Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 22
22 23. maí 2009 LAUGARDAGUR F ólk hafði ekki mikið tengt þingmanninn Árna Pál við félags- mál fyrr en nú. Hvað ert þú að gera í þessu ráðuneyti? Það er náttúrlega formaðurinn sem skipar okkur til verka, en ég hef unnið á þessu sviði og þekki vel til húsnæðismálanna. Svo hef ég líka verið að vinna í velferðar- málunum á vettvangi heilbrigðis- nefndar. En þessi prinsipp sem að baki liggja í kaupum ríkisins á velferð- arþjónustu, að við höldum utan um þau með öguðum hætti, það er ekkert nýtt fyrir mér. Það þarf að setja velferðarþjónustuna í for- gang með skynsamlegum hætti. Við höfum náð að leiðrétta mikla öfugþróun sem varð í stjórnar- tíð Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks, þar sem kjör lífeyrisþega og barnafjölskyldna versnuðu mjög. Við náðum að bæta mjög í á þessum árum 2007 og 2008 og gjörbættum kjör verst settu líf- eyrisþeganna, sem hækkuðu um 42 prósent á þessum árum. Við þurfum að verja þennan ávinning. Það er mjög stórt verkefni að gera það fyrir hönd flokksins að sinna þessu lykilráðuneyti að því leyti að við erum með bæði velferðarmálin og vinnumarkaðsmálin undir. En í spurningunni felst vana- hugsun okkar, að hugsa í ólíkum hólfum um efnahagsmál og vel- ferðarmál. Þetta er ekki hægt, því við sjáum núna sem aldrei fyrr hvað traust velferðarkerfi er mikil forsenda verðmætasköpun- ar í landinu. Við erum í baráttu við tímann við að koma fólki út á vinnumarkaðinn aftur og bæta við starfshæfni þess þannig að það geti sótt um störf sem það átti kannski ekki séns í áður. Reyndar er það góða við stöð- una, að af þessum 16.700 sem eru atvinnulausir eru 4.700 á hluta- bótum, í starfsmenntun eða slíku. Það er þetta stór hluti og mark- miðið er að fjölga í þessum hópi. Við megum ekki við því sem sam- félag að missa stóran hluta fólks í langtíma atvinnuleysi. Við þekkj- um það af reynslu Finna og Fær- eyinga. Nú ert þú stundum uppnefnd- ur hægri krati. Hvernig líst þér á samstarf við VG, hefðir þú ekki frekar viljað vinna með öðrum? Nei, ég veit nú ekki alveg hvað ég gerði til að verðskulda þann stimpil. Í grunninn snýst þetta um það að saman þarf að fara verðmætasköpun og velferð. Ég er ágætlega sáttur við það að í þessari ríkisstjórn höfum við náð góðum samhljómi um þetta. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að við sóttumst ekki eftir því að ríkisvæða atvinnulífið. Það varð hrun og við sitjum uppi með opin- ber afskipti sem eru miklu meiri en við höfðum vænst. Þá þarf að tryggja að þessi afskipti verði fag- leg og takmörkuð og að ríkið losni sem fyrst við eignarhald í fyrir- tækjum á samkeppnismarkaði. Einnig er mikilvægt að tryggja faglega umgjörð á meðan á þessum afskiptum stendur. Þess vegna held ég að andstaða stjórnarandstöð- unnar við eignarumsýslufélagið sé á misskilningi byggð, því það er mikilvægt að við höfum almennan löggjafarramma um afskipti hins opinbera af atvinnulífinu, bæði í tíma og rúmi. Við eigum ekki að óþörfu að bæta pólitískum afskipt- um við hin opinberu. Hafið þið áhyggjur af pólitísk- um afskiptum og ráðningum? Fyrir Icesave-nefndinni fer nú Svavar Gestsson. Var það faglegasta ráðn- ing sem hugsast gat? Ég get ekki tjáð mig um forsend- ur þeirrar ráðningar, en Svavar hefur auðvitað staðið sig vel sem sendiherra. Það ákall sem við stöndum frammi fyrir núna, eftir lýðræð- isbyltingu síðasta vetrar, er að við vinnum öll mál með gagnsæj- um hætti svo þau standist faglega skoðun. Ég fagnaði því mjög til dæmis þegar ég sá áherslur Borg- arahreyfingarinnar um að sett yrði fagleg viðræðunefnd um Evr- ópumálið. Ég er algjörlega sam- mála því. Þegar við förum í svona stórmál verður allt að vera hreint og klárt og faglegt. Við verðum að standa undir því. Eruð þið farin að máta menn í viðræðunefndina? Utanríkisráðherra er með það á sinni könnu. En þetta verður að vera á faglegum