sinni, Silju Sallé, skrifað bók um hin tuttugu hverfi Parísarborgar, einkum út frá matarverslunum, mörkuðum, veitingahúsum og eldamennsku hvers hverfi s. Farið er í gegnum helstu kennileiti hverfanna, söfn, sögu íbúanna og slíkt. Silja myndaði en móðirin eldaði og skrifaði textann. Fjölskyldubók Mæðgurnar Silja Sallé og Sigríður Gunn- arsdóttir standa að baki bókinni en Sigríður hefur búið í París öll sín fullorðinsár. Uppskriftir hverfanna fylgja með Margar girnilegar uppskriftir fylgja með í lok kaflanna, með forréttum, aðal- réttum og eftirréttum. Úr gamla Trésmiðahverfinu Bakgarður gamals smíðaverkstæðis þar sem hverfið er allt helgað húsgagnasmíði og bólstrun. Fjölskyldubarinn í Bastillu- hverfinu Fjörugasta næturlífið er í þessari eldgömlu götu. Bastilluhverfið hefur löngum verið þekkt fyrir stuð og læti. Súkkulaðiréttur úr 15. hverfi Kakan er hálfbökuð úr dökku súkku- laði. rjóma, smá hunangi, pipar og salti. Hellið yfir laukinn. Borðið heitt. Með þessum rétti þarf mjúkt hvítvín og má til dæmis prófa Chablis. Fljótgert Laxasalatið með blaðlaukssultunni er fljótgerður forréttur. FERÐAMÁLASKÓLINN ICELAND SCHOOL OF TOURISM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.