Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 54
30 30. maí 2009 LAUGARDAGUR Fyrsta risamynd sumarsins ryður sér leið inn í bíóhúsin á miðvikudag með látum. Terminator Salvation nefnist hún og er sú fjórða í þessum vinsæla hasarmyndabálki. Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan fyrsta Terminator-myndin kom út. Terminator Salvation er sannköll- uð stórmynd enda er talið að hún hafi kostað um 200 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 25 milljarða króna. Sjálfur aðaltortímandinn, Arnold Schwarzenegger, hefur nú vikið fyrir Leðurblökumanninum Christian Bale í aðalhlutverkinu en þrátt fyrir það er hasarinn meiri en nokkru sinni fyrr, auk þess sem útlit myndarinnar og tæknibrellur eru framúrskarandi. Nú eru liðin 25 ár síðan fyrsta Terminator-myndin kom út en hún átti stóran þátt í að koma Arnold Schwarzenegger á kortið í Holly- wood. Nú er hann horfinn á braut eins og áður segir en þrátt fyrir fjarveru hans finnur Tortímand- inn samt alltaf leið til baka á einn eða annan hátt. Flókin framvinda Þeim sem eiga erfitt með að fylgja framvindunni í Terminator-mynd- um er ráðlagt að rifja aðeins upp hvað gerst hefur fram til þessa. Söguna vantar enn tíu ár til að ná í skottið á sjálfri sér, en þær tvær framhaldsmyndir sem eru fyrir- hugaðar á næstu árum munu vafa- lítið binda enda á þetta ofbeldis- fulla ævintýri. Drápsvélmenni snúa aftur JOHN CONNOR VERÐUR TIL Sarah Connor og Kyle Reese ástfangin í The Terminator frá árinu 1984. HAFIÐ ÞIÐ SÉÐ ÞENNAN DRENG? Hið óstöðvandi T-1000-vélmenni leitar að John Connor í Terminator 2: Judgement Day. I´LL BE BACK Arnold Schwarzenegger í Terminator: Rise of the Machines. JOHN CONNOR Christian Bale leikur uppreisnarleiðtoga framtíðarinnar, John Connor, í Terminator Salvation. DRÁPSVÉLMENNI Eitt af ófrýnilegu vélmennunum úr smiðju Skynet í nýju myndinni sem fer létt með að drepa allt sem á vegi þess verður. The Terminator (1984) Drápsvélmennið T-800 (Schwarz- enegger) er sent til jarðar úr framtíðinni (árinu 2029) af gervi- greindarfyrirtækinu Skynet til þess að koma í veg fyrir fæðingu Johns Connor, framtíðarleiðtoga uppreisnarmanna. Connor sendir þá hermanninn Kyle Reese, einn- ig úr framtíðinni, til að vernda Söru Connor fyrir vélmenninu. Einkunn á Imdb.com: 8,1/10 Terminator 2: Judgement Day (1991) Skynet sendir hið fágaða og óstöðvandi T-1000-vélmenni til þess að drepa unglinginn John Connor. Connor-framtíðarinnar sendir þá endurforrit- að T-800-vélmenni (Schwarzenegger) til að vernda Connor og móður hans Söru. Einkunn: 8,5/10 Terminator 3: Rise of the Machines (2003) John Connor og móðir hans reyna að koma í veg fyrir að dómsdagur, fyrir tilstuðlan Skynet, brjótist út með mikilli kjarnorkustyrjöld. Einkunn: 6,7/10 Terminator Salvation (2009) Myndin gerist árið 2018 að liðnum dómsdegi. Connor hittir ókunnan mann að nafni Marcus Wright (sem lítur ekki ósvipað út og Schwarzen- egger) og saman reyna þeir að takast á við Skynet. Inn í sög- una fléttast Kyle Reese, faðir Connors, sem er, þegar þarna er komið sögu, enn á unglingsaldri og hefur enga hugmynd um lykil- hlutverk sitt í komandi átökum. Einkunn: 7,4/10 freyr@frettabladid.is GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Góð vika fyrir … Eið Smára. Hann hampaði bikarn- um fyrir sigur í Meistaradeild- inni í fótbolta og varð fyrstur íslenskra fótboltakappa til að ná þeim stórmerka áfanga. Kristján Guðmunds- son. Hann hlaut hin virtu Carnegie-verð- laun í vikunni en þau eru ein veglegustu verðlaun sem veitt eru fyrir myndlist í heiminum. Heiðrin- um fylgir ein milljón sænskra króna sem eru heilar sautján milljónir íslenskra króna á genginu í dag. Jónínu Benediktsdóttur. Hún lét drauminn rætast og opnaði Detox-stöð í Reykjanesbæ í vikunni. Þar býðst fólki að fara í tveggja vikna afeitrun undir styrkri stjórn Detoxdrottningar- innar. Slæm vika fyrir … Veitingamenn. Skattar á áfengi munu hækka sem þýðir að sopinn verður enn dýrari en hann er núna og þó að það muni ef til vill ekki minnka drykkju landans gæti það þýtt minni drykkju á bör- unum sem er slæmt fyrir veitingamenn enda hryllir þá við áfengisskatti. Ketti. Munaðarlausir kettir hafa aldrei verið fleiri en þrengingar í efnahagslíf- inu hafa leikið gæludýrin grátt. Fleiri en áður hafa gripið til þess ráðs að bera þau út. Gunnar Birgisson. Enn ber- ast fregnir af viðskiptum fyrirtækja bæjarstjórans í Kópavogi við bæinn. Hann ber sig þó vel að vanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.