forsendum. Evrópusambandið Hvernig er samstarfið í ljósi ESB- tillögu? Það virðist stundum ólík- legt að þið fáið stuðning VG. Ég virði auðvitað rétt vina minna í VG til að hafa aðrar skoð- anir á þessu máli. Það eru meira að segja nokkrir stuðningsmenn Samfylkingarinnar á móti aðild, þótt ekki séu þeir margir. Það sem við höfum búið til með VG er farvegur til að málið fái þinglega afgreiðslu og að meiri- hlutinn fái að láta vilja sinn í ljós. Auðvitað stendur ríkisstjórn- in að þessari tillögu en síðan eru engin flokksbönd þegar kemur að afgreiðslu hennar. Ég held að margir í VG hafi áhuga á að styðja þetta, þótt þeir séu ekki sannfærð- ir um aðild að ESB, því það sem þetta ferli býður upp á er óskap- lega mikilvægt fyrir málið í heild. Sama hvort fólk er með eða á móti, þá skiptir ekkert meira máli en að vanda sig við undirbúninginn og við aðildarumsóknina eins og hægt er. Einungis þannig verður sátt um niðurstöðuna, hver sem hún verð- ur. Ef menn ætla að kasta hér til höndunum og leggjast í skotgrafa- hernað er hætt við því að við búum þessu verkefni mjög neikvæða umgjörð. Þá er líka hætta á að við vöndum okkur ekki eins og hægt er. Það þýðir að það verður hvorki sátt um já eða nei niðurstöðu. Fólk mun alltaf spyrja: hvað ef við hefð- um vandað okkur betur? Þið hafið enga tryggingu fyrir stuðningi VG? Tilfinning mín er sú að ein- hverjir þingmenn VG muni greiða atkvæði með þessu, það er alveg ljóst þannig, en ég er ekki í hausa- talningu, enda hafa þeir frábeðið sér það. Ég held að það sé mikilvægt að víkka okkar sýn í þessu máli. Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að fólk í stjórnarandstöðu, sem hefur talað í þá átt að það vilji aðildarviðræður, ætli að fara að greiða atkvæði gegn þeim þegar tækifæri gefst til, út af einhverjum misskildum stundarhagsmunum. Ég held að sagan muni dæma það fólk mjög harkalega, sem þannig fer með atkvæði sitt. Við eigum að sameinast um þetta. Flokksþing Framsóknar samþykkti aðildar- viðræður og það er fylgi við þær víða innan Sjálfstæðisflokks. Þing- menn verða að greiða atkvæði í samræmi við sannfæringu sína. Er þetta brýnasta málið núna? Maður heyrir fólk stundum tala um þessa stjórn þannig að hún hugsi bara um nektardans, ESB-aðild eftir nokkur ár og sykurskatt. Ekki um hinn raunverulega vanda. Þú verður að takast á við fram- tíðarstefnumótun strax. Þegar þau leiðarljós sem þú siglir eftir eru slökknuð, þá getur þú ekki hald- ið áfram að sigla og sagt að við tökum ákvörðun um það seinna hvert við ætlum. Peningastefnan sem við fylgjum er ónýt og hinir flokkarnir heykjast á því að draga af því rökrétta ályktun og horfa til einu mögulegu peningamálastefn- unnar við þessar aðstæður. Það er stefna um upptöku evru á grund- velli aðildar. Mér finnst það ekki lýsa miklu hugrekki að ætla að halda áfram að sigla með ljósin slökkt. Við hljótum að finna ný ljós. Við munum brátt fjalla á Alþingi um stefnumörkum í ríkisfjármálum til næstu ára. Allt mun þetta gefa fyrirheit um stöð- ugleika og draga úr óvissu sem er mjög brýnt. Ekki bara til að upp- fylla skilyrði samkomulagsins við AGS, heldur líka til að auka tiltrú þjóðarinnar meðal erlendra lánar- drottna. Við erum nú að borga tugi milljarða að óþörfu í vaxtagreiðsl- ur til erlendra lánardrottna vegna þeirrar óvissu sem er um framtíð- arstefnumörkun í landinu. Óviss- an um framtíðina kostar beinharða peninga. Með aðildarviðræðum og fram- tíðarstefnumörkun í ríkisfjármál- um sköpum við aðstæður til að fyr- irtæki fari að ráða fólk. Tækifærin eru auðvitað núna fyrir framsækin fyrirtæki, þegar vaxtalækkunar- ferlið er hafið. En þá verða þau að geta treyst ríkisstjórninni til þess að árangurinn sem við erum að ná núna fari ekki allur forgörðum á næstu árum. Þess vegna skiptir ESB-aðild og stefnumörkun í rík- isfjármálum öllu máli. Höfum ekki sparað inn að beini Í stjórnarsáttmálanum er einmitt ekki