Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 22
22 30. maí 2009 LAUGARDAGUR 1. Vestfirðir Ýmsir firðir voru nefndir á Vestfjörðum og flestir nefndu Vestfirði í heild, sem fallegasta stað lands- ins. Önundarfjörður skoraði hátt ásamt Arnarfirði. Botn Önundarfjarðar þótti þar sérstaklega fagur. Önundarfjörður liggur milli Dýrafjarðar og Súg- andafjarðar. Há og hvöss fjöll eru til beggja handa, fjörðurinn er mjög sæbrattur og fegurð hans nokkuð hrikaleg. Þónokkur ógurleg slys hafa orðið í firðinum og má nefna sjóslys er varð árið 1812 þegar 50 menn fórust á sjö skipum. 16 ekkjur urðu eftir í sveitinni. 2. Þingvellir Elsti þjóðgarður Íslendinga á alltaf sinn stað í hjarta Íslendinga. Þannig nefndu næstflestir þingstaðinn forna sem þann fallegasta á landi hér. Sumir töldu til að tilfinningin að vera í raun og veru kominn inn að hálendinu eftir aðeins klukkutíma bíltúr úr bænum væri stórkostleg. Miðað við rannsóknir undanfarinna áratuga er ekki skrítið að staðurinn skeri sig svo úr fyrir augum fólks því að sögn vísindamanna eru Þingvellir náttúruundur á heimsvísu, með tilliti til jarðsögunnar og vistkerfis vatnsins. 3. Jökulsárlón Hið dæmafáa náttúruundur á Breiðamerkursandi, Jökulsárlón, er í þriðja sæti yfir fallegustu staði landsins. Lónið er ekki aðeins fagurt með sínum fljótandi ísjökum á lóninu heldur er það ekki síður dýralífið sem prýðir staðinn, selir og ætifuglar sem sækja þar í æti. Staðurinn er, að sögn álitsgjafa, einn þeirra staða sem lifa hvað sterkast í minningu, þrátt fyrir að hafa kannski bara litið hann augum nokkrum sinnum. Vestfirðirnir þykja fallegastir Íslendingar ætla að notfæra sér það sem þeir eiga í sumar – landið sitt. Samkvæmt fréttum ætla 90 prósent landsmanna að ferð- ast innanlands. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við yfir fjörutíu manns úr ýmsum áttum og fékk það til að velja fallegasta stað landsins, skemmtilegasta ferðastaðinn, bestu vegasjoppuna og eftirlætis tjaldstæðið. Anna Kristjánsdóttir vélstýra Auður Jónsdóttir rithöfundur Árni Jóhannsson, formaður Útivistar Áslaug Friðriksdóttir, varaborgarfull- trúi og framkvæmdastjóri Ágúst Ólafur Ágústsson, nemi og fyrrverandi þingmaður Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka Bubbi Morthens tónlistarmaður Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona Felix Bergsson leikari Guðmundur Pálsson, útvarpsmaður og Baggalútur Guðrún Eva Mínervudóttir rithöf- undur Guðrún Lovísa Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Guðrún Hrund Sigurðardóttir, ritstjóri Guðrún Edda Þórhannesdóttir kvik- myndaframleiðandi Haraldur Ólafsson veðurfræðingur Helga Möller, rithöfundur og fyrir- sæta Herdís Þorgeirsdóttir prófessor Inga María Leifsdóttir, kynningarstjóri Íslensku óperunnar Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng- kona Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona Kolbrún Pálína Helgadóttir blaða- maður Kristín Ómarsdóttir rithöfundur Málfríður Garðarsdóttir, bókaútgáf- unni Sölku Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjar- fulltrúi og kennari Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Rebekka Silvía Ragnarsdóttir mynd- listarkona Sigfús Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarps- kona Sigvaldi Kaldalóns