Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 71
LAUGARDAGUR 30. maí 2009 47 FÓTBOLTI Úrslitaleikur ensku bikar- keppninnar fer fram á Wembley- leikvanginum í dag. Leikurinn hefst klukkan 14 og mætast Chel- sea og Everton. Bæði lið eru ólm í að ná í titil á leiktíðinni, ekki síst Chelsea sem féll naumlega úr leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Tímabilið telst vera misheppn- að ef við vinnum enga titla,“ sagði Frank Lampard, leikmaður Chel- sea, „og miðað við okkar mann- skap er það líklega rétt. Við vilj- um gjarnan kveðja Guus Hiddink með sigri í þessum leik og eru allir leikmenn sammála um það.“ Hiddink tók við Chelsea á miðju tímabili eftir að Luiz Felipe Scol- ari var látinn taka poka sinn. Hidd- ink er þó landsliðsþjálfari Rússa og hverfur aftur til þeirra starfa nú þegar tímabilinu lýkur í Eng- landi. „Leikmenn hafa staðið þétt saman síðan hann kom. Það hefur verið frábært að vinna með honum, enda er hann ekki bara frábær knattspyrnustjóri heldur líka góð manneskja.“ Hiddink vonar þó að leikurinn í dag verði ekki hans síðasti í enskri knattspyrnu. „Enska úrvalsdeildin ber höfuð og herðar yfir aðrar í knattspyrnu- heiminum og auðvitað vildi ég gjarnan fá tækifæri til að starfa aftur hér,“ sagði Hiddink. „Mér ber skylda til að fara aftur til Rúss- lands en freistingin er vissulega til staðar.“ David Moyes, stjóri Everton, segir að tími sé kominn til að liðið vinni bikar. „Ég sagði það fyrir undanúrslitaleikinn og það hefur ekkert breyst. Þetta er án nokkurs vafa besta liðið sem ég hef stýrt hjá Everton. Hér ríkir mjög góður liðsandi þar sem liðsheildin skiptir meira máli en einstaklingarnir.“ Hann segir Chelsea þó vera sigurstranglegra liðið í dag. „Við erum ekki oft í úrslitaleikjum og Chelsea náði betri árangri í deild- inni en við. Við förum samt í leik- inn fullir sjálfstrausts og hlökkum til að spila á Wembley.“ - esá Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar á morgun þegar Everton mætir Chelsea á Wembley: Viljum kveðja Guus Hiddink með sigri LAMPARD OG HIDDINK Félagarnir á æfingu Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Konráð Olavsson, fyrr- verandi landsliðsmaður í hand- bolta, tekur að öllu óbreyttu við þjálfun norska félagsins Kristi- ansand nú í sumar. Hann býr nú í Danmörku en flytur til Noregs í sumar. „Kristiansand er gamalgróinn klúbbur sem var lengi í efstu deild. Svo féll félagið og lenti í fjárhagshremmingum. En liðið er á uppleið og stefnir á að fara upp í efstu deild innan þriggja ára,“ segir Konráð. Hann hefur áður þjálfað yngri flokka hjá KR og Stjörnunni auk þess sem hann var aðstoðarþjálf- ari Kristjáns Halldórssonar hjá meistaraflokki Stjörnunnar á sínum tíma. Þetta er hans fyrsta stóra verkefni sem þjálfari. Konráð segir vel koma til greina að fá íslenska leikmenn til félagsins. „Það er góður háskóli í Kristiansand og þeim sem vilja komast í nám og fóta sig í norska handboltanum er velkomið að hafa samband við mig,“ segir Konráð. - esá Konráð Olavsson: Hefur þjálfara- störf í Noregi KONRÁÐ OLAVSSON Lék mestan hluta ferils síns með Stjörnunni. GOLF Íslenska mótaröðin í golfi fer af stað um helgina en leikið verður hjá sex klúbbum á þessu sumri. Fyrsta mótið fer fram nú um helgina hjá Golfklúbbi Suður- nesja á Hólmsvelli í Leiru. Flestir af bestu kylfingum landsins taka þátt. Meðal þátt- takenda í karlaflokki eru stiga- meistarinn í karlaflokki frá 2008, Hlynur Geir Hjartarson GK, og Íslandsmeistari karla 2008, Kristján Þór Einarsson GKJ. Í kvennaflokki má nefna að Nína Björk Geirsdóttir mætir ásamt stigameistara í kvenna- flokki 2008, Ragnhildi Sigurðar- dóttur GR. - óój Íslenska golfmótaröðin 2009: Byrja í Leirunni MEISTARINN 2008 Hlynur Geir Hjartar- son úr GK vann í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KR-Fylkir 0-1 0-1 Danka Podovac (31.) GRV-Stjarnan 1-0 1-0 Margrét Albertsdóttir (25.) Breiðablik-Afturelding/Fjölnir 2-1 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (7.), 1-1 Amanda Johansson (16.), 2-1 Fanndís Friðriksdóttir (19.) Stig liða í Pespi-deild kvenna: Fylkir 13, Valur 12, Breiðablik 12, Stjarnan 12, Þór/KA 7, Aftureld- ing/Fjölnir 6, GRV 6, KR 3, Keflavík 0, ÍR 0. PEPSI-DEILD KVENNA HETJAN Danka Podovac tryggði Fylki sigur á KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AUKAFERÐIR Í SUMAR Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.eimskip.is | www.herjolfur.is Eftirtaldar næturferðir / aukaferðir hafa verið settar inn í áætlun Herjólfs í sumar. Brottf. Brottf. frá Dagsetning frá Ves. Þorl. e. miðn. Staða pantana Viðburður 7. júní 23:00 02:00 (8. júní) Sjómannadagurinn 23. júní 23:00 02:00 (24. júní) Shellmót 24. júní 23:00 02:00 (25. júní) Shellmót 27. júní 23:00 02:00 (28. júní) Shellmót 28. júní 23:00 02:00 (29. júní) Shellmót 2. júlí 23:00 02:00 (24. júlí) Goslokahátíð 5. júlí 23:00 02:00 (6. júlí) Goslokahátíð 28. júlí 23:00 02:00 (29. júlí) Þjóðhátíð 29. júlí 23:00 02:00 (30. júlí) Þjóðhátíð 30. júlí 23:00 02:00 (31. júlí) Þjóðhátíð 31. júlí 23:00 02:00 (1. ágúst) Þjóðhátíð 4. ágúst 01:00 04:00 (4. águst) Upppantað frá Vestmannaeyjum Þjóðhátíð 4. ágúst 23:00 02:00 (5.ágúst) Upppantað frá Vestmannaeyjum Þjóðhátíð 5. ágúst 23:00 02:00 (6. ágúst) Þjóðhátíð 6. ágúst 23:00 02:00 (7. ágúst) Þjóðhátíð 21. ágúst 23:00 02:00 (22. ágúst) 23. ágúst 23:00 02:00 (24. ágúst) 3. sept 23:00 02:00 (4. sept) 6. sept 23:00 02:00 (7. sept) 8. október 23:00 02:00 (9. okt) 11. október 23:00 02:00 (12. okt) Shellmót - síðasti greiðsludagur pantana er 2. júní. Ósóttar pantanir seldar frá 4. júní. Þjóðhátíð - síðasti greiðsludagur er 6. júlí, ósóttar pantanir seldar frá 9. júlí. P IP A R • S ÍA • 9 0 8 9 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.