Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 6
6 30. maí 2009 LAUGARDAGUR
Er mataræðið
óreglulegt?
LGG+ er fyrirbyggjandi vörn!
Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar
máltíðir – allt þetta dregur úr innri
styrk, veldur þróttleysi, kemur
meltingunni úr lagi og stuðlar að
vanlíðan. Regluleg neysla LGG+
vinnur gegn þessum áhrifum og
flýtir fyrir því að jafnvægi náist
á ný. Dagleg neysla þess
tryggir fulla virkni.
H
V
Í T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Tilboð
SVEITARSTJÓRNARMÁL Ljóst þykir að
fasteignamat mun lækka umtals-
vert um mánaðamótin, þegar
Fasteignaskrá Íslands gefur út
nýtt mat. Lækkunin þýðir veru-
legt tekjutap fyrir sveitarfélögin
í landinu á næsta ári, ef álagning-
arhlutfall einstakra sveitarfélaga
verður ekki hækkað. Áhyggj-
ur sveitarstjórnarfólks komu
greinilega í ljós á nýlegum sam-
ráðsfundi Sambands íslenskra
sveitarfélaga (SÍS).
Fast tekjustreymi sveitarfélaga
byggir á útsvari, fasteignaskött-
um og framlögum úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga. Tekjur þeirra
af fasteignasköttum, sérstaklega
á vaxtarsvæðum, hafa hækk-
að jafnt og þétt á síðustu árum
vegna uppgangs á fasteignamark-
aði. Nú er sá markaður hruninn
og er búist við að lækkun fast-
eignaverðs muni nema tugum
prósenta áður en um hægist.
Fasteignaskattar skiluðu sveit-
arfélögunum í landinu ríflega 22
milljörðum króna í tekjur á síð-
asta ári og hvert prósent til lækk-
unar nemur því um 220 milljón-
um króna lægri tekjum.
Halldór Halldórsson, formað-
ur SÍS, segir ljóst að allar tekjur
sveitarfélaganna séu að lækka.
„Tilhneigingin hlýtur að verða
sú að menn reyna að halda þess-
um tekjum óbreyttum enda eini
tekjustofninn sem þau geta haft
áhrif á.“
Álagningarhlutfall hefur verið
lækkað mikið þar sem fasteigna-
verð hefur hækkað hvað mest í
þenslu síðustu ára. Noti sveitarfé-
lögin það svigrúm sem þau hafa til
hækkunar telur Halldór að mörg
sveitarfélög geti haldið óbreyttum
tekjum, þótt til mikillar lækkunar
fasteignamats komi. Þetta eigi þó
ekki við um öll sveitarfélög.
Ef Reykjavík er tekin sem
dæmi þá eru tekjur af fasteigna-
skatti í ár áætlaðar 2,6 milljarð-
ar af íbúðarhúsnæði, tveir millj-
arðar af opinberu húsnæði og 7,7
milljarðar af atvinnuhúsnæði.
Ef horft er til fasteignaskatta
og fasteignagjalda íbúðarhúsnæð-
is þá eru tekjur borgarinnar í ár
áætlaðar tæpir fjórir milljarðar
miðað við núverandi skattapró-
sentu. Væri hún fullnýtt væru
tekjur borgarinnar tæpir 7,5
milljarðar króna. Svigrúm borg-
arinnar til að halda sömu tekjum
er því mikið.
svavar@frettabladid.is
Sveitarfélögin kvíða
nýju fasteignamati
Allir tekjustofnar sveitarfélaga eru að lækka. Nýtt fasteignamat um mánaða-
mótin er talið boða lækkun fasteignaskatta og -gjalda. Líklegt er talið að
sveitarfélögin hækki álagsprósentu til að halda tekjum sínum óbreyttum.
-597 milljónir
Tekjutap Reykjavíkur af fasteignasköttum og
-gjöldum miðað við óbreytta álagsprósentu.
Samtals
4 milljarðar
-10%
-20%
-30%
-1.200 milljónir
-394 milljónir
BREYTINGAR Borgin
hefur tæpa fjóra
milljarða í tekjur af
fasteignasköttum
og -gjöldum af
íbúðarhúsnæði.
Skýringarmyndin
sýnir lækkun tekna
miðað við að
fasteignamat lækki
um 10,20 eða 30
prósent.
Fasteignamat
íbúðar
Fasteigna-
skattur
Lóðaleiga Holræsagjald Fasteigna-
gjöld af íbúð
Breyting Breyting m/v
30 millj. íbúð
Breyting á
fasteignamati
-10%
-15%
-20%
0,214% 0,08% 0,105%
20 milljónir
18 milljónir
17 milljónir
16 milljónir
42.800
38.520
36.380
34.240
16.000
14.400
13.600
12.800
21.000
18.900
17.850
16.800
79.800
71.820
67.830
63.840
7.890
11.970
15.960
11.970
17.955
23.940
Breyting fasteignaskatta og -gjalda af íbúðarhúsnæði miðað við lækkað fasteignamat og óbreytta álagsprósentu.
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur
sektað Glitni banka um fjór-
ar milljónir króna vegna brota
á lögum um verðbréfaviðskipti.
Sektin kemur til vegna misheppn-
aðra kaupa Birnu Einarsdóttur, nú
bankastjóra Íslandsbanka, á hlut
í Glitni fyrir tæpar 185 milljónir
króna.
