Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 2
2 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T Umsóknarfrestur rennur út á föstudaginn Allar nánari upplýsingar á www.keilir.net. HÁSKÓLABRÚ Eins árs undirbúningur fyrir háskólanám Íslendingurinn sem var í Air France-flugvélinni sem týnd- ist á Atlantshafi á mánudag hét Helge Gustafsson og var 44 ára. Hann var íslenskur ríkis borgari, bjó lengst af í Noregi en hafði undanfar- in fimm ár verið búsettur í Brasilíu. Helge lætur eftir sig konu og þrjú börn. Tvö búa í Noregi en konan og þriðja barnið eru búsett í Brasilíu. - vsp Lést í flugslysi Svandís, Lama-ðistu alveg við athöfnina? „Ekki get ég alla vega sagt að mitt andlega ástand hafi Dala-ð.“ Dalai Lama hélt friðarathöfn í Hallgríms- kirkju í fyrradag. Svandís Svavarsdóttir var meðal viðstaddra. LÖGREGLUMÁL Kona kærði kyn- ferðisbrot til lögreglunnar á Vestfjörðum á sunnudagsmorg- un. Talið er að meint brot hafi átt sér stað þá um nóttina. Lögreglan á Vestfjörðum verst allra fregna af málinu en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er um nokkra meinta gerendur af erlendum uppruna að ræða. Árásin mun hafa átt sér stað inni á skemmtistað. Rannsóknarlögreglan á Vest- fjörðum fer með málið en vill ekkert gefa upp um það að svo stöddu. Hún segir málið vera í rannsókn. - sh Kynferðisbrot á Ísafirði: Nokkrir liggja undir grun REYKJAVÍKURBORG „Breytt vinnu- brögð við fjármálastjórnina skiptu öllu máli,“ segir Hanna Birna Kristjánssdóttir borgarstjóri í tilkynningu vegna ársreiknings borgarinnar fyrir árið 2008. Reykjavíkurborg tapaði 71,5 milljarði króna í fyrra, fyrst og fremst vegna hlutdeildar í gífur- legu gengistapi Orkuveitu Reykja- víkur. Hanna Birna segir að snemma á árinu 2008 hafi ýmis teikn verið um breytt ytri skilyrði miðað við forsendur fjárhagsáætlunar. Fyrir mitt ár hafi byrjað margvíslegar aðgerðir til að draga úr útgjöld- um. „Mestu varðar sú ákvörðun nýs meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að setja fjár- málastjórn borgarinnar í öndvegi og taka upp ný vinnubrögð á vett- vangi borgarstjórnar með sam- vinnu allra borgarfulltrúa og allra flokka,“ segir í tilkynningu Hönnu Birnu. Burtséð frá gengistapi, sköttum og afskriftum var hagn- aður Orkuveitunnar af reglulegum rekstri 11,7 milljarðar króna. „Miðað við ástandið í íslensku samfélagi er staða Reykjavíkur- borgar og Orkuveitunnar gríðar- lega sterk,“ segir Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, og bendir á Orkuveitan hafi stærstan hluta tekna sinna í erlendri mynt og að þrátt fyrir allt sé eiginfjárhlutfall fyrirtækisins nú nítján prósent. „Á sama tíma eru meira og minna öll fyrirtæki landsins tæknilega gjaldþrota.“ - gar Gríðarlegt gengistap Orkuveitunnar setur strik í reikning Reykjavíkurborgar: Hallinn hjá borginni 71,5 miljarðar ÓSKAR OG HANNA BIRNA Segja stöðu Reykjavíkurborgar sterka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL ESB-tillögurnar tvær, ríkisstjórnarinnar annars vegar og Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hins vegar, verða til sameiginlegrar meðferðar í utanríkismálanefnd Alþingis. Nefndarmenn ræddu verklag á fundi í gær og ákváðu að kalla eftir umsögnum 98 aðila. Fer þar mest fyrir margvíslegum félögum, samtökum, stofnunum og háskólum. Umsagnarfrestur er tvær vikur. „Við ákváðum að vinna þessar tillögur saman,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismála- nefndar. „Ætlunin er að ræða málið almennt í stað þess að hengja okkur í texta hvorrar tillögu um sig,“ segir hann. Stíf fundahöld eru áformuð í nefndinni næstu vik- urnar en auk þess að viðra eigin sjónarmið munu nefndarmenn að líkindum hlýða á munnlega afstöðu fjölmargra umsagnaraðila enda vaninn að menn vilji fylgja umsögnum sínum eftir með þeim hætti. Árni hefur ekki sett nefndarstörfunum nákvæm- an tímaramma, aðeins áætlun út mánuðinn. Verði vinnunni ekki lokið þá verði einfaldlega haldið áfram. Þá hefur upplýsinga um umsóknarferli Noregs og Svíþjóðar frá 1993 verið óskað fyrir utanríkismála- nefnd að styðjast við í störfum sínum. - bþs Utanríkismálanefnd kallar eftir 98 umsögnum um Evrópusambandstillögurnar: Fjallað sameiginlega um tillögurnar FRÁ ALÞINGI Tillögur ríkisstjórnarinnar og Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks eru til sameiginlegrar meðferðar utanríkis- málanefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ATVINNUMÁL Viðhaldsvinna hefur tekið kipp eftir að stjórnvöld réð- ust í átak í febrúar til