Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 46
26 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Haldið verður upp á 150 ára afmæli
Ögurkirkju með hátíðarmessu í dag.
Athöfnin hefst klukkan tvö og að henni
lokinni verður boðið upp á kaffiveiting-
ar í samkomuhúsinu í Ögri.
Kirkja hefur verið í Ögri frá fyrstu
árum kristni á Íslandi og hefur hún
alla tíð verið í eigu bænda þar enda er
Ögur fornt höfðingjasetur. Sá sem þar
ræður húsum nú er Halldór Hafliða-
son og hann er líka formaður sóknar-
nefndar. Það kemur því í hans hlut að
halda kirkjunni við. Segir hana líka
njóta styrkja enda hafi hún sjálfkrafa
verið friðuð árið 1990, samkvæmt ald-
ursákvæði í þjóðminjalögum. En er hún
mikið notuð til messuhalds?
„Hér er nú yfir fáum að messa, alla
jafna, því í sókninni eru einungis milli
20 og 30 manns,“ svarar Halldór. Þegar
haft er orð á að mannfjöldatölur muni
hafa verið aðrar árið 1859 þegar kirkjan
var vígð tekur hann undir það. „Það var
urmull af fólki í sveitinni þegar hún var
byggð. Þá var margt á bæjum.“ Hall-
dór segir þó yfirleitt messað einu sinni
á sumri og alltaf sé eitthvað um aðrar
athafnir í kirkjunni. „Það var skírn hér
um páskana,“ tekur hann sem dæmi.
Kirkjan var byggð á sínum tíma af
Þuríði Þiðriksdóttur og fóstursyni henn-
ar, Hafliða Halldórssyni. Kirkjusmið-
irnir voru þrír: Jón Jónsson, snikkari
á Ísafirði, Jóhann Grundtvig, smiður
á Ísafirði, og Finnbogi Jónsson á Mel-
graseyri. Árið 1886 lét þáverandi Ögur-
bóndi, Jakob Rósinkarsson, taka kirkj-
una til gagngerra endurbóta og þá var
meðal annars settur á hana turn. Síðar
meir var hún máluð bæði að innan og
utan auk þess sem skipt var um viði í
suðurhlið hennar árið 1984.
Halldór segir allmikið um að ferða-
fólk sækist eftir að skoða kirkjuna.
Harpa dóttir hans tekur undir það og
minnist þess að hafa rogast með stóra
kirkjulykilinn þegar hún var barn, til
að opna fyrir gestum. Einnig rifjar hún
upp kökubakstur fyrir messudaga því
þá hafi gjarnan verið boðið upp á kaffi
í Ögri. „Kirkjan hefur alltaf verið hluti
af lífi okkar hér og okkur þykir mjög
vænt um hana,“ segir hún.
Halldór segir Súgandafjarðarprest
hafa þjónað kirkjunni í nokkur ár, áður
hafi það verið Vatnsfjarðarprestur.
Það er séra Valdimar Hreiðarsson,
prestur á Suðureyri, sem stígur í stól-
inn í dag í hátíðarmessunni. Sóknar-
börn kirkjunnar fyrr og síðar eru sér-
staklega boðin velkomin til athafnar-
innar ásamt öðrum velunnurum.
gun@frettabladid.is
ÖGURKIRKJA VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP: FAGNAR 150 ÁRA AFMÆLI
Þá var margt fólk á bæjum
AÐ ÖGRI Hin aldna Ögurkirkja ásamt gamla húsinu í Ögri sem byggt var á árunum 1884-85 og var þá stærsta íbúðarhús í sveit á Íslandi.
MYND/HALLDÓR HALLDÓRSSON
AÐALHEIÐUR BJARNFREÐS-
DÓTTIR ALÞINGISMAÐUR FÆDD-
IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1921.
„Það er hvorki gott fyrir
okkur að hafa of mikið né
of lítið.“
Aðalheiður starfaði sem
vinnukona, fiskverkakona,
bóndakona, bréfberi og al-
þingismaður Borgaraflokks-
ins. Hún var þekkt fyrir bar-
áttu fyrir bættum kjörum al-
þýðunnar.
MERKISATBURÐIR
1504 Höggmyndin Davíð eftir
Michelangelo Buonarroti
er sett upp fyrir framan
Palazzo Vecchio í Flórens.
1949 Bútan verður sjálfstætt
undan Bretlandi.
1976 Kirkja Jesú Krists hinna
síðari daga heilögu er
stofnuð í Reykjavík.
1992 Á Ólympíuleikunum í
Barcelona á Spáni nær ís-
lenska handboltalands-
liðið fjórða sæti.
1993 Veikur sjómaður er sótt-
ur um borð í franskt rann-
sóknarskip norðaustur
af Íslandi. Fjarlægðin var
1.100 mílur.
Sjónvarpið sýnir á morgun hