Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 66
42 30. maí 2009 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Þursaflokkurinn,
Páll Óskar og Monika
og Bróðir Svartúlfs,
nýkrýndir sigurveg-
arar Músíktilrauna,
koma fram á tónlistar-
hátíðinni Bræðslunni
á Borgarfirði eystri.
Hátíðin, sem verður
haldin helgina 24. til
26. júlí, heldur upp á
fimm ára afmæli sitt
í sumar. Hún hefur
styrkt sig í sessi sem
einn af áhugaverðari
viðkomustöðum
Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram
Emilíana Torrini, Damien Rice, Lay Low, Belle & Sebastian, Magni,
Megas og Senuþjófarnir og Eivör Pálsdóttir, svo fáeinir flytjendur
séu nefndir.
Forsala á Bræðsluna er hafin á midi.is. Verð aðgöngumiða í for-
sölu er 5.000 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð miða við
innganginn verður 6.000 krónur ef ekki verður uppselt í forsölu.
Þursar á Bræðslu
ÞURSAFLOKKURINN Þursarnir verða á meðal þeirra
sem stíga á svið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni.
MYND/EYÞÓR ÁRNASON
> VITNAR GEGN BROWN
Söngkonan Rihanna mun
hugsanlega bera vitni gegn
fyrrverandi kærasta sínum,
Chris Brown, þegar réttað
verður yfir honum á næstunni.
Hann er ákærður fyrir að hafa
ráðist á hana á grimmilegan
hátt. „Hún er alveg til í að
bera vitni verði hún beðin
um það,“ sagði lögfræðing-
ur hennar.
Tónlistarmaðurinn Eberg burðast
með klósett upp á fjall í sínu nýjasta
myndbandi við lagið The Right Thing
To Do.
„Það var mjög heimskulegt að labba
upp á fjall með þetta. Þetta var djöfull
erfitt,“ segir Eberg, sem segir árang-
urinn þó erfiðisins virði. „En það var
heimskulegt að fara ekki á fjall sem
hægt er að keyra upp á.“ Fjallið sem
um ræðir er Lambafell í Þrengslum.
„Þetta er raunasaga drengs sem er
að leita að fullkomnum stað til að losa
um. Hann er búinn að safna í marga
daga,“ segir Eberg um myndbandið og
kímir. „Þetta er ferðamaður sem ferð-
ast með klósett til Íslands. Hann fer
svona túristarúnt í gegnum Leifsstöð,
í rútuna og á Hótel Sögu. Hann er allt-
af með þetta asnalega klósett með sér.
Svo vaknar hann daginn eftir uppi
á fjalli og þá er hann búinn að finna
staðinn sinn.“
Það var Árni Þór Jónsson, eða Árni
Zúri, sem tók upp myndbandið, sem
kemur út á næstu vikum. Hann hefur
á ferli sínum unnið fyrir flytjendur
á borð við Damien Rice, Bang Gang,
Ampop og Singapore Sling.
The Right Thing To Do er tekið af
nýjustu plötu Ebergs, Antidote, sem
kom út á dögunum. Fyrsta upplag
hennar, sem hljóðaði upp á eitt þúsund
eintök, er þegar uppselt hér á landi og
er annað væntanlegt. Viðræður eru
jafnframt hafnar við franskt fyrirtæki
um að dreifa plötunni þar í landi. - fb
Heldur á klósetti upp á fjall
UPPI Á FJALLI Eberg burðast með klósett upp á
fjallstind í sínu nýjasta myndbandi.
Myndlistarmaðurinn Laurie
Grundt er elsti íbúi frí-
ríkisins Kristjaníu, hefur
búið þar í 36 ár og segir
þá samfélagstilraun hafa
gengið upp.
Myndlistarmaðurinn Laurie
Grundt er norskur, fæddist í Berg-
en árið 1923. Þótt hugurinn sé enn
kvikur segir hann, í samtali við
blaðamann Fréttablaðsins, líkam-
ann vera að gefa sig. „Ég er hrædd-
ur um að ég sé að deyja. Og ætla að
flytja til Bergen áður en ég fer til
vítis,“ segir Laurie æðrulaus. Hann
segir að sér hafi alltaf liðið vel í
Bergen. En bestu ár ævinnar átti
hann í fríríkinu umdeilda, Kristj-
aníu, þangað sem hann flutti upp
úr 1970 – einn þeirra fyrstu sem
það gerðu. Laurie er merkur lista-
maður, nam við listaakademíuna
í Bergen og Ósló, dvaldi við nám
í París og svo Flórens og hefur
stundað list sína af kappi æ síðan.
