Fréttablaðið - 03.06.2009, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 03.06.2009, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 3. júní 2009 19 Árleg Jazz- og blúshátíð Kópavogs verður haldin í annað sinn dagana 4. til 6. júní. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og þótti takast svo vel að ráðið var að stofna félag um rekstur hennar, Jazz- og blúsfélag Kópavogs. Hátíðin verður sett á fimmtu- dagskvöld kl. 20 í ungmennahús- inu Molanum, þar koma ungir Kópavogsblúsarar fram ásamt reyndari tónlistarmönnum. Á föstudeginum kl. 14 verða flutt djass- og dægurlög fyrir eldri borgarana í Gullsmára og svo verða tvennir stórtónleikar í Salnum. Þar sýnir stjórnandi hátíðarinnar, Björn Thoroddsen, á sér tvær hliðar: kl. 21 verð- ur blúsarinn Björn í sviðsljós- inu og leika þeir Jón Rafnsson og Jóhann Hjörleifsson með honum. Söngvaraval verður með þeim: Egill Ólafsson, Páll Rósinkranz, Bogomil Font og Andrea Gylfa- dóttir. Á laugardagskvöld kl. 21 leik- ur djassmeistarinn Björn ásamt Jóhanni Hjörleifssyni með tveim- ur dönskum stórsnillingum sem íslenskir djassgeggjarar þekkja mætavel, þeim Ole Kock Hansen píanista og Mads Vinding bassa- leikara. Ole Kock Hansen er einn virt- asti djasspíanisti Dana auk þess að vera einn fremsti útsetjari og hljómsveitarstjóri danskrar djass- sögu. Mads Vinding var kallaður krón prins danska djassbass- ans þegar veldi Niels-Hennings Ørsted Pedersen var sem mest. Það verður spennandi að heyra þá fjórmenninga flytja dönsk og íslensk þjóðlög í djassbúningi Ole Kock Hansen. Miðasala er í Salnum. pbb@frettabladid.is Djass og blús í Kópavogi TÓNLIST Björn Thoroddsen gítarleikari er í fylkingarbrjósti á Jazz- og blúshátíð Kópa- vogs sem nú er haldin í annað sinn og verður um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.