Fréttablaðið - 03.06.2009, Page 29

Fréttablaðið - 03.06.2009, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2009 7skólar og námskeið ● fréttablaðið ● Næsta haust verður í boði nýtt kjörsvið í útivist hjá íþrótta- og heilsubraut menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Við bjóðum upp á heilt ár í útivistarnámi,“ segir Kári Jónsson námsbrautarstjóri. „Námið er byggt upp sem auka- grein sem fólk í háskóla getur tekið með aðalgrein sinni og því getur fólk komið hvaðan sem er úr háskólakerfinu og tekið þetta sem viðbót við grunnámið,“ útskýrir hann en boðið er upp á annars vegar hálfan vetur og hins vegar heilan vetur. Meðal námskeiða má nefna vetrar íþróttir, ferðatækni og rötun, námskeið í ferðamennsku á vatni, námskeið í klettaklifri og vetrarfjallamennsku auk útináms sem er tengt skólastarfi. „Val- möguleikarnir eru því nokkrir og geta til dæmis þeir sem eru að læra til kennara valið nám- skeið sem tengjast skólastarfinu á meðan aðrir sem koma til dæmis úr ferðaþjónustunámi geta tekið námskeið sem tengjast því,“ segir Kári en íþrótta- og heilsubrautin á Laugarvatni hefur síðustu tvö ár verið í samstarfi við Norðurlönd- in sem kallast Nordisk friluftslif. „Kennari hjá okkur, hann Smári Stefánsson, stjórnar því frá okkar hálfu og eru alltaf nokkrir nem- endur frá Íslandi sem dvelja í ein- hverju Norðurlandanna yfir vetur- inn,“ segir Kári en aðsóknin á íþrótta- og heilsubrautina hefur sjaldan verið meiri en nú að hans sögn. - sg Nýtt kjörsvið í útivist Boðið verður upp á heilt ár í útvistar- námi hjá íþrótta- og heilsubraut HÍ. Háskólinn í Reykjavík býður í fyrsta skipti upp á BSc nám í sálfræði í haust. Námið, sem er innan Kennslufræði- og lýðheilsudeildar, tekur mið af sambærilegu námi erlendis og er lögð áhersla á að fara yfir öll helstu svið sálfræðinnar, þar á meðal lífeðlislega sálfræði, hugræna sálfræði, þroskasálfræði, félagssálfræði og fleira. „Við munum leggja áherslu á kennslu í smærri hópum í samræmi við markmið skólans um að tryggja að allir nemendur njóti eins góðrar kennslu og mögulegt er. Þá mun kennslan að nokkru leyti fara fram á ensku auk þess sem rík áhersla verður lögð á alþjóðlegt samstarf. Eins munum við skoða nýja vinkla og bjóða upp á valfög eins og heilsusálfræði, vinnusál- fræði, gervigreind og þátttöku í rannsóknar- starfi,“ segir Gréta Matthíasdóttir náms- og starfsráðgjafi í HR. Námið er 180 einingar og innan tíðar mun meistara- nám einnig standa til boða. - ve Sálfræðinám í HR í fyrsta sinn Boðið verður upp á valfög eins og heilsusálfræði, vinnusálfræði og gervigreind. Háskólinn á Akureyri hefur frá upphafi boðið viðskiptafræðitengt nám. Frá árinu 2000 hefur við- skiptafræðin einnig verið kennd í fjarnámi til allra landshluta og mælst afar vel fyrir. Fólk búsett á Akureyri getur í fyrsta sinn í haust tekið viðskipta- fræði til BS-gráðu í fjarnámi og er það nám skipulagt svo hægt sé að stunda það samhliða vinnu. Þetta er í fyrsta skipti sem Háskólinn á Akureyri býður upp á fjarnám fyrir Akureyringa. Í náminu hljóta nemendur þjálfun til stjórnunarstafa, meðal annars með þjálfun í faglegum vinnubrögðum við stefnumótun, ákvarðana töku og stjórnun. Allir nemendur fá í grunninn sambærilega menntun á sviði við- skiptafræða. Þeir geta síðan valið að leggja áherslu á fjármál, stjórn- un eða markaðsfræði. Einnig er boðið upp á meistara- nám í viðskiptafræði við Háskól- ann á Akureyri. Það er hægt að stunda samhliða vinnu. Nánar á unak.is. Akureyringar fá fjarnám í viðskiptafræði við HA Nemendur í viðskiptafræði við Háskól- ann á Akureyri geta lagt áherslu á fjármál, stjórnun eða markaðsfræði. MYND/ÚR EINKASAFNI Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T ORKU- OG TÆKNISKÓLI Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú nám í orkutæknifræði og mekatróník við framúrskarandi aðstæður á Keilissvæðinu undir leiðsögn sérfræðinga í fremstu röð. Nemendur útskrifast með B.S. gráðu frá Háskóla Íslands. Orkutæknifræði veitir sterkan grunn í beislun og nýtingu jarðvarmaorku og virkjun á öðrum grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum. Í mekatróník (e. mechatronics) fá nemendur þverfaglega menntun í hönnun og smíði rafeinda- og tölvustýrðs vélbúnaðar. Vilt þú snúa hjólum atvinnulífsins? Bættu við þig hagnýtu námi til atvinnuréttinda. Fjölbreytt úrval tækni-, iðn- og bóknáms. Almenn innritun í dagskóla er opin til 3. júní en tekið inn á biðlista til 16. júní. Aðstoð við innritun fyrir grunnskólanema er 11. júní frá kl. 12-16 en þá er síðasti innritunardagur fyrir þá sem eru að ljúka grunnskóla vorið 2009. www.tskoli.is Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.