Forsaga málsins er sú að í lok
mars árið 2007 barst Kauphöll
Íslands tilkynning um að Birna
hefði, í gegnum hlutafélag sitt
Melkorku ehf., keypt sjö milljón
hluti í Glitni á genginu 26,4 eða
fyrir tæpar 185 milljónir. Glitnir
hugðist veita lán fyrir kaupunum
gegn veði í sjálfum bréfunum.
Samkvæmt tilkynningu frá
Fjármálaeftir-
litinu kom í ljós
að Birna var
ekki eigandi
bréfanna þegar
hún hugðist
nýta atkvæða-
rétt sinn á aðal-
fundi bankans
í febrúar 2008,
tæpu ári eftir
meint kaup.
Vegna villu í lánasamningnum
hafði lánið ekki verið veitt og því
höfðu viðskiptin ekki átt sér stað.
Samkvæmt niðurstöðu rannsókn-
ar Fjármálaeftirlitsins frá haust-
inu 2008 gengu viðskiptin aldrei
í gegn af ástæðum óviðkomandi
Birnu og því hafi kaupsamning-
urinn fallið niður.
Glitni hefði borið að senda leið-
rétta tilkynningu þegar ljóst var
að kaupin hefðu ekki gengið í
gegn. Þá hafi bankinn ekki sent
FME tilkynningu um kaupin né
birt þau opinberlega, líkt og lög
gera ráð fyrir um viðskipti stjórn-
enda.
FME kemst því að þeirri niður-
stöðu að Glitnir hafi brotið gegn
tveimur greinum laga um verð-
bréfaviðskipti og því ber bank-
anum að greiða fjórar milljónir í
stjórnvaldssekt.
Ekki náðist í Birnu Einarsdótt-
ur í gær.
- kh
Fjármálaeftirlitið sektar Glitni um fjórar milljónir:
Sekta Glitni vegna misheppn-
aðra kaupa Birnu bankastjóra
BIRNA
EINARSDÓTTIR
ALÞINGI Sigmundur Ernir Rúnars-
son, Samfylkingu, hefur lagt
fram fyrirspurn til Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra, þar
sem farið er fram á nána útlistun
á útgefnum krónubréfum.
Sigmundur óskar eftir upplýs-
ingum um heildarnafnvirði útgef-
inna skuldabréfa í íslenskum
krónum, frá upphafi til 15. maí
þess árs, hverjir fimmtán stærstu
útgefendur krónubréfa eru,
hversu há upphæð gjaldfellur
mánaðarlega héðan í frá og hvort
vitað sé til þess að íslensk fyrir-
tæki eigi eignarhlut í bréfunum í
gegnum íslensk eða erlend eignar-
haldsfélög. - ss
Sigmundur Ernir Rúnarsson:
Spyr Jóhönnu
um krónubréf
SVEITARSTJÓRNARMÁL Lögmaður
Lýsis, Sigurbjörn Magnússon,
krefst þess að skipulags- og bygg-
ingarfulltrúi Ölfuss dragi ummæli
um fyrirtækið til baka eða verði
áminntur ella.
Lýsi rekur fiskþurrkunarverk-
smiðju í Þorlákshöfn. Bæjaryfir-
völd í Ölfusi kvarta undan ólykt
af starfseminni en neita fyrir-
tækinu um byggingu þvottaturna
sem eiga að draga úr lyktarmeng-
un. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
hefur veitt Lýsi átta ára starfsleyfi
í Þorlákshöfn.
Bæjarstjórnin lýsir fullum
stuðningi við störf skipulagsfull-
trúans „við úrlausn þessa vanda-
sama máls,“ eins og segir í bókun
vegna kröfu Lýsis.
Ummælin umdeildu lét skipu-
lagsfulltrúinn falla í útvarpsvið-
tali 17. apríl síðastliðinn. Lýsti
hann ólyktinni af fiskþurrkun-
inni þannig að nánast væri ólíft í
Þorlákshöfn. Sagði hann einnig að
niðurstaða umhverfisráðuneytis-
ins varðandi starfsleyfi væri ekki
í samræmi við skipulag.
Í bréfi lögmanns Lýsis til skipu-
lagsfulltrúans sjálfs segir að dragi
hann ekki ummælin til baka áskilji
Lýsi sér rétt til að höfða skaða-
bótamál á hendur honum til að fá
ummælin dæmd ómerk og fá hann
dæmdan til að greiða skaða- og
miskabætur.
„Við erum í viðræðum við bæj-
arstjórann og aðra fulltrúa Ölf-
uss um að ná sátt í málinu og ég
vil ekki tjá mig um þessi mál á
meðan,“ segir lögmaður Lýsis
spurður um næstu skref. - gar
Lögmaður Lýsis krefst þess að skipulagsfulltrúi Ölfuss dragi ummæli til baka:
Verði áminntur fyrir að segja ólykt af Lýsi
ATHAFNASVÆÐI LÝSIS Í ÞORLÁKSHÖFN
Deilt hefur verið um fiskþurrkun Lýsis í
Þorlákshöfn um árabil. MYND/GKS
Horfðir þú á úrslitaleik Meist-
aradeildarinnar í knattspyrnu?
Já 41%
Nei 59%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er hækkun neysluskatta skyn-
samleg í ljósi efnahagsástands-
ins?
Segðu skoðun þína á visir.is.
KJÖRKASSINN