Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 56
32 30. maí 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1431 Jóhanna af Örk er brennd
á báli í Rúðuborg í Frakk-
landi.
1829 Jónas Hallgrímsson flytur
prófræðu sína í Bessa-
staðakirkju.
1851 Jón Sigurðsson er kosinn
forseti Kaupmannahafnar-
deildar Hins íslenska bók-
menntafélags og gegnir
þeirri stöðu til dauðadags.
1889 Hallgrímur Sveinsson er
vígður biskup.
1919 Fyrsti íslenski ríkisráðs-
fundurinn er haldinn í
Fredensborgarhöll í Dan-
mörku. Fyrsti slíkur fund-
ur hérlendis er haldinn
tveimur árum síðar.
1977 Kvikmynd Hrafns Gunn-
laugssonar, Blóðrautt sól-
arlag, er frumsýnd og
veldur deilum.
VOLTAIRE (FÆDDUR 21. NÓVEM-
BER 1694) LÉST Á ÞESSUM DEGI
ÁRIÐ 1778.
„Ég óttast það mest að jörð-
in kunni að vera vitlausra-
spítali alheimsins.“
François-Marie Arouet, betur
þekktur undir höfundarnafn-
inu Voltaire, var franskur rit-
höfundur, heimspekingur og
mikilvægur boðberi upplýs-
ingarinnar.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,
Sigurður Reynir Magnússson
frá Stakkahlíð, Loðmundarfirði, Brávöllum 3, Egilsstöðum,
lést fimmtudaginn 21. maí á Gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut. Kveðjustund verður í
Egilsstaðakirkju 30. maí kl. 14.00.
Aðstandendur.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Guðbjargar Sigríðar
Þórólfsdóttur
dvalarheimilinu Höfða, áður til heimilis
að Háholti 31, Akranesi.
Þórólfur Ævar Sigurðsson Kristín Eyjólfsdóttir
Guðjón Heimir Sigurðsson Valgerður Bragadóttir
Halldór Bragi Sigurðsson Sigurlaug Brynjólfsdóttir
Guðrún Agnes Sigurðardóttir Tryggvi Ásgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Guðrún Sveinsdóttir
Hringbraut 102, Keflavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
miðvikudaginn 27. maí. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 13.00.
Heimir Hjartarson Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir
Jón B. Hjartarson Gígja Grétarsdóttir
Steinar Gísli Hjartarson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir kveðjur og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns og
föður okkar,
Helga H. Árnasonar
verkfræðings, Laugarásvegi 63.
Bryndís Þorsteinsdóttir
Dagný, Árni, Guðrún, Þorsteinn
og fjölskyldur.
MOSAIK
40 ára afmæli
Í dag kemst þessi gamlingi á
bækurnar og vonandi í brækurnar,
þó að það sé ólíklegt því að hann er
orðinn 40 ÁRA. Af því tilefni viljum
við vinnufélagarnir minna hann á (sjá
mynd) að sumir hlutir lagast bara
með aldrinum, sem betur fer.
Jón Þór.
Til haming ju með daginn.
Margrét H. Blöndal hlaut í
vikunni styrk úr listasjóði
Guðmundu S. Kristinsdótt-
ur fyrir framlag sitt á sviði
myndlistar. Afhendingin
fór fram við opnun sýning-
anna Erró – Mannlýsingar
og Möguleikar – Listasjóður
Guðmundu Kristinsdóttur,
en Margrét á verk á þeirri
síðari ásamt hinum níu lista-
konunum sem hlotið hafa
viðurkenningu úr sjóðnum.
Sjóðinn stofnaði Erró til
minningar um frænku sína
Guðmundu og er honum
ætlað að efla og styrkja list-
sköpun kvenna. Er þetta í
tíunda sinn sem styrkur er
veittur úr sjóðnum en fram-
lagið rennur til listakonu
sem þykir skara fram úr.
Þær konur sem áður hafa
hlotið viðurkenningu úr
sjóðnum eru Ólöf Nordal,
Finna Birna Steinsson, Katr-
ín Sigurðardóttir, Gabríela
Friðriksdóttir, Sara Björns-
dóttir, Þóra Þórisdóttir,
Guðrún Vera Hjartardóttir,
Hekla Dögg Jónsdóttir og
Hulda Stefánsdóttir.
Veitt úr sjóði Guðmundu
LISTAKONA Margrét H. Blöndal
er tíunda konan sem hlýtur
styrk úr listasjóði Guðmundu S.
Kristinsdóttur.
Jóhanna af Örk, eða Mærin frá Orléans, sem er þjóð-
þekkt hetja í Frakklandi og kaþólskur dýrlingur lést á
þessum degi árið 1431.
