Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 35

Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 35
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Á eftir verð ég á aðalæfingu Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna milli klukkan 10 og 13. Við erum að æfa fyrir tónleika sem verða í Sel- tjarnarneskirkju á morgun klukk- an 17. Svo ætla ég í kvöld á nýju íslensku óperuna, Hel, í Íslensku óperunni. Hún er byggð á verki Sig- urðar Norðdal og samin af gömlum nemanda mínum, Sigurði Sævars- syni,“ segir Oliver Kentish, tónlist- arkennari og stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna, beðinn um að lýsa helgarfyrirætlunum. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna starfar frá september til maí og eru tónleikarnir á morgun þeir síðustu á starfsárinu. Oliver lofar fjölbreyttri dagskrá. „Við flytjum meðal annars hornkonsert eftir Mozart, þar sem einleikarinn er annar gamall nemandi minn frá Keflavík, Sturlaugur Jón Björns- son. Svo ætlum við að spila hljóm- sveitarsvítu númer 3 eftir Bach, hægan kafla sem er mikið leik- inn á Íslandi og oftast við sorgar- athafnir. Við ætlum hins vegar að spila hann örlítið hraðar en venja er. Mér finnst fólk spila þetta orðið allt of hægt og stíla of mikið inn á væmnina. Það á hins vegar að vera aðeins meira fútt í þessu að mínu mati og alls engin væmni.“ Helgin er að mörgu leyti dæmi- gerð fyrir Oliver, sem segist vakna fyrir allar aldir á laugardags- morgnum á veturna til að kenna nemendum sínum við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði. „Laugardag- ar eru besti tíminn til að æfa og þá hitti ég krakkana í kammersveit- inni. Þeir fá svo frí þegar sumar- ið hefst og þá er minna að gera hjá mér.“ Miðað við þétta dagskrá á blaða- maður erfitt með að trúa síðustu athugasemd og spyr hvort ekki standi til að slappa neitt af um helg- ina? „Jú, jú. Maður reynir það, og þá annaðhvort með því að hlusta á mikið af tónlist eða bara enga tón- list. Stundum er þögnin líka góð, nú eða þá fuglasöngur,“ svarar Oli- ver og segist reyndar vona að veðr- ið verði ekki allt of gott um helgina svo fólk láti sjá sig á tónleikunum. „Og það er nú ekki oft sem maður biður um það,“ bætir hann við og skellir upp úr. roald@frettabladid.is Spila sorglegan Bach með hressilegum hætti Óhætt er að segja að tónlist sé helsta ástríða Olivers Kentish. Helgin verður engin undantekning á því en þá ætlar Oliver að stjórna tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna sem verða með fjölbreyttu sniði. Oliver er fæddur og uppalinn í London en settist að á Íslandi árið 1977. Hann hefur lengi starfað við tónlist, meðal annars við kennslu, tónsmíðar og hljómsveitarstjórnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐRIÐ skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um hvað eigi að aðhafast um helgina. Því er gott að athuga spána. Á vefsíðu Veðurstofu Íslands má finna spákort fyrir næstu daga. www. vedur.is Skeifan 3j · Sími 895 8966mánudaga - föstudaga 10-18laugardaga 9-16 Opið Mikið úrval af blómapottum í öll um stærðum og gerðu m lítið verð Stórir pottar www.lindesign.is/lagersala Góðar ferðatöskur geta gert gæfumuninn! Skólavörðustíg 7 • www.th.is Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.