Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 2
2 30. maí 2009 LAUGARDAGUR
STJÓRNMÁL Undirstofnanir Samfylkingarinnar
fengu ríflega 67 milljónir í styrki árið 2006. Þetta
er niðurstaða samantektar sem flokkurinn gerði á
styrkjum til þeirra á því ári.
Fyrirtæki tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni
styrktu aðildarfélögin alls um fjórtán milljónir
árið 2006. Það eru fyrirtækin FL Group, Dagsbrún,
Baugur og Glitnir. Það kemur til viðbótar ellefu
milljónum sem fyrirtæki tengd Jóni Ásgeiri
greiddu til flokksins sjálfs. Fyrirtæki tengd
Björg ólfsfeðgum styrktu flokkinn alls um sextán
milljónir á árinu. Styrkir einstaklinga til aðildar-
félaganna námu alls tæpum fimm milljónum. Átján
lögaðilar veittu meira en hálfa milljón, og eru
þeir allir nafngreindir í tilkynningu til fjölmiðla.
Styrkir þessara átján aðila námu alls rúmum 37
milljónum.
Hæstu styrkirnir, fimm milljónir hver, komu frá
FL Group, Dagsbrún og Kaupþingi. Landsbankinn
styrkti flokkinn um fjórar milljónir og Actavis um
tvær og hálfa milljón.
Í tilkynningunni segir að Samfylkingin fagni
opinni umræðu um fjármál stjórnmálaflokka
og skori á aðra stjórnmálaflokka að birta
sambærilegar upplýsingar úr sínu bókhaldi. - shwww.ob.is26 stöðvar um land allt.
-5kr.
VIÐ FYRST
U NOTKUN
Á ÓB-LYKL
INUM
OG SÍÐAN
ALLTAF -2K
R.
TB
W
A
\R
EY
K
JA
VÍ
K
\
SÍ
A
Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141.
ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair.
BÚRMA, AP Aung San Suu Kyi, leið-
togi stjórnarandstöðunnar í Búrma
(Myanmar), er í brýnni þörf fyrir
læknisaðstoð í fangelsinu þar sem
hún dvelur á meðan réttað er yfir
henni. Þetta fullyrða samflokks-
menn hennar.
Í yfirlýsingu frá flokknum
kemur fram að fulltrúar hans hafa
miklar áhyggjur af ástandi Suu
Kyi, sem geti til að mynda ekki
sofið vegna tíðra fótkrampa.
Suu Kyi, sem hlaut friðarverð-
laun Nóbels árið 1991, hefur setið
í stofufangelsi meira og minna frá
árinu 1990. Hún er nú 63 ára. Fang-
elsisdómur yfir henni átti að renna
út í mánuðinum, en einkennileg
heimsókn bandarísks manns á
staðinn þar sem henni hefur verið
haldið fanginni hefur sett fyrir-
hugað frelsi hennar í uppnám.
Bandaríkjamaðurinn, John
Yettaw að nafni, synti að dvalar-
stað hennar og hélt þar til í tvo
daga. Suu Kyi hefur í kjölfarið
verið ákærð fyrir að brjóta skil-
mála stofufangelsisins, enda hafi
hún alls ekki mátt hýsa manninn.
Verði hún sakfelld á hún yfir höfði
sér fimm ára fangelsi.
Lögmenn hennar áfellast Banda-
ríkjamanninn fyrir hvernig komið
er, og hafa kallað hann fífl. Þeir
segjast þó bjartsýnir á að Suu Kyi
verði sleppt. - sh
Pólitískir samherjar friðarverðlaunahafans hafa áhyggjur af heilsufari hans:
Aung San Suu Kyi sögð sjúk
STJÓRNSÝSLA Samráðherrar
Ögmundar Jónassonar ætla ekki
að fylgja fordæmi hans og afsala
sér ráðherralaunum.
Þegar Ögmundur tók við ráð-
herradómi í febrúar ákvað hann
að þiggja einungis þingfararkaup,
í það minnsta út árið. Það nemur
520 þúsund krónum, en sem ráð-
herra á hann rétt á 855 þúsund
króna mánaðarlaunum. Ögmund-
ur útskýrði ákvörðunina á sínum
tíma með vísan til slæms efna-
hagsástands.
Fréttablaðið sendi fyrirspurn á
alla samráðherra Ögmundar, utan
Gylfa Magnússonar og Rögnu
Árnadóttur, þar sem þau þiggja
ekki þingfararkaup. Svör bárust
ekki frá Kristjáni L. Möller.
