Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 78
54 30. maí 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. ofsi, 6. mannþvaga, 8. angra, 9.
farvegur, 11. í röð, 12. þrástagast, 14.
gleði, 16. í röð, 17. viður, 18. röð, 20.
rykkorn, 21. flóki.
LÓÐRÉTT
1. landamerki, 3. guð, 4. skjalla, 5.
draup, 7. sáluhjálp, 10. taug, 13. flík,
15. verðir, 16. tímabils, 19. skamm-
stöfun.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. ös, 8. ama, 9. rás,
11. jk, 12. klifa, 14. unaðs, 16. áb, 17.
tré, 18. róf, 20. ar, 21. strý.
LÓÐRÉTT: 1. mörk, 3. ra, 4. smjaðra,
5. lak, 7. sálubót, 10. sin, 13. fat, 15.
sért, 16. árs, 19. fr.
Hugleikur Dagsson
Aldur: 31 árs.
Starf: Listamaður.
Stjörnumerki: Vog.
Fjölskylda: Stór.
Búseta: Bý á landamærum Vestur-
bæjar og miðbæjarins.
Hugleikur samdi myndasögur fyrir
Símaskrána annað árið í röð.
Aðdáendur Stiegs Larsson geta
andað léttar. Tekist hafa samn-
ingar milli dreifingarfyrirtæk-
isins Senu og Nordisk film um
að kvikmyndin Karlar sem hata
konur verði sýnd hér á landi.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá voru ansi mörg ljón í veginum
þegar reynt var að fá myndina
hingað til lands en nú hefur tekist
að ryðja þeim öllum úr veginum.
Bók Larssons hefur notið næstum
fáránlegra vinsælda, Hún er nán-
ast uppseld í innbundinni útgáfu
og kiljan rýkur út eins og heitar
lummur.
Tvær aðrar myndir verða gerð-
ar eftir bókum Larssons og þær
verða báðar sýndar hér á landi
samkvæmt samningnum. Önnur
myndin verður frumsýnd í lok
þessa árs en síðasta myndin í þrí-
leiknum verður sýnd eftir áramót.
Karlar sem hata konur hefur sleg-
ið öll aðsóknarmet á hinum Norð-
urlöndunum og nánast haldið uppi
miðasölunni í bíóhúsunum þar.
Myndin verður frumsýnd 22.
júlí næstkomandi og verður aðal-
leikkona myndarinnar, hin sænska
Noomi Rapace, væntanlega við-
stödd frumsýninguna. Vonir
standa til að fleiri leikarar verði
hér viðstaddir. Noomi leikur húð-
flúraða tölvunjörðinn Lisbeth Sal-
ander en það er hinn þrautreyndi
Michael Nyquist sem bregður sér
í líki Mikaels Blomkvist.
Noomi ætti ekki eiga í vandræð-
um með að krafsa sig fram úr við-
tölum við íslenska fjölmiðlamenn.
Hún á íslenskan stjúpföður og býr
yfir ágætis íslenskukunnáttu.
Noomi bjó meðal annars á Flúð-
um ásamt móður sinni í nokkur
ár.
Í viðtali við dagblaðið Syd-
svenska í lok janúar sagði Noomi
meðal annars að þrátt fyrir vel-
gengni sína á hvíta tjaldinu væri
hugurinn nú hjá Íslendingum
vegna efnahagskrísunnar. „Ég er
alveg viss um að við eigum eftir að
sjá forvitnilega list koma þaðan á
næstu árum, bæði í kvikmyndum,
bókmenntum og tónlist,“ sagði
Noomi.
