Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 35
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Á eftir verð ég á aðalæfingu Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna milli klukkan 10 og 13. Við erum að æfa fyrir tónleika sem verða í Sel- tjarnarneskirkju á morgun klukk- an 17. Svo ætla ég í kvöld á nýju íslensku óperuna, Hel, í Íslensku óperunni. Hún er byggð á verki Sig- urðar Norðdal og samin af gömlum nemanda mínum, Sigurði Sævars- syni,“ segir Oliver Kentish, tónlist- arkennari og stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna, beðinn um að lýsa helgarfyrirætlunum. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna starfar frá september til maí og eru tónleikarnir á morgun þeir síðustu á starfsárinu. Oliver lofar fjölbreyttri dagskrá. „Við flytjum meðal annars hornkonsert eftir Mozart, þar sem einleikarinn er annar gamall nemandi minn frá Keflavík, Sturlaugur Jón Björns- son. Svo ætlum við að spila hljóm- sveitarsvítu númer 3 eftir Bach, hægan kafla sem er mikið leik- inn á Íslandi og oftast við sorgar- athafnir. Við ætlum hins vegar að spila hann örlítið hraðar en venja er. Mér finnst fólk spila þetta orðið allt of hægt og stíla of mikið inn á væmnina. Það á hins vegar að vera aðeins meira fútt í þessu að mínu mati og alls engin væmni.“ Helgin er að mörgu leyti dæmi- gerð fyrir Oliver, sem segist vakna fyrir allar aldir á laugardags- morgnum á veturna til að kenna nemendum sínum við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði. „Laugardag- ar eru besti tíminn til að æfa og þá hitti ég krakkana í kammersveit- inni. Þeir fá svo frí þegar sumar- ið hefst og þá er minna að gera hjá mér.“ Miðað við þétta dagskrá á blaða- maður erfitt með að trúa síðustu athugasemd og spyr hvort ekki standi til að slappa neitt af um helg- ina? „Jú, jú. Maður reynir það, og þá annaðhvort með því að hlusta á mikið af tónlist eða bara enga tón- list. Stundum er þögnin líka góð, nú eða þá fuglasöngur,“ svarar Oli- ver og segist reyndar vona að veðr- ið verði ekki allt of gott um helgina svo fólk láti sjá sig á tónleikunum. „Og það er nú ekki oft sem maður biður um það,“ bætir hann við og skellir upp úr. roald@frettabladid.is Spila sorglegan Bach með hressilegum hætti Óhætt er að segja að tónlist sé helsta ástríða Olivers Kentish. Helgin verður engin undantekning á því en þá ætlar Oliver að stjórna tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna sem verða með fjölbreyttu sniði. Oliver er fæddur og uppalinn í London en settist að á Íslandi árið 1977. Hann hefur lengi starfað við tónlist, meðal annars við kennslu, tónsmíðar og hljómsveitarstjórnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐRIÐ skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um hvað eigi að aðhafast um helgina. Því er gott að athuga spána. Á vefsíðu Veðurstofu Íslands má finna spákort fyrir næstu daga. www. vedur.is Skeifan 3j · Sími 895 8966mánudaga - föstudaga 10-18laugardaga 9-16 Opið Mikið úrval af blómapottum í öll um stærðum og gerðu m lítið verð Stórir pottar www.lindesign.is/lagersala Góðar ferðatöskur geta gert gæfumuninn! Skólavörðustíg 7 • www.th.is Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.