mikið um hvað eigi að gera í ríkisfjármálum. Hvað ætlið þið að skera mikið niður á kjörtíma- bilinu? Það eru nýmæli í stjórnarsátt- málanum að við kveðum á um for- gangsröðun, að áhættu- og árang- ursmat eigi að ráða niðurskurði. Við höfum bitra reynslu af því í aðhaldsaðgerðum á fyrri tíð að ákvarðanir voru teknar af handa- hófi sem leiddi til meiri kostnað- ar fyrir ríkið. Ég hef bent á það í ríkisstjórn að við sjáum strax að ríkisstofnanir eru farnar að spara með því að setja fólk á hlutabæt- ur. Þá er verið að spara, strangt til tekið, en auka útgjöld annars staðar. Við þurfum að meta í hvert skipti hvernig megi spara þannig að það hafi sem minnstan samfé- lagslegan kostnað í för með sér. Í stjórnarsáttmálanum stend- ur líka að byggja eigi á þekkingu neytenda og veitanda. Við höfum mjög takmarkaða hefð fyrir því á Íslandi að tala við notendur, sér- staklega í velferðarþjónustu. Það hefur ekki verið til siðs að tala til dæmis við fatlaða um þetta. Það getur vel verið að notendurnir vilji hafa eitthvað allt annað og ódýrara fyrirkomulag en tíðkast hefur, eða sjái sparnaðarkosti sem veitendur þjónustunnar sjá ekki. Við ætlum að verja velferð og störf, en það þýðir ekki að við getum varið öll störf. Nú þurfum við að sjá hvert þanþol skattkerfis- ins er. Það er alveg augljóst að við þurfum að fara blandaða leið. Við getum ekki bara skattlagt okkur út úr þessum vanda, en það er ekki heldur þannig að við getum bara skorið niður því þá þyrftum við að gera tíu til fimmtán þúsund opin- bera starfsmenn atvinnulausa. Við eigum að leysa þetta núna en ekki velta þessu yfir á komandi kyn- slóðir. Samkvæmt samkomulaginu við AGS þurfið þið að skera niður um Gömlu leiðarljósin eru slökknuð Árni Páll Árnason er nýr félags- og tryggingamálaráðherra. Á hans könnu eru húsnæðismál, greiðsluaðlögun og ýmis velferð- armál. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði Árna um niðurskurðaráætlanir, skuldir heimila og samstarfið við VG. Árni útskýrir hvers vegna aðild að Evrópusambandinu sé svo brýn. Áframhald krónu sé ákall um endalaus álver, og flótta úr landi. TVÖFALDAN ESPRESSÓ Árni Páll Árnason er orðinn ráðherra og hefur í nógu að snúast. Hann missti af hádegisskokkinu áður en hann kom í viðtalið og var svo rokinn á þing- flokksfund, klukkustund síðar. Ráðuneyti Árna Páls sér um atvinnuleysisbætur. En myndi ráðherrann persónulega treysta sér til að vera á bótum í dag? Ef ekki, væri hann þá sáttur við að skella sér í greiðsluaðlögun? „Ég held að það yrði að vera. Engan langar til þess, en við verðum að takast á við það sem forlögin búa okkur. Auðvitað var ég búinn að stofna til skulda. Maður nagar sig í handarbökin yfir því að maður hefði átt að fara varlegar í skuldsetningu en ég er eins og annað ungt fólk sem var að mynda eignir. Ég kannski ofmat getu mína til þess, en maður tekur bara því sem aðstæður rétta manni og á endanum þurfum við að standa undir því sem fólk, að vinna úr þessari stöðu. Það er líka mikill lærdómur að upplifa á eigin skinni lækkandi laun og atvinnumissi ástvina. Ég upplifði þetta í vetur, þegar konan mín missti vinnuna. Við þurftum að finna út úr þeirri stöðu. Hún er blessunarlega búin að fá vinnu aftur, en hversu lengi veit ég ekki. Við erum bara venjulegt fólk að glíma við venjuleg vandamál að þessu leyti. En við getum ekki haft atvinnu- leysisbætur ríflegri en lægstu laun. Við verðum að tryggja að það sé ávinningur af því að vinna og að fólk njóti ávaxta af því. Svo er það sameiginlegt verkefni okkar að tryggja stöðugleika. Vegna gjaldmiðilsins þurfum við að vinna lengur en við ella þyrftum. Stór hluti vinnuvikunnar fer í að vinna fyrir krónuna. Ég held að þegar við lítum til baka þá þurfi maður að hugsa hvort maður hefði ekki frekar viljað eyða meiri tíma með fjölskyldunni en með henni. ➜ NAGAR SIG Í HANDARBÖKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.