Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 26
26 23. maí 2009 LAUGARDAGUR Þ rátt fyrir að leikar- ar spanni forfeðratal Þorsteins Guðmunds- sonar var hann lítt gefinn fyrir leiklist sem krakki. Nema þó. Hann saumaði búninga á sig. Fór til ömmu sinnar og mund- aði saumavélina fyrir Prins Val- íant-búning og henti líka í einar smekkbuxur. „Fyrsti barnaklæð- skiptingurinn, það hefur verið ég,“ segir Þorsteinn og lýsir því hvern- ig er að skoða gömul myndaalbúm: Þrír krakkar í venjulegum fötum og einn indíáni. Barnaklæðskiptingur „Jú, þarna er nokkuð mikið af leik- urum. Mamma, pabbi, móðursyst- ir mín og svo var afi mikil leikari, Þorsteinn Stephensen. Nei, grín var svo sem ekki mikið áberandi. Frekar meira af dramatíkinni. En ég man samt eftir því að afi, sem var mjög skemmtilegur maður og mikill húmoristi, gerði alls kyns hluti á sínum ferli. Þannig stjórn- aði hann til dæmis barnaþáttum í Ríkisútvarpinu í gamla daga og samdi til að mynda vísurnar „Krakkar mínir komið þið sæl“. En það var alla tíð mjög létt yfir heimilislífinu.“ Þóttum eflaust skrýtin Mamma Þorsteins var einstæð móðir, Helga Stephensen leikkona, og hélt heimili fyrir syni sína þrjá í götunni Undralandi í Fossvogi. „Afi og amma voru mikið á heim- ilinu og það var mikill styrkur af þeim. Mamma var pínu hippi í sér og heimilið var í þeim stíl – allt úti í óróum og svoleiðis dóti. Ég hugsa að krökkunum hafi fundist við pínu skrýtin. Enda kannski hippar ekki algengt fyrirbæri innan um lögfræðinga- og tannlæknasyni. Þannig að krökkunum þótti mjög spennandi að koma til okkar.“ Ringlaður eftir Leiklistarskólann Þorsteinn var í Réttarholtsskóla en segist ekki hafa fundið sig þar, jafnvel hafa verið með snert af félagsfælni á þeim árum. „Ég náði í það minnsta ekki alveg sambandi við krakkana. Svo kom Guðrún frænka mín með þessa hugmynd að ég færi í MR og ég ákvað bara að breyta til og sjá hvort ekki væru ný tækifæri þar. Ég sá aldrei eftir því.“ Leiklistarskólinn varð Þor- steini hins vegar ekki jafn hugleik- inn. „Nei, ég skildi voðalega lítið í því námi. Að vísu er langt síðan ég var þar og ég veit ekki alveg hvern- ig þetta er núna í dag en þegar ég lít til baka myndi ég vilja vara fólk við því að ef það ætlar að leiðbeina ungu fólki eða kenna, að vera ekki að leggja því línurnar. Ég sá ein- staklinga koma inn í skólann með miklar væntingar, brosandi og allir með mismunandi hugmyndir. Fólk útskrifaðist og sumir höfðu unnið og voru í uppáhaldi. Aðrir voru bara annað hvort hættir eða fannst þeir ekkert eiga heima í þessu umhverfi. Og slíkt var yfir- leitt algjört bull og upplifun fólks þarna hafði ekkert með hæfileika þess að gera. Leið mér eins og í uppáhaldi? Nei, ég var einfaldlega ringlaður. Sumir hrósuðu og aðrir skömmuðu og ég var búinn að týna því sem rak mig upphaflega í skól- ann – þessu sjálfsprottna – að gera það sem mig langaði að gera og kýla á hlutina.“ Helga Braga gefið mér mikið Það er auðvelt að brjóta fólk niður sem er að byrja í jafnviðkvæmu námi og listnám er. Eftir námið settist Þorsteinn við símann og beið. „Ég var í fyrstu ofsalega undrandi á því að síminn skyldi ekki hringja. Ég beið og beið, alveg þangað til ég hafði ekki efni á því lengur og varð að fara að gera eitthvað. Þá fór ég meðal annars að leika með Helgu Brögu í litlu leikriti í leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar sem við settum upp á skemmtistaðnum Tunglinu í Lækjargötu. Upp frá þeirri sýningu urðum við Helga mjög góðir vinir.“ Þannig að ykkar leiðir hafa lengi legið saman? „Já, við höfum þekkst lengi, við Helga, og hún hefur gefið mér mjög mikið því hún er afar greind manneskja og vel lesin. Hún hefur gefið mér jafn mikið ef ekki meira en leiklist- arskólinn.“ Bömmer reyndist gæfuspor Fyrsta minning margra um Þor- stein er úr Fóstbræðrum. „Já, þannig virkar sjónvarpið, maður nær landsathygli þar. Ég var byrjaður í uppistandi áður en ég fór í Fóstbræður, hafði leikið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Loftkastalanum, en það sem breyttist var að þarna fór fólk að þekkja mann. Ég hafði hins vegar líka unnið um nokkurt skeið á auglýsingastofunni Hvíta húsinu en þar byrjaði ég árið 1993.“ Það sem Þorsteini fannst í fyrstu vera bömmer – að fara að vinna á aug- lýsingastofu þar sem listrænum ferli hans hlyti þá að vera lokið – reyndist honum mikið gæfu- skref. „Ég lærði mikið í þessu starfi, til að mynda af mönnum eins og Sverri Björnssyni, hönn- unarstjóra Hvíta hússins, sem er mikill pælari og skemmtilegur maður. Ég lærði vinnubrögð sem ég hafði aldrei lært í leiklistinni en hef síðan reynt að nýta mér í henni síðar meir. Þau vinnubrögð ganga í grunninn út á það að taka ekki hlutunum persónulega. Ef þú gagn- rýnir leikara snýr hann kannski bara upp á sig og segir að þetta sé bara hans túlkun og honum finnist þetta rétt og svo framvegis. Ef þú gagnrýnir auglýsingamann segir hann: „Ókei, ég kem þá með nýja hugmynd á morgun.“ Fólk borgar fyrir þessa þjónustu og það er bara reynt að gera betur. Þetta er ágæt- is prinsipp í leiklistinni líka.“ Hafnað af leikhússtjórum Leiðir Þorsteins hafa að mestu legið um vegi grínsins. Freistar það hans ekki að leika dramatísk hlutverk? „Nei, ekki nú orðið. Mér finnst allt í lagi að leika raunsæis- lega en ég hef ekki áhuga á því að finna mér leikrit þar sem ég græt, öskra og ríf hár mitt í þrjá tíma. Annars hef ég ekki mikið verið í því að leika upp á síðkastið. Frek- ar þá bara verið í einhverjum litl- um og skrítnum hlutum eins og að hjálpa krökkunum uppi í kvik- myndaskóla. Reyndar hefur mér verið neitað nokkrum sinnum um hlutverk í Þjóðleikhúsinu af núver- andi og fyrrverandi leikhússtjór- um þrátt fyrir að leikstjórar hafi beðið um mig. Ég hef engar skýr- ingar á því.“ Og myndirðu þá vilja leika meir? „Já, ég myndi alveg vilja gera það, því ég hef gaman af því, en ég verð að viðurkenna að ég er líka duglegur að hafna hlutum. Segi nei takk ef þeir höfða ekki til mín.“ Lítið fyrir grófan húmor Þorsteinn á marga aðdáendur sem hafa fylgt honum í gegnum grín- ið hans síðustu árin. Finnst honum húmor hans breytast frá ári til árs? „Nei, kannski ekki svo mikið. Ég er rúmlega fertugur og horfi auðvit- að pínulítið öðruvísi á lífið núna en þegar ég var tvítugur. Ég hef samt aldrei verið mikið fyrir móðgana- húmor eða grófan húmor. Jú, ég hef alveg tekið fólk fyrir í þjóðfélaginu og gert grín að því en ég reyni þá að taka fyrir einstaklinga sem ég veit að geta tekið því. Og fólk sem á kannski skilið rassskellingu, opin- Reyndar hefur mér verið hafnað nokkrum sinnum hlut- verki í Þjóðleikhúsinu af núverandi og fyrrverandi leik- hússtjórum þrátt fyrir að leikstjórar hafi beðið um mig. Ég hef engar skýringar á því. Gengur í barndóm í húmor Þorsteinn Guðmundsson segist á síðustu árum hafa gengið í barndóm hvað húmor snertir. Þannig kunni hann betur og betur að meta kjánalegan húmor og hefur að eigin sögn aldrei verið mikið fyrir grín sem sé á annarra kostnað þó að það slæðist nú alveg með. Þorsteinn sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur meðal annars frá því þegar fólk fer að hlæja við það eitt að sjá hann. HRIFINN AF NAÍVISMA „Ég er til dæmis alinn upp við mikinn ljóðalestur og amma og afi létu okkur lesa mikið af ljóðum fyrir sig. Ég held ég hafi lært svolítið af því að tala í knöppu máli. Síðan er ég mjög hrifinn af ákveðnum naívisma og svona, hvað skal segja, „ÍNN og Útvarps sögu-stemningu“,“ segir Þorsteinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.