Jóhanna var frönsk almúgastúlka fædd í austurhluta
Frakklands 1412. Ung sagðist hún sjá sýnir sem voru
frá guði komnar. Hann skipaði henni að ná Frakklandi
undan yfirráðum Englendingum í Hundrað ára stríð-
inu. Hinn ókrýndi Karl 7. sendi hana til Orléans, sem
Englendingar höfðu á valdi sínu. Hún fór fyrir franska
herliðinu og varð fræg fyrir að hrekja Englendingana
á brott. Á aðeins níu dögum náði hún að vinna fleiri
sigra og leiddi það til þess að Karl var krýndur í Reims.
Segja má að sigrar hennar og hersins franska hafi gefið
frönsku þjóðinni aukið sjálfstraust. Englendingar náðu
hins vegar að handsama Jóhönnu nærri Compiègne.
Þar dæmdi enski landsstjórinn hana fyrir villitrú og lét
svo brenna hana á báli. Kallixtus 3. páfi veitti henni
uppreisn æru 24 árum síðar. Benedikt 15. páfi hinn 16.
tók hana í dýrlingatöli í maí 1920.
ÞETTA GERÐIST: 30. MAÍ ÁRIÐ 1431
Jóhanna af Örk lætur lífið
Fyrsti hluti Eldfjallasafns verður opn-
aður í Stykkishólmi á hvítasunnudag. Í
honum eru listaverk og munir tengdir
eldgosum og áhrifum þeirra. Maðurinn
sem leggur safninu til verkin er Harald-
ur Sigurðsson. Hann hefur safnað að sér
efninu á undanförnum fjörutíu árum á
ferðum sínum og störfum um heiminn.
Haraldur hefur starfað sem prófessor í
eldfjalla- og haffræði í Bandaríkjunum
undanfarna áratugi. Nú er hann fluttur
til landsins í Stykkishólm þar sem hann
er fæddur og uppalinn.
„Áhugavert er að athuga það og hug-
leiða hvernig listamenn bregðast við
eldgosum með ólíkum hætti í mann-
kynssögunni,“ bendir Haraldur á og
segir kjörið fyrir þá sem áhuga hafa
á list og eldfjöllum að skoða á sýning-
unni fjölbreytt verk frá ólíkum stöðum
og tímum.
Á safninu er að finna málverk, málm-
stungur og svartlist sem sýna ýmiss
konar eldvirkni frá ýmsum heimshorn-
um. „Þar verður einnig hægt að skoða
frumstæða alþýðulist frá Indónesíu,
Mexíkó og Mið-Ameríku svo eitthvað
sé nefnt.“ Munirnir eru sem fyrr segir
allir frá stöðum sem Haraldur hefur
heimsótt. „Stórt verk eftir Andy Warhol
frá árinu 1985 af eldgosi verður á sýn-
ingunni,“ segir hann og nefnir að lista-
maðurinn hafi alltaf verið í miklu uppá-
haldi hjá sér. Verkið eignaðist Haraldur
fyrir allnokkru.
Vonir standa til að þetta framlag Har-
alds marki upphafið að stærra safni
sem eigi eftir að rísa í Stykkishólmi í
náinni framtíð. Um tildrögin að stofnun
þess segir hann: „Ég fór fyrst að reifa
hugmyndina að safninu árið 2005. Það
var síðan Stykkishólmsbær sem tók af
skarið og hóf samstarfið við mig.“ Bær-
inn leggur til húsnæði safnsins í Aðal-
stræti 6 sem áður hýsti samkomuhús
bæjarins. „Það hefur verið gert upp og
rúmar safnið ágætlega eins og það er í
dag,“ segir hann.
Í sumar verður boðið upp á fræðslu-
ferðir í safninu á mánudögum og þriðju-
dögum. „Farin verður hringferð um
Snæfellsnesið og reynt að skoða það sem
hægt er á einum degi,“ bendir Haraldur
á og bætir við að oft sé sagt um Snæ-
fellsnesið að það sé eins konar vasa-
bókaútgáfa af jarðfræði Íslands.
Áhugasamir geta því sótt námskeið
og fengið leiðsögn um helstu staðina á
Snæfellsnesi í sumar hjá einum helsta
eldfjallafræðingi landsins.
Eldfjallasafnið verður opið alla virka
daga í sumar frá klukkan 11 til 17. Nán-
ari upplýsingar á vefsíðunni www.eld-
fjallasafn.is og með því að senda póst á
safn@eldfjallasafn.is.
vala@frettabladid.is
FYRSTI HLUTI ELDFJALLASAFNS: VERÐUR OPNAÐ Á STYKKISHÓLMI Á HVÍTASUNNUDAG
Alþjóðasafn af listaverkum
M
YN
D
/Ú
R
E
IN
K
SA
FN
I
ELDFJALLAFRÆÐINGURINN
Haraldur Sigurðsson fylgir fólki
um sýninguna.