Fréttablaðið - 08.08.2009, Page 31

Fréttablaðið - 08.08.2009, Page 31
LAUGARDAGUR 8. ágúst 2009 5 Viltu vera í okkar liði? Nánari upplýsingar veitir Erla Hrönn Diðriksdóttir, edidriksdottir@actavis.com. Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 17. ágúst nk. Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Hjá Actavis starfa um 10 þúsund einstaklingar í 40 löndum, sem eru reiðubúnir að taka áskorunum með það að markmiði að koma Actavis í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja. Actavis leitar að metnaðarfullum einstaklingum til starfa sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni. Verkefnastjóri í skráningaferladeild Starfið tilheyrir skráningarsviði Actavis Group og felur í sér undirbúning og innsendingu skráningarumsókna innan Evrópusambandsins. Verkefnastjóri tekur þátt í mótun skráningarstefnu og ber ábyrgð á að fylgja henni eftir þar til markaðsleyfi fæst ásamt því að endurnýja markaðsleyfi eins og við á. Um er að ræða krefjandi starf í spennandi umhverfi. Starfið felur í sér mikil samskipti við evrópskar lyfjastofnanir, ráðgjafa og viðskiptavini. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði raunvísinda, sem er sveigjanlegur og með góða samstarfshæfileika. Gerð er krafa um góða enskukunnáttu, góða tölvukunnáttu, nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Reynsla af verkefnastjórnun er mikill kostur. Starfsmaður í móttöku Actavis Group Starfið tilheyrir þjónustuborði Actavis Group og í því felst m.a. að taka á móti gestum, undirbúa og ganga frá eftir fundi, hafa umsjón með ritfangalager og hraðsendingum auk þess að sjá um innkaup á veitingum o.fl. Jafnframt sinnir starfsmaður í móttöku ýmsum skrifstofustörfum og öðrum tilfallandi verkefnum. Við leitum að samviskusömum og vandvirkum einstaklingi með ríka þjónustulund og skipulagshæfni. Stúdentspróf eða sambærilegt er æskilegt auk þess sem viðkomandi þarf að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu sem og tölvukunnáttu. Cognos Planning sérfræðingur Starfið tilheyrir IT- Management Information Systems deildar innan Actavis Group sem fæst við hönnun lausna fyrir áætlunargerð og gerð stjórnendaupplýsinga. Starfið felst í hönnun, viðhaldi og skjölun á Cognos Planning módelum fyrir ýmsar viðskiptalausnir innan fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi sem er með viðskiptafræði, tölvunarfræði eða sambærilega menntun, sem er sveigjanlegur og með góða samstarfshæfileika. Gerð er krafa um góða enskukunnáttu, nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Reynsla af Cognos Planning er mikill kostur. Actavis Group Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði t 535 2300 f 535 2301 @ actavis@actavis.com w www.actavis.com Medis er eitt af dótturfyrirtækjum Actavis Group og annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti fyrir samstæðuna til annarra lyfjafyrirtækja sem selja lyf undir eigin vörumerkjum. Á meðal viðskiptavina Medis eru öll stærstu samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu. Medis er með starfsemi í átta löndum og rúmlega 70 starfsmenn. Hjá Medis er stefnt að því að vera fyrst á markað með ný samheitalyf um leið og einkaleyfi falla úr gildi. Sérfræðingur – Finance & Administration Starfið felur í sér ábyrgð og umsjón með uppgjöri vegna virðisaukaskatts skráninga Medis í Evrópu. Um er að ræða utanumhald á uppgjörum og tengdri skýrslugerð vegna virðisaukaskatts í löndum innan Evrópusambandsins. Starfið felur í sér mikil samskipti og samvinnu við aðrar deildir Medis og fjármálasvið Actavis Group auk samskipta við erlenda viðskiptamenn, framleiðendur og önnur fyrirtæki innan Actavis Group samstæðunnar. Við leitum að einstaklingi sem er með mikla reynslu af bókhaldi og þekking á virðisaukaskattsmálum er kostur. Æskilegt er að viðkomandi sé með viðskiptafræðimenntun. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum og mjög góð enskukunnátta er skilyrði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.