að auð- velda viðhald á húsnæði og skapa þannig störf fyrir iðnaðarmenn. Þetta er mat starfsmanna Sam- taka iðnaðarins. Lítið er hins vegar um að menn nýti sér lán til verk- anna sem þeim standa til boða frá Íbúðalánasjóði. „Menn finna fyrir að vinna við viðhald hefur tekið kipp,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins. „Þetta hefur hins vegar ábyggilega ekki farið eins bratt af stað og menn vonuðust til,“ segir hann. Vegna þess að aðgerðirnar eru tíma- bundnar hafi menn búist við skjót- ari viðbrögðum. Árni segir átakið enn fremur mikilvægt til að sporna við svartri atvinnustarfsemi, enda sjái fáir ástæðu til þess lengur að gefa ekki vinnu sem þessa upp til skatts. Í aðgerðunum fólst bæði að heimildir Íbúðalánasjóðs til að veita lán til viðhaldsverkefna voru rýmkaðar sem og að endurgreiðsla virðisaukaskatts af viðhaldsverk- efnum var aukin úr sextíu prósent- um í 100 prósent. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir aðgerðirnar ekki hafa aukið lánveitingar sjóðs- ins. „Nei, sannast sagna hafa verið mjög lítil viðbrögð við þessu. Það hefur nær ekkert reynt á þetta enn sem komið er,“ segir hann. „Auðvitað er sumarið að fara af stað og fólk að átta sig á því að það sé hægt að fá iðnaðarmenn, sem var nú ekki auðvelt til skamms tíma. Það er kannski von til þess að menn taki sig á í þessu sam- bandi á næstu vikum og mánuð- um,“ segir hann. „Mín tilfinning er sú að þetta mætti ganga betur,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga. Átakið sé þó jákvætt, feli í sér tæki- færi og almennt ríki ánægja það meðal sveitar- stjórnarmanna. „Ég er alveg viss um að þetta mun skila sér hér og þar,“ segir hann, og nefnir sem dæmi að Ísafjarðarbær hafi nýlega ráðist í tuttugu milljóna króna viðhaldsverkefni sem kost- ar fimm ársverk. stigur@frettabladid.is Fáir nýta sér lán til viðhaldsverkefna Átak ríkisstjórnarinnar til fjölgunar viðhaldsverkefna hefur skilað árangri, að mati Samtaka iðnaðarins. Mjög lítil ásókn hefur hins vegar verið í viðhaldslán Íbúðalánasjóðs. „Mætti ganga betur,“ segir formaður Sambands sveitarfélaga. HÚSUM HALDIÐ VIÐ Sjaldan eða aldrei hefur verið eins ódýrt að ráðast í viðhald á íbúðarhúsum og sumarbústöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÁRNI JÓHANNSSON GUÐMUNDUR BJARNASON HALLDÓR HALLDÓRSSON MENNTUN Um 850 manns hafa sótt um sumarlán hjá LÍN, saman- borið við 550 manns í heild í fyrra. Frestur til að skila inn umsókn um sumarlán rennur út 15. ágúst og gerir framkvæmda- stjóri LÍN, Guðrún Ragnars- dóttir, ráð fyrir að umsóknum muni fjölga talsvert. Um tvö þús- und manns hafa skráð sig í sumar- nám í háskólum landsins. Um þessar mundir er nú unnið að því innan Lánasjóðsins að endur skoða úthlutunarreglur fyrir næsta vetur, auk þess að lækka tekjutengdar afborganir fyrir haustið 2009. - hhs / sjá sérblaðið Skólar og námskeið sem fylgir Fréttablaðinu í dag Margir verða í námi í sumar: Mikil aðsókn í sumarlán LÍN NÁMSMENN Mikil aðsókn er í sumar- lán LÍN. Um tvö þúsund manns ætla að stunda nám í háskólum landsins í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EFNAHAGSMÁL Skiptastjóri þrota- bús Fons kannar nú hvort eigenda- skipti á flugfélaginu Iceland Express undir lok síðasta árs hafi verið ólögleg. Níutíu prósenta hlutur í flugfélaginu fluttist þá milli tveggja félaga sem bæði voru í eigu Pálma Haraldssonar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í kjölfar fréttarinnar sendi Ice- land Express frá sér tilkynningu. Þar kemur fram að eftir banka- hrunið hafi vantað nýtt fjármagn í rekstur félagsins. Gripið hafi verið til þess ráðs að auka hluta- fé með framlagi frá eignarhalds- félaginu Feng. Landsbankinn hafi haft hagsmuna að gæta, skoðað viðskiptin ofan í kjölinn og ekk- ert séð athugavert við viðskiptin. - kg Eigendaskipti Iceland Express: Skiptastjóri kannar viðskipti VIÐSKIPTI Svo getur farið að erlendir kröfuhafar Straums og íslenskir lífeyrissjóðir í hópi lánar- drottna bank- ans taki hann yfir síðsum- ars. Áætlan- ir þessa efnis verða kynnt- ar á fundi með kröfuhöf- um Straums á föstudag. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að fjárfestingabankastarfsemi Straums og eignastýringarsvið verði endurvakið að takmörkuðu leyti. Áður en breytingarnar ná fram að ganga mun allt hlutafé núverandi hluthafa verða fært niður í núll. - jab / Sjá Markaðinn Kröfuhafar fá Straum í sumar: Banki rís á rúst- um Straums BJÖRGÓLFUR THOR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.