Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 58

Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 58
34 30. maí 2009 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja sonur, bráðum lærir þú að standa á eigin fæti. Gekk bara svona vel? Ertu búin að skila götu- heitinu sem við stálum til lögreglunnar? Ég neyddist bara til þess, samviskubitið var að naga mig! En Stanislaw, ég lofa því að þetta verður í síðasta skipti sem ég geri eitt- hvað óheiðarlegt. Bíddu nú við, það var ekki óheiðarlegt að skila götuheit- inu til laganna varða! Nei, en að nota þitt nafn, var það! Komdu, ég skal fylgja þér suður. Þú ert góður köttur! Jáps... Sæll, kæri bróðir! sæl, kæra systir! Ánægju- legt að sjá þig aftur Takk, sömuleiðis „Blíng“ „Blíng“ Tíminn líður hægt þegar eft- irrétturinn veltur á því hvernig þú hagar þér! Haldið áfram, ykkur miðar vel áfram. Algjörlega Ég er eflaust ein af mörgum sem fengu fyrir hjartað þegar þeir sáu forsíðu-myndina á Fréttablaðinu í gær, af mun- aðarlausum kettlingum í Kattholti. Í frétt- inni segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattholts, frá því að munaðarlausir kettling- ar hafi aldrei verið fleiri en nú og þar gætir án efa áhrifa kreppunnar. Fólk hefur ekki lengur efni á að fara með dýrin til dýra- læknis til að láta taka þau úr sambandi og það er kostnaðarsamara að hafa dýr á heim- ilinu en áður, svo nú berast Kattholti óvenju- margir kettlingar og fjölmargar læður og fress eru skilin eftir á hlaðinu. Sigríður biður dýravini og fólk, sem þykir vænt um málleys- ingja, að gefa kattamat svo þeir fái allavega að borða. Það er þekkt fyrirbæri víða að fólk losi sig við hvolpa og kettlinga eftir áramót og á sumrin. Á veturna er fólk oftast að losa sig við dýr sem voru gefin í jólagjöf, en er einfaldast að skilja eftir þegar enginn á heimilinu hefur gaman af þeim lengur. Svipuð staða kemur upp á sumrin þegar fólk er að fara í sumarfrí og á erfitt með að koma dýrum sínum í fóstur, þá finnst sumum einfaldasta lausnin að keyra með þau sem lengst í burtu og henda þeim út úr bílnum. Ég á mjög bágt með að skilja hvernig fólk getur losað sig við gæludýrin sín með þess- um hætti og hryllir við tilhugsuninni. Þegar kemur að niðurskurði í heimilisútgjöldum eru hundarnir mínir svo sannarlega ekki á listanum yfir þá hluti sem mega missa sín. Ég vona að þessir kettlingar fái gott heimili og fólk fari að hugsa sinn gang og forgangs- raða upp á nýtt áður en það skilur dýrin sín eftir! Gæludýrin skilin eftir NOKKUR ORÐ Alma Guðmundsdóttir Langar þig að stunda hluta af vinnu- staðanámi þínu á Norðurlöndum? Ferða- og dvalarstyrkur IÐAN fræðslusetur auglýsir eftir umsóknum til vinnu- staðanáms á Norðurlöndunum. Norræna ráðherranefndin styrkir nemendur í öllu iðn- og starfsnámi til að stunda hluta af vinnustaðanámi sínu á Norðurlöndunum. Úthlutað verður úr sjóðnum í júní 2009 og október 2009. Hámarks- dvöl er sex mánuðir og lágmarksdvöl er tveir mánuðir. Sækja þarf um fyrir 15. júní 2009 og seinni umsóknarfrestur er 15. september 2009. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs, http://idan.is/styrkir/ eða í síma 590-6400.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.