Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 2
2 23. maí 2009 LAUGARDAGUR Sigurður, var þetta skot fyrir neðan belti? „Já, frá lélegri skyttu.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfu- knattleiksdeildar KR, sagðist í Fréttablað- inu í gær halda að Sigurður Ingimund- arson hafi ekki haft pung til að taka við þjálfarastöðunni hjá meistaraflokki félagsins. SKIPULAGSMÁL „Þetta er eins og rússnesk rúll- etta og það hlaut að koma að því að bana- slys yrði hér. Það var ekki fyrr búið að þrífa Hringbrautina eftir slysið en bílarnir voru aftur byrjaðir að spyrna. Ég trúði varla mínum eigin augum,“ segir Sigríður Pét- ursdóttir, íbúi á Hringbraut 44. Maður lést í umferðarslysi á mótum Hringbrautar og Birkimels á fimmtudagskvöld. Sigríður segist ekki vita nákvæmlega hvernig banaslysið bar að. Hins vegar hafi ofsaakstur á Hringbrautinni verið viðvar- andi vandamál eftir að brautin var breikkuð. „Þetta er þriðja alvarlega umferðarslysið á einu ári á þessum slóðum. Við höfum ítrekað varað við þessu, sent fyrirspurnir til borgar- yfirvalda, lögreglunnar, umferðareftirlits og fleiri, en fengið fá svör.“ Sigríður segir marga íbúa við Hringbraut krefjast aðgerða strax. Hún bendir á að mögulegt sé að setja upp hraðahindranir sem hamli spyrnuakstri en trufli þó ekki eðlilega umferð. Einnig sé nauðsynlegt að setja upp umferðarmyndavélar. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarð- stjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, hafa farið fram miklar hraða- mælingar á Hringbrautinni og margir verið sviptir ökuleyfi í kjölfarið. Sú hafi þó einnig verið raunin áður en brautin var tvöfölduð. Erfitt gæti reynst að koma upp hraðahindr- unum á Hringbraut því um stofnbraut sé að ræða. Ólafur Bjarnason hjá Samgönguskrifstofu borgarinnar segir að öll banaslys séu tekin sér- staklega fyrir í samstarfi við lögregluna. - kg Íbúar við Hringbraut krefjast aðgerða í kjölfar banaslyss til móts við Hólavallakirkjugarð í Reykjavík: Hringbrautin eins og rússnesk rúlletta BANASLYS Maður lést í umferðarslysi á Hringbraut á fimmtudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STJÓRNSÝSLA Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra segir að á sama tíma og ríkisbankarnir reyni að fá sem mest út úr sínum kröf- um og gera yfirtekin fyrir- tæki lífvænleg megi þeir ekki ganga svo langt að við það verði keppinautarnir ekki samkeppn- ishæfir. Samkeppniseftirlitið gaf út leiðbeiningar fyrir slíkar yfir- tökur eftir bankahrunið. „Ég tel alveg víst að það séu einhver mál af þessum toga komin til Sam- keppniseftirlitsins enda hafa ýmsir forsvarsmenn fyrirtækja rætt við mig og boðað að þeir sæju ekki aðra lausn sinna mála heldur en að láta reyna á hvort samkeppnislög hafi verið brotin. Það er sjálfsagður réttur þeirra,“ segir Gylfi. - gar Ráðherra varar bankana við: Ekki má lama keppinautana GYLFI MAGNÚSSON Maðurinn sem lést í umferð- arslysi á mótum Hringbraut- ar og Birkimels í Reykjavík á fimmtudagskvöld hét Árni Ragnar Árnason. Hann var fæddur árið 1972 og lætur eftir sig 11 ára son. Lést í umferðarslysi EFNAHAGSMÁL „Þessi flétta hefur meira og minna öll sést áður, en við getum ekki farið nánar út í smáat- riði málsins,“ segir Ólafur Hauks- son, sérstakur saksóknari. Níu húsleitir voru framkvæmdar á vegum emb- æt t i s Ól a fs vegna rann- sóknar á kaup- um félagsins Q Iceland Fin- ance ehf. á 5,01 prósents eignar- hlut í Kaupþingi. Þrjár slíkar leitir til viðbótar voru framkvæmdar á þriðjudag. Til rannsóknar er grunur um meinta markaðsmisnotkun og brot á auðgunarbrotakafla hegningar- laga í tengslum við kaupin, sem fóru fram í lok september 2008, skömmu fyrir fall Kaupþings. Félagið Q Iceland Finance er í eigu Sheik Mohamed Bin Kha- lifa Al-Thani, fjárfestis frá Katar. Kaupþing veitti Ólafi, sem á þeim tíma var annar stærsti hluthafi bankans, lán fyrir helmingi kaup- verðsins í gegnum félag hans sem skráð er á Jómfrúreyjum. Ólafur endurlánaði svo Al-Thani upphæð- ina. Alls námu viðskiptin um 25 milljörðum króna að þávirði. Húsleitir voru meðal annars gerðar hjá Samskipum og Kjalar, fjárfestingarfélagi Ólafs Ólafs- sonar, og á heimili Ólafs og fleiri fyrum stjórnenda Kaupþings. Einnig hjá Arion verðbréfavörslu, dótturfélagi Kaupþings, og Cons- olium, ráðgjafarfyrirtæki þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, fyrrum for- stjóra bankans á Íslandi. Að sögn Ólafs Haukssonar verða hátt í tuttugu manns yfirheyrðir vegna málsins, en yfirheyrslur eru þegar hafnar. Nokkrir hafa réttar- stöðu grunaðra en aðrir eru vitni. Hann segist ekki geta gefið upp hverjir hafi verið og verði yfir- heyrðir. „Við þurfum að fá upplýs- ingar hjá þeim sem hafa vitneskju um málið og þennan gjörning til að hann upplýsist. Það segir sig því í raun sjálft hverjir eru þar efstir á blaði,“ segir Ólafur. Ólafur vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi komið fram í yfir- heyrslum sem staðfesti grun emb- ættisins. Farið hafi verið vel í gegnum öll gögn áður en ráðist var í aðgerðirnar. Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja Kaupþings, staðfestir það eitt að gerð hafi verið húsleit hjá bank- anum og þar leitað að gögnum. „Það er ekkert við það að athuga. Við viljum gjarnan vinna vel og dyggilega með stjórnvöldum að því að rannsaka alla þætti sem upp kunna að koma,“ segir Finnur. Í gær náðist hvorki í Ólaf Ólafs- son né þrjá helstu stjórnendur Gamla Kaupþings, þá Sigurð Ein- arsson stjórnarformann, Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra og Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi. kjartan@frettabladid.is gar@frettabladid.is Húsleitir vegna gruns um milljarðamisferli Húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á kaupum hlutabréfa í Kaupþingi rétt fyrir fall bankans. Grunur um markaðsmisnotkun og brot á hegningarlögum. Leitað á heimilum fyrrum stjórnenda bankans. Hátt í tuttugu yfirheyrðir. ÓLAFUR HAUKSSON KAUPÞING Til rannsóknar er grunur um meinta markaðsmisnotkun og brot á auðg- unarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við kaup Q Iceland Finance ehf. á fimm prósenta hlut í Kaupþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Hollenska ríkið var dæmt til að greiða 106 milljón evrur, eða um 18 milljarða íslenskra króna, til hollenskra Icesave-innstæðu- eigenda á miðvikudag. Dómstóll í Hollandi, sem hefur það hlutverk að dæma í málum er varða greiðslu á almannafé, komst að þessari