Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 60

Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 60
36 30. maí 2009 LAUGARDAGUR Tilkynnt var um tilnefningar til Grímunnar 2009 í gær í Borgar- húsinu og afhenti forseti Íslands hinum tilnefndu viðurkenningar- skjal því til staðfestingar. Grím- an verður veitt hinn 16. júní sam- kvæmt venju. Flestar tilnefningar fær sýn- ing Lab loka á Steinum úr djúp- inu – alls tólf, næst í hylli Leik- listarakademíunnar og álitsgjafa hennar er sýning Mín og vina minna á Húmanímal, alls níu – en þær voru báðar unnar í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið. Utan gátta eftir Sigurð Pálsson sem sett var á svið í Þjóðleikhúsinu fær líka níu tilnefningar. Aðrar sýningar fá færri tilnefn- ingar en meðal þeirra eru ofar- lega Þú ert hér og Dauðasynd- irnar sem báðar voru settar upp í Borgarleikhúsi af Leikfélagi Reykjavíkur. Alls er tilnefnt í 17 flokkum og er sýnilegt að tilraunakenndar sýningar njóta mestrar hylli hjá Grímumönnum. Sjá má tilnefn- ingar í heild sinni á Vísi.is og vef Grímunnar, Gríman.is. Gríman – íslensku leiklistar- verðlaunin verða veitt við hátíð- lega athöfn þriðjudaginn 16. júní í Borgarleikhúsinu. Þetta verður í sjöunda sinn sem Grímuhátíðin er haldin, en Gríman var fyrst veitt sumarið 2003. Alls komu 78 frumflutt verk til álita til Grímunnar í ár, þar af 9 útvarpsverk, 43 almennar sýn- ingar, 15 dansverk og 11 sýning- ar ætlaðar börnum og/eða ungl- ingum. Samtals störfuðu yfir eitt þúsund listamenn við þessi verk. Heiðursverðlaun Leiklistarsam- bands Íslands verða veitt þeim listamanni er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista. Í ár verða í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokknum hljóð- mynd ársins, þar sem frumsköp- un á sviði hljóðs er verðlaunuð. Leiklistarsamband Íslands, heildarsamtök sviðslista á Íslandi, stendur árlega fyrir Grímunni sem einnig er uppskeruhátíð leiklistar- innar og haldin í lok hvers leikárs. Meðal markmiða Íslensku leiklist- arverðlaunanna eru að auka fag- mennsku og sérhæfingu innan sviðslista og stuðla að metnaðar- fullum vinnubrögðum þeirra er starfa við sviðslistir með það að leiðarljósi að auka gildi, sýnileika og hróður sviðs lista á Íslandi. pbb@frettabladid.is Tilnefningar til Grímunnar LEIKLIST Hin tilnefndu fögnuðu í gær á sviði Borgarleikhússins með viðurkenningarplögg í höndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hamlet í Ráðhúsinu Stórleikarar Leynileikhússins (9-10 ára) fara á kostum í stórskemmtilegri sýningu undir leikstjórn Sólveigar Guðmundsdóttur. - laugardag kl. 14:00 Okkar hverfi - okkar list, myndlistarsýning nemenda úr fjórum grunnskólum borgarinnar er opin til þriðjudags. Hvað á hátíðin að heita? Hugmyndasamkeppni um nafn og merki barnahátíðar sem haldin verður 2010 stendur yfi r. Starfrækt er myndlistarsmiðja þar sem gestir geta prófað sjálfi r þá tækni sem er nýtt í sýningunni. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks Frida... viva la vida Vínland - athyglisverðasta áhugaleiksýningin 08/09 Dreams 2009 - alþjóðleg döff leiklistarhátíð Kardemommubærinn Inntökupróf - lau. 6 / 6 / 09 umsóknarfrestur til 3.júní Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. www.myndlistaskolinn.is Leir og tengd efniMÓTUN MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Mótun A-hluti og C-hluti umsóknarfrestur til 3.júní Myndlista- og hönnunarsvið (fornám) skólaárið 2009-2010 - 2 annir fullt nám í dagskóla Mótun - leir og tengd efni skólaárið 2009-2010 - 2ja ára myndlista- og hönnunarnám Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Ný námsbraut - leið til BA gráðu. www.myndlistaskolinn.is www.myndlistaskolinn.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.