útvarpsmaður Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmála- fræðingur Snæfríður Ingadóttir blaðamaður Sólveig Eiríksdóttir matarhönnuður Sverrir Guðjónsson kontratenór Tjörvi Bjarnason búfræðingur Tómas Lemarquis leikari Unnur Jökulsdóttir rithöfundur Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktarf- römuður Vala Guðnadóttir söngkona Þóra Karítas Árnadóttir leikkona Þórdís Gísladóttir, ritstjóri og þýðandi ÁLITSGJAFAR FRÉTTABLAÐSINS VORU: Fallegasti staður Íslands 1. Snæfellsnes Að mati álitsgjafa er Snæfellsnesið óendanleg uppspretta skemmtilegra afþreyingarmöguleika og margt fallegt að skoða. Arnarstapi, Hellnar, Stykkishólmur, Snæfellsjökull sjálfur, Búðir og ótal fleiri staðir á nesinu voru nefndir og sögðu margir að þeim dygði Snæfellsnesið sem sumarleyfisstaður út fríið. 2. Austfirðir Að keyra Austfirði er að sögn álitsgjafa Frétta- blaðsins hin besta skemmtun og fylgdu firðirnir Snæfellsnesinu fast eftir í skemmtanakosning- unni. Firðirnir eru þónokkrir, taldir frá Glettingi að Eystrahorni. Neskaupstaður, Neistaflug, var eini verslunarmannahelgarstaðurinn sem komst á blað en fleiri firðir voru einnig sérstaklega nefnd- ir til sögunnar, svo sem Borgarfjörður eystri og Mjóifjörður. Vogskorin strönd landsins og óvenju- leg fjallasýnin skipti ferðalanga miklu. 3. Mývatnssveit Skemmtilegar gönguleiðir, óvenjuleg náttúra, fjölskrúðugt fuglalíf, Dimmuborgir og fleiri for- vitnilegir staðir í nágrenni Mývatns höfðu mest að segja af hverju ferðafólk Fréttablaðsins valdi sveitina sem þriðja skemmtilegasta staðinn innan- lands. Tjaldstæðið þar í Reynihlíð þykir mörgum líka skemmtilegt og lenti það ofarlega á listanum yfir bestu tjaldstæði landsins. Hvaða áfangastað innanlands finnst þér skemmtilegast heim að sækja? 1. Litla kaffistofan Ber höfuð og herðar yfir bestu vegasjoppur landsins. Litli vina- legi staðurinn á leiðinni austur fyrir fjall á greinilega stað í hjört- um margra og sykraðar pönnukökur og kaffisopi þykir nær hvergi betri á landinu. Nostalgísk stemning sem tilheyrir því að halda á gamalkunnar slóðir. Aðrar vegasjoppur sem skoruðu hátt voru Minni-Borg í Grímsnesi, Vegamót á Snæfellsnesi og sjoppan á Blönduósi. Bestu vegasjoppurnar „Litla kaffistofan verður 49 ára í byrjun júní og á því stórafmæli á næsta ári, 50 ára,“ segir Stefán Þormar Guðmundsson, eigandi Litlu kaffistofunnar, sem valin var besta vegasjoppan af álitsgjöfum Fréttablaðsins. „Við komum vel fram við fólk og langar til að því líði vel hjá okkur. Svo erum við með heimalagaðar veitingar – kjötsúpu, rjómapönnukökur og alls kyns bakkelsi. Það er gaman að fólk kann að meta þetta, við sjáum mikið sama fólkið hér aftur og aftur enda stefnum við að því að alla langi til að koma hingað á ný.“ REYNUM AÐ HLÚA AÐ FERÐALÖNGUM Skaftafell í Öræfasveit þykir bjóða upp á besta tjaldstæðið. Bæði þótti fólki svæðið fagurt og bjóða upp á skemmtilega afþreyingarmögu- leika en ekki síður snyrtilegt og gott fyrir barnafólk. Önnur tjaldstæði sem lentu ofarlega voru Básar í Þórsmörk og svo tjaldstæðið í Reyni- hlíð í Mývatnssveit. Einn álitsgjafinn, Eva María Jónsdóttir sjónvarps- kona, sagðist meira að segja hafa gerst svo fræg að ná að búa á því tjaldstæði tvö sumur. Eftirlætis tjaldstæðið 1 3 1 2 3 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.