niðurstöðu. Þessi upp- hæð er hærri en hollenski fjár- málaráðherrann hafði gefið upp. Hann gerði ráð fyrir 92 milljónum evra eða um 16 milljörðum króna. Samkvæmt samningi sem hol- lenska ríkið gerði við það íslenska átti Ísland að tryggja innistæðu- eigendum fyrstu 20.887 evrurnar eða um 3,5 milljónir. - vsp Dómur genginn í deilumáli: Greiða 18 millj- arða í Icesave DÓMSMÁL Kennarar í Iðnskólanum í Hafnarfirði eiga inni vangold- in laun hjá skólanum fyrir árin 2004 til 2008. Félagsdómur hefur úrskurðað um þetta. Árið 2004 breyttist kennslu- fyrirkomulag skólans á þann hátt að að slegið var saman tveimur fjörutíu mínútna kennslustund- um, með fimm mínútna hléi á milli, í eina sem stóð í 75 mínútur án hlés. Styttingin var dregin af launum kennara. Kennarar töldu það brot á kjarasamningi og höfðuðu mál. Félagsdómur úrskurðaði að launa- skerðingin hafi verið óheimil, þar sem ekki var samið um þessar breytingar við kennara. - kg Iðnskólinn í Hafnarfirði: Eiga inni van- goldin laun STJÓRNSÝSLA Kjartan Örn Sigurðs- son, forstjóri Office 1, segir Ríkis- kaup hygla nýjum félögum í eigu banka á kostnað einkaframtaks- ins. Rammasamningar sem Ríkis- kaup höfðu við gamla A4 og gamla Pennann voru framseldir nýja A4 og nýja Pennanum. Þetta hefur Off- ice 1 kært til kærunefndar útboðs- mála. „Ríkiskaup hefur með þessu lagt blessun sína yfir kennitöluflakk ríkisbankanna,“ skrifar Kjartan í grein í Fréttablaðinu í dag. Í svari Ríkiskaupa til kæru- nefndar útboðsmála vegna kæru Office 1 segir hins vegar að framsal samninga gömlu fyrirtækjanna til þeirra nýju hafi meðal annars verið samþykkt til að tryggja viðskipta- hagsmuni ríkisins varðandi næga samkeppni á markaði og vöruval. Slíkt framsal sé heimilt. Kjartan segir rök Ríkiskaupa ekki halda. Office 1 sé einnig aðili að umræddum rammasamningi og gæti auðveldlega fullnægt þörfum ríkisins. „Þá bendi ég á að til þess að mega taka þátt í útboði hjá Rík- iskaupum þurfa fyrirtæki að hafa staðið í rekstri í minnst sex mánuði. Það hafa þessi nýju félög auðvitað ekki gert,“ segir hann. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur einnig gagnrýnt ákvörðun Ríkiskaupa í þessu máli. „Ríkis- kaupum er eins og öðrum óheimilt að beita ólögmætum aðferðum við að ná fram lögmætum markmiðum sínum,“ segir í ályktun félagsins. Sjá síðu 16 /- gar Hörð gagnrýni frá forstjóra Office 1 sem telur félögum í skjóli ríkisbanka hyglað: Ríkiskaup sögð blessa kennitöluflakk KJARTAN ÖRN SIGURÐSSON Forstjóri Office 1 segir fyrirtækið hafa getað uppfyllt þarfir ríkisins fyrir ritföng og skrifstofuvörur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Ekki líkur á hernaðarvæðingu Hverfandi líkur eru á að Norðurheim- skautssvæðið verði hernaðarvætt á næstu 20 árum, þrátt fyrir að lofts- lagsbreytingar og bráðnun íss opni aðgengi að nýjum auðlindum, segir í nýrri danskri skýrslu. GRÆNLAND Harður árekstur í Auðbrekku Einn var fluttur á slysadeild eftir harð- an árekstur milli fólksbíls og jeppa í Auðbrekku í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Meiðsli hans munu ekki vera alvarleg. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir. UMFERÐARSLYS SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.