Og svo skemmtilega vill til
að Hrafn Gunnlaugsson var sá
leikstjóri sem fyrstur uppgötv-
aði hæfileika leikkonunnar því
hún lék lítið hlutverk í myndinni
Skugga hrafnsins, sjálfstæðu
framhaldi af Hrafninn flýgur,
sem gerð var 1988. Hrafn var að
vonum ánægður þegar Fréttablað-
ið hermdi þetta upp á hann. „Ég
man nú óljóst eftir henni, held
að hún hafi búið í Svíþjóð á þess-
um tíma. En þetta var stelpa sem
hafði einhver áhrif, hafði eitthvað
við sig, þetta eðli, og það gleður
mann alltaf að sjá fólk sem hefur
tekið þátt í myndunum manns og
verður síðan eitthvað annað og
meira,“ segir Hrafn.
freyrgigja@frettabladid.is
NOOMI RAPACE: VIÐHAFNARFRUMSÝNING Á KÖRLUM SEM HATA KONUR
Hrafn Gunnlaugsson upp-
götvaði Lisbeth Salander
ALTALANDI Á
ÍSLENSKU
Noomi Rapace er orðin
ein frægasta leikkona
Norðurlandanna eftir
leik sinn í kvikmyndinni
Karlar sem hata konur.
Noomi þreytti
frumraun sína
í kvikmyndum
þegar hún lék
lítið hlutverk
hjá Hrafni
Gunnlaugssyni.
„Þetta er hluti af okkar nýstárlegu
markaðssetningu – að tengjast tón-
leikum víðs vegar um landið. Erum
að senda skilaboð. Að fara á böll,
dansa og hlusta á músík sem er stór
þáttur í félagslífi ungs fólks, ekki
síst á Bifröst,“ segir Ágúst Einars-
son, prófessor og rektor við Háskól-
ann á Bifröst.
Í fundargerð skólans frá 21. apríl
segir: Nýdönsk verður ambassador
skólans. Má þetta heita frumleg-
ur leikur en ekki þekkjast fordæmi
þess að skóli komi að rekstri vin-
sællar hljómsveitar þótt fyrirbærið
skólahljómsveit sé þekkt. Upplyft-
ing er til dæmis kennd við Bifröst.
Ágúst veit ekki nákvæmlega hvern-
ig samningum við Nýdönsk er háttað
og vísaði á markaðsstjóra skólans,
Kristínu Ólafsdóttur, hálfsystur
hljómborðsleikara Nýdanskra,
Jóns Ólafssonar – en ekki
náðist í hana í gær.
Ágúst segir mikið tón-
listarlíf í Bifröst og þetta
er liður í að styðja við það.
„Tengjum vinsæla
hljómsveit skólan-
um, leggjum góðum
málum lið og látum
músíkina tala.“ Gamli Verzlónem-
inn Jón segir Nýdönsk fá sanngjörn
vinnulaun fyrir sitt framlag. „Það
vakna ýmsar hugmyndir í þessari
kreppu. Það er nú ekki þannig að
við séum með Bifrastarmerkið á
enninu þegar við komum fram
en reynum að vera þessum
frábæra háskóla til sóma.“
Upplyfting mun vera að
vinna að plötu og Jón
telur þetta hafa hleypt
skapi í það ágæta band.
„Þetta hefur haft mikil
áhrif á Upplyftingu og ég
spyr: Munu þeir spila fyrir
Verzló og MH í haust til að
hefna sín? Ég hef heyrt að
þeir íhugi að skila stúd-
entshúfum sínum og skóla-
skírteinum vegna málsins. Kannski
við setjum „Traustur vinur“ á pró-
grammið til að blíðka þá.“ - jbg
Nýdönsk ambassadorar Háskólans á Bifröst
ÁGÚST EINARSSON
Með því að gera
vinsæla hljómsveit
að sinni er verið
að styðja tónlistarlíf
skólans og senda
skilaboð til væntan-
legra nemenda.
AMBASSADORAR OG POPPARAR
Nýdönsk spilar á vegum Háskólans á
Bifröst og Jón Ólafsson hefur heyrt að
það hafi hleypt illu blóði í gamla skóla-
band Bifrastar - Upplyftingu.
