Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 30

Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 30
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Hrefna Sigurjónsdóttir, Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Sigríður Tómasdóttir skrifar Ég hef alla tíð haft blendnar tilfinningar í garð metnaðarfullra ofurforeldra. Dáðst að þeim fyrir að kynna hljóðfæraleik og hinar ýmsu íþróttagreinar fyrir börnum sínum áður en þau svo mikið sem hefja skólagöngu en á sama tíma er ég dygg stuðningsmóðir þess að börn fái að leika sér sem mest og eigi nægar frjálsar stundir til þess. Eftir að ég varð sjálf móðir hef ég oft og iðulega tekið þann debatt við sjálfa mig hvort ég sé von- laus móðir vegna skorts á framtíðarsýn fyrir börn- in og tilheyrandi bókun á námskeið til að þroska hæfileikana. Ég er til dæmis ekki svo mikið sem komin á bið- lista eftir plássi í tónlistarskóla fyrir soninn sem þó nálgast fimm ára aldurinn hratt og örugglega. Hann hefur líka verið hlunnfarinn nánast með öllu í boltauppeldi, sjálf er ég afar lítið menntuð í þeim fræðum og faðirinn hefur ekki náð að kveikja gamla fótboltaneistann. Þó segja mér reyndar mæður að það sé grundvallaratriði í tilveru að minnsta kosti drengja að vera góður með boltann. Aftur á móti hefur mér sýnst flestar stelpur vera í ballett nú orðið og er strax farin að kvíða því að stúlkan eins og hálfs árs hrífist með í prinsessuvæðingunni sem á allt herjar, vilji dansa í bleiku og heimti ballett og engar refjar. Ég hef stundum borið mig saman við aðrar mæður og spurt þær ráða, allar eru þær ósköp rólegar í tíðinni og finnst að maður eigi alls ekkert að vera að stressa sig á því að setja börnin á hin ýmsu námskeið, en ég á bágt með að trúa þessum röddum. Áður en við er litið eru þessar sömu mæður iðulega búnar að setja börnin á ofur námskeið fyrir ofurkrakka. Auðvitað veit ég að best er að fara eftir eigin sannfæringu í þessu máli eins og öðrum og nota heilbrigða skynsemi. En undir niðri blundar hræðslan um að gefi ég börnum mínum ekki öll tækifærin og hvetji þau áfram til að læra sem mest verði þau eftirbátar félaga sinna og undir í samkeppninni. Tungu- málakunnátta er til dæmis ómetanleg og ég man þá tíð að hafa svarið og sárt við lagt að eignaðist ég börn myndu þau sko fá tækifæri til að ná full- komnum tökum á einhverju tungu- máli öðru en íslensku strax í barn- æsku. Ekki er í spilunum að flytja til útlanda þannig að ég virðist búin að klúðra því máli líka. Góðu fréttirnar eru þó þær að blessuð börnin virð- ast hamingjusöm, var ekki einhver sem sagði að það væri fyrir öllu? Leikur eða lærdómur? BARNVÆNT Sundlaugin á Álftanesi Risavaxin rennibraut og öldulaug hljómar mjög freistandi í eyrum flestra barna og örugglega margra fullorðinna líka. Þetta og meira til er að finna í nýopnaðri sundlaug á Álftanesi sem sannarlega er heimsóknarinnar virði enda um að gera að prófa nýjar sundlaugar til samanburðar við þær sem fjölskyldan hefur farið oftast í. Sundlaugin var opnuð um síðustu helgi þannig að allt er glænýtt og spennandi á staðnum. Eftir hasartúr í renni- brautina er svo hægt að slaka á í heitum potti. Verð fyrir fullorðna sundlaugar- gesti er 360 krónur, börn á aldrinum fimm til tólf ára borga 120 krónur og yngri en fimm ára fá frítt í laugina. Það er algjör gæðastund fyrir fjöl-skylduna að vera á röltinu saman. Það er ekkert sem truflar, enginn þarf að skreppa neitt til að vinna pínulítið eða hitta einhvern. Það gerist ekki betra,“ segir Magnús Hákonarson, sem eyðir drjúgum hluta sumra uppi á fjöllum ásamt eiginkonunni, Þórdísi Sig- marsdóttur, og sonunum Víkingi Óla og Hákoni Þorra. Strákarnir, sem í dag eru átta og tólf ára, muna ekki annað líf en að vera á ferðalagi um landið með foreldrum sínum. „Við erum búin að fara með þá í útilegur frá því þeir voru núll ára, bæði í tjöld og í fjallaskála, en við hjón- in höfum bæði unnið sem skálaverðir. Þeir vita ekkert betra en að komast upp til fjalla í algjört frelsi á sumrin.“ Á meðan strákarnir voru smábörn fengu þeir að sitja í göngupoka á baki pabba síns en eftir þriggja ára aldur- inn hafa þeir gengið sjálfir og ekki verið í boði að sitja á háhesti. Þriggja til fjögurra ára voru bræðurnir farn- ir að fara í dagsgöngur, svo sem upp á Esju, Vaðlahnjúk og Helgafellið. Fimm ára gamall fór sá eldri svo Laugaveg- inn í fyrsta sinn, en sú ganga tekur fjóra daga. Sá leikur var svo endurtekinn fyrir tveimur árum, þegar þeir bræðurnir voru sex og tíu ára. Krökkum er eðlilegt að hreyfa sig mikið. Þess vegna segir Magnús það alls ekki of mikið á þá lagt að fara í langa göngu- túra. „Ég man eftir því þegar ég fór með eldri strákinn á Laugaveginn í fyrsta skipti, en þá var hann fimm ára. Tíu mínútum eftir að við vorum komin í skálann var hann farinn að sveifla sér í kojunum, á meðan afi og amma voru þreytt og lúin.“ Magnús segir það mikilvægast þegar gengið er með börnum að leyfa þeim að ráða hraðanum. Þá reynist hún þeim lítið mál. „Markmiðið er ferðin sjálf, ekki endapunkturinn. Það þýðir ekk- ert að pína krakka áfram, þá er búið að eyðileggja alla ánægjuna. Það er engin ástæða til að fara hratt yfir, heldur er miklu mik- ilvægara að dóla sér, tína steina, skoða blóm og leika sér. Svo passa ég bara upp á að þeir verði aldrei svangir, séu vel búnir og að þeir fjúki ekki.“ Hann er ekki að grínast með það síð- astnefnda. „Við lentum einu sinni í miklu roki uppi á Hengilssvæð- inu og ég þurfti beinlínis að halda Hákoni niðri. Þá var hann fjögurra ára. En þá snerum við líka bara við, eins og á að gera ef maður lendir í slíkum aðstæðum með börn.“ holmfridur@frettabladid.is Gæðastundir með fjölskyldunni á fjöllum Bræðurnir Víkingur Óli og Hákon Þorri Magnússynir voru ekki háir í loftinu þegar þeir fóru að ganga einir og óstuddir á fjöll. Faðir þeirra, Magnús Hákonarson, segir börn vel geta gengið sömu leiðir og fullorðnir. Magnús Hákonarson og synir Hákon Þorri og Víkingur Óli hafa verið á ferðalagi um landið með foreldrunum frá blautu barnsbeini. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V ILH EL M Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is KAUPAUKI Hverju setti af vindúlpu og buxum fylgja stígvél* *meðan birgðir endast

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.