Hann er í heimsókn á Íslandi fyrsta
sinni og segir það stórkostlegt.
Hann hefur einmitt verið að vinna
að verki sem byggir á sögunni um
það þegar Ísland var numið. Laur-
ie sér ákveðna samsvörun í því og
hvernig Kristjanía varð til – það
þurfti að semja allar leikreglur
upp á nýtt til þess að íbúar gætu
búið saman í sátt og samlyndi.
Sennilega gætu Íslendingar margt
af Kristjaníubúum lært því Laur-
ie fullyrðir að það sé samfélags-
tilraun sem er vel heppnuð. Þar sé
lögð áhersla á húmanisma. Þar búa
800 manns í sátt og samlyndi. Gras-
rótin fundar og ræður því hvernig
málum skal háttað. Laurie útskýrir
að hugtakinu eignaréttur hafi nán-
ast verið úthýst í Kristjaníu. Menn
greiði fyrir afnotarétt en eignar-
hald sé ekkert. „Ég bý í kollektívi.
Stærsta húsi Kristjaníu en þar búa
80 manns. Ég greiði leigu fyrir her-
bergið mitt. Greiði mest því það er
stærst. En ég á ekkert og þegar ég
fer þá tek ég það ekki með mér eða
Haminjusamur í
Kristjaníu í 36 ár
ELSTI ÍBÚI KRISTJANÍU Laurie Grundt var með þei
heppnast fullkomlega.
Það er ekki síst fyrir atbeina vinjettuhöfundarins góð-
kunna og fagurkerans, Ármanns Reynissonar, sem Laurie
Grundt er staddur hérlendis. En Ármann er einlægur
aðdáandi myndlistarmannsins. Þegar Ármann var í
Kaupmannahöfn í haust að kynna Vinjettur sínar bauð
náinn vinur og landi Lauries Ármanni fyrirvaralaust með
sér í heimsókn á heimili listamannsins og vinnustofu.
„Það urðu fagnaðarfundir eins og um gamla vini væri að
ræða. Ég færði Laurie eintak af Vestnorrænum vinjettum
og las upphátt fyrir hann á dönsku margar vinjettur.
Listamaðurinn varð svo hrifinn af myndrænum vinjettum
frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum að hann skenkti
mér olíumálverk og leirskúlptúr sem þakklætisvott. Eins
og Noregskonungar gerðu til forna þegar skáld lásu
þeim drápu.“ Þar sem Laurie Grundt hafði aldrei komið
til Íslands hvatti Ármann listamanninn til að koma og
upplifa landið nú í vor og njóta hinnar fallegu birtu sem
einkennir þennan árstíma. „Listamaðurinn hefur alltaf
verið mikill vinur Íslands og heillast af Íslendingasög-
unum. Um þessar mundir er hann að vinna að mynda-
seríu um Ísland sem tengist Íslandssögunni og náttúru
landsins.“ Ármann segir Laurie búa í húsi friðarins og
lifa heilbrigðu lífi. „En vill vera utan þessa hefðbundna
niðurnjörvaða samfélags. Hann hefur aldrei tekið bílpróf
en er annálaður hjólreiðamaður enn þann dag í dag.
Hann hefur vinnustofu í Kristjaníu og hefur einnig málað
nokkur vegglistaverk í fríríkinu og unnið skúlptúra sem
setja sinn svip þar á.“
Vill vera utan niðurnjörvaðs samfélags
Kaffisala í Vindáshlíð í Kjós,
mánudaginn 1. júní kl. 14.00-18.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Enn eru nokkur pláss laus í sumarbúðirnar.
Sjá eftirfarandi flokka:
7. flokkur 24.-30. júlí laust
9. flokkur 5.-11. ágúst örfá pláss laus
10. flokkur 12.-18. ágúst örfá pláss laus
11. flokkur 29.-23. ágúst laust
Skráning og nánari upplýsingar á www.kfum.is og í síma 588 8899