Ráðherrarnir sendu flestir
hverjir staðlað svar þar sem minnt
var á þær breytingar sem orðið
hefðu á kjörum ráðherra undanfar-
ið. Var þar fyrst talinn til úrskurð-
ur kjararáðs frá 27. desember 2008
um að lækka laun forsætisráðherra
um fimmtán prósent og annarra
ráðherra um fjórtán prósent. Við
það hefðu laun ráðherra lækkað
um allt að 163.209 krónur.
Einnig var bent á samþykkt
Alþingis um afnám laga um líf-
eyrisréttindi forseta, ráðherra,
þingmanna og hæstaréttardóm-
ara. Það hefði skert launakjör ráð-
herra. Þá hefðu dagpeningar allra
ríkisstarfsmanna verið skertir.
Jóhanna Sigurðardóttir, Árni
Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir,
og Svandís Svavarsdóttir skiluðu
öll inn þessu staðlaða svari. Katrín
Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sig-
fússon vísuðu einnig til sömu raka.
Einn ráðherrann sagðist í trúnaði
eiga erfitt með að koma orðum að
því að Ögmundur væri einfaldlega
betri maður en hann.
Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir
tiltóku bæði að þeim þætti óeðli-
legt að ráðherrar tækju ákvarð-
anir um eigin starfskjör, hvort
sem væri til hækkunar eða lækk-
unar. Slíkar ákvarðanir ætti að
taka í faglegu ferli „fjarri sjálfs-
kömmtun stjórnmálamanna“ líkt
og Katrín orðaði það. Össur segist
munu þiggja þau laun sem kjara-
ráð ákveði hverju sinni.
Katrín Jakobsdóttir segir fulla
ástæðu til að skoða hvort lækka
eigi laun ráðherra enn frekar. Slík
ákvörðun eigi að vera heildstæð og
ganga jafnt yfir línuna. Þá vísuðu
margir ráðherrar í það að til skoð-
unar væri að lækka æðstu laun
hins opinbera enn frekar. Enginn
ráðherranna tjáði sig um það hvort
þeir væru ósammála Ögmundi um
að þetta væri rétt leið fyrir æðstu
ráðamenn.
kolbeinn@frettabladid.is
klemens@frettabladid.is
Stjórnin fylgir ekki
fordæmi Ögmundar
Enginn ráðherra ætlar að fylgja fordæmi heilbrigðisráðherra og þiggja aðeins
þingfararkaup. Ráðherrar vísa í fyrri og komandi kjaraskerðingar. Þeir tjá sig ekki
beint um ákvörðun Ögmundar en segja óeðlilegt að „sjálfskammta“ sér launin.
RÍKISSTJÓRNIN Samráðherrar Ögmundar Jónassonar munu ekki feta í fótspor hans
og afsala sér ráðherralaunum. Ögmundur þiggur einungis þingfararkaup, í það
minnsta fram að áramótum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FYRIRSPURNIN
Fréttablaðið óskar eftir upplýs-
ingum um það hvort þú hyggist
fara að fordæmi samráðherra
þíns, Ögmundar Jónassonar, og
afsala þér ráðherralaunum og láta
þingfarakaupið duga. Ögmund-
ur hefur sagt að helsta ástæða
þessarar ákvörðunar sé slæm
staða efnahagslífsins. Ef þú hyggur
á hið sama, hvenær kemur það
til framkvæmda? Ef ekki, hver er
ástæðan fyrir því? Ertu ósammála
Ögmundi um að þetta sé rétt leið
að fara fyrir æðstu ráðamenn?
GENF, AP Ljósmyndir af veikind-
um og þjáningum af völdum
reykinga ættu að prýða sígarettu-
pakka, ásamt viðvörunum í texta-
formi. Þetta er mat Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar.
Stofnunin hvetur yfirvöld í
heiminum til að stuðla að aukinni
fræðslu um áhrif reykinga á
heilsu. Enn vanti viðvaranir af
einhverju tagi á tóbakspakkning-
ar í flestum ríkjum heims. Slíkar
merkingar hafi hins vegar skilað
áþreifanlegum árangri þar sem
þær hafa verið notaðar.
Stofnunin tekur sem dæmi
að aðeins þriðjungur reykinga-
manna í Kína viti að reykingar
auki hættu á hjartasjúkdómum.
- sh
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin:
Vill óhugnað á
sígarettupakka
MÓTMÆLI Landar Suu Kyi, sem búsettir
eru í Japan, mótmæltu því að nóbels-
verðlaunahafinn væri hafður í stofu fang-
elsi. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Þriðji maðurinn sem
handtekinn var í fyrradag vegna
ránsins á Barðaströnd á Seltjarn-
arnesi var látinn laus síðdegis í
gær. Ekki var farið fram á gæslu-
varðhald yfir honum. Maðurinn
er fæddur árið 1987 og beið í bíl
fyrir utan ránsstaðinn á meðan
tveir menn athöfnuðu sig inni.
Ræningjarnir tveir, báðir
fæddir árið 1989, voru á miðviku-
dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald
til 3. júní. Þeir réðust á húsráð-
andann, úrsmið á áttræðisaldri,
slógu hann og bundu fastan með
límbandi. Síðan stálu þeir sextíu
armbandsúrum og tugum gull-
keðja. Þýfið er allt fundið. - sh
Ránið á Seltjarnarnesi:
Þriðji maðurinn
leystur úr haldi
SÖFNUN Um helgina gefst fólki
kostur á að styrkja sérstakt átak
Fjölskylduhjálpar Íslands með
því að kaupa sérsteypt málm-
barmmerki
í fjölda
verslana
um land-
ið. Ætlunin
er að safna
fé í sjóð sem
ætlað er að
standa straum
af fyrirhuguð-
um auknum kostnaði skjólstæð-
inga Fjölskylduhjálparinnar við
matarkaup.
Barmmerkið er í laginu eins
og Ísland og á það er letrað „Nýtt
Ísland“. Merkið kostar 500 krón-
ur og er fáanlegt í í Aðalskoðun,
Blómavali, Bónus, Byko, Euro-
pris, Fjarðarkaupum, Hagkaup-
um, Húsasmiðjunni, Kaffitári,
Kaskó, N1, Nettó, Samkaupum,
Select, Skeljungi og Tíu ellefu. - sh
Átak Fjölskylduhjálparinnar:
Selja merki til
að kaupa mat
Átján þúsund atvinnulausir
Tæplega 18 þúsund manns voru
skráðir atvinnulausir á Íslandi síðasta
virkan dag maímánaðar, samkvæmt
tölum Vinnumálastofnunar.
VINNUMARKAÐUR
HÆSTU STYRKIRNIR
Þessi félög styrktu aðildarfélög Samfylkingarinnar
mest árið 2006:
■ FL Group 5 milljónir
■ Dagsbrún 5 milljónir
■ Kaupþing 5 milljónir
■ Landsbankinn 4 milljónir
■ Actavis 2,5 milljónir
■ Baugur 2 milljónir
■ Glitnir 2 milljónir
■ Atlantsolía 2 milljónir
■ Eykt 1,5 milljónir
Samfylkingin opinberar styrki til aðildarfélaga sinna árið 2006:
Samfylkingin fékk 67 milljónir 2006
Sigríður, þurfið þið ekki bara
að fara með kettina til Ríkis-
kattstjóra?
„Jújú, auðvitað ættum við að gera
það.“
Aldrei hafa verið fleiri munaðarlausir
kettlingar í Kattholti og svo virðist sem
efnahagsástandið bitni einna fyrst á
ferfætlingunum. Sigíður Heiðberg er
formaður Kattholts.
LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur hefur
framlengt gæsluvarðhald yfir
fjórum mönnum sem handteknir
voru vegna Papeyjarmálsins svo-
kallaða, þar sem ríflega hundrað
kíló af fíkniefnum voru flutt til
landsins með skútu.
Þrír mannanna voru úrskurð-
aðir í áframhaldandi varðhald
til 9. júní og einn til 5. júní. Þrír
af mönnunum fjórum hafa kært
úrskurðinn til Hæstaréttar.
Tveir menn til viðbótar sitja í
gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Varðhald yfir þeim rennur út
eftir helgi. Þrír mannanna sex
voru handteknir á Austfjörðum
og hinir þrír um borð í skútunni.
- sh
Fjórir í varðhaldi fram í júní:
Skútusmyglarar
áfram í haldi
SKEMMTUN Vorhátíð Austurbæjar-
skóla verður haldin í dag og hefst
klukkan hálf ellefu með skrúð-
göngu frá skólanum. Gengið
verður niður Barónsstíg, Lauga-
veg og upp Klapparstíg og Skóla-
vörðustíg, og þaðan að skólanum
aftur.
„Fánaberar, slagverkssveitir
og kátar krakkar munu setja
svip á gönguna. Hún mun ef að
líkum lætur verða litskrúðug
og hávær,“ segir í tilkynningu
frá skólanum. Í skólanum munu
síðan nemendur í 7. bekk grilla
mat ofan í gesti, 8. bekkingar
setja upp kaffihús og 9. bekking-
ar vera með markað. - sh
Vorhátíð Austurbæjarskóla:
Lífleg ganga
um miðbæinn
SPURNING DAGSINS