Fréttablaðið - 03.06.2009, Síða 43

Fréttablaðið - 03.06.2009, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 3. júní 2009 23 FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Gareth Barry gekk í gær í raðir Manchester City í ensku úrvals- deildinni eftir að City náði sam- komulagi við Aston Villa um kaupverð upp á tólf milljónir punda. Barry skrifar undir fimm ára samning við City, sem ætlar sér stóra hluti á leikmannamarkaðn- um í sumar og eru kaupin á enska landsliðsmanninum skýr skilaboð um það. Barry átti eitt ár eftir af samn- ingi sínum við Aston Villa og var tregur til að framlengja hann eftir að félagsskipti hans til Liverpool duttu upp fyrir skömmu áður en síðasta keppnis- tímabil hófst. Hinn 28 ára gamli Barry hefur löngum lýst yfir áhuga sínum á því að leika í Meistaradeild- inni. City náði hins vegar ekki að tryggja sér þátttökurétt í Evr- ópukeppnum á næstu leiktíð en framtíðarplön knattspyrnustjór- ans Mark Hughes og eigandans Sheikh Mansour á Borgarleik- vanginum í Manchester eru vissulega stór í sniðum. - óþ Barry til liðs við Man. City: Fyrstu stórkaup City staðreynd BARRY Fyrstu stóru kaup Manchester City í sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Brasilíski miðjumaður- inn Kaka kveðst vilja vera áfram í herbúðum AC Milan en sögu- sagnir um að hann muni brátt yfirgefa ítalska stórliðið hafa farið víða eftir að Carlo Ance- lotti hætti sem knattspyrnustjóri félagsins og fór til Chelsea. „Ég segi þetta núna í síðasta skipti, ég vil ekki fara frá AC Milan,“ segir Kaka í viðtali við Gazzetta dello Sport í gær eftir að ítalska blaðið hafði fullyrt fyrr um daginn að Kaka væri á leið til Real Madrid. Ýmsir fjölmiðlar greindu einn- ig frá því í gær að Kaka væri lík- legur til þess að fylgja Ancelotti til Chelsea. - óþ Framtíð Kaka enn í fréttum: Vill ekki fara frá AC Milan KAKA Ítrekar að hann vilji vera áfram hjá AC Milan. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.