„Við erum búin að vera að bíða eftir þessum bíl í
svolítinn tíma og hann er nýkominn,“ segir Manúela
Ósk Harðardóttir um glæsilegan bíl sem hún og eig-
inmaður hennar, Grétar Rafn Steinsson fótbolta-
maður, hafa fest kaup á. Bíllinn er af gerðinni Audi
Q-7, en var breytt sérstaklega eftir óskum Manú-
elu. „Ég er svo hrifin af hvítum bílum svo ég vil
hafa allt hvítt, en Audi-merkin aftan á og á stýr-
inu eru bleik. Felgurnar eru líka hvítar, nema lít-
ill hluti í miðjunni sem er bleikur,“ segir Manúela
sem sérhannaði einnig áklæð-
in inn í bílinn. „Það er hægt
að ákveða hvernig maður
vill hafa saumana, leðr-
ið og leika sér með það.
Nafnið mitt er á höfuð-
púðanum, en ég skrif-
aði bara nafnið mitt á
blað og þeir settu það
á, svo þetta er í raun
undirskriftin mín,“
útskýrir Manúela og
segist ánægð með
útkomuna. „Það er
líka þægilegt að þetta
er sjö manna bíll, því við lend-
um stundum í því að hafa ekki
nóg pláss þegar við fáum hópa
í heimsókn og erum að skutla
og sækja fólk út á völl,“ bætir
hún við.
Aðspurð segir hún þau Grét-
ar vera alsæl í Bolton, en hún
sat úti í 25 stiga hita og sól
þegar blaðamaður náði tali af
henni. „Ég er mjög ánægð hérna
úti. Við vorum að flytja á betri
stað í bænum og það fer rosa-
lega vel um okkur,“ segir
Manúela. - ag
ENDURNÝJA HJÚSKAPAR-
HEITIN Manúela og Grétar
Rafn fótboltamaður
ætla að endurnýja
hjúskaparheit sín
hér á landi í júní, en
þau gengu í það heil-
aga í Hollandi árið 2007.
Lét breyta glænýjum Audi
Verð kr. 265.000.-
Hrein fjárfesting ehf
Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is
Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337
www.rainbow.is
Rainbow
Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000
Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000
Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow
með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000
meðan byrgðir endast.
Krimmahátíðin hófst á fimmtu-
dagskvöld en Ævar Örn Jóseps-
son, helsti skipuleggjandinn, sást
þá rölta inn á Grand Rokk og fór
fyrir fjölda glæpasagnahöfunda
sem hér eru staddir í tilefni hátíð-
arinnar – sem reyndar á að fara
fram að mestu í Norræna húsinu.
Jo Nesbø og Diane Wei Liang eru
meðal þeirra sem má þessa dag-
ana sjá spóka sig á götum Reykja-
víkur. Og komið hefur á daginn að
norski höfundurinn Anne
B. Ragde, sem skrifaði
Berlínaraspirnar,
er hér einnig til að
fylgjast með hátíðinni.
Væntanleg er í íslenskri
þýðingu bók eftir hana
í haust sem heitir Á
grænum grundum.
Selma Björnsdóttir fagnaði tíu ára
Eurovision-afmæli sínu í gær en sú
stund, þegar Selma var „næstum“
því búin að vinna þessa vinsælu
lagakeppni í Ísrael er Íslendingum
ógleymanleg. Þeir eru ófáir sem
hafa haldið því fram að
Selma hefði í raun átt
að vinna með laginu
All out of Luck og
þannig fékk hún
hamingjuóskir frá
ísraelskum
aðdáanda
sem sagði
hana alltaf
vera „the
winner“.
Kristján B. Jónasson var nýverið í
Búlgaríu. Og það þykir kannski ekki
fréttnæmt að slíkur menningarpáfi
hafi dvalist á meðal Búlgara að
njóta alls þess besta sem austur-
evrópsk menning hefur upp á að
bjóða. Hins vegar segir Kristján frá
því að hann hafi spurt
nokkra Búlgara hvort
þeir vissu hver Ásdís
Rán væri, en fjölmiðlar
hafa flutt af henni
frægðarsögur að
undanförnu,
en þá stóðu
Búlgarar víst á
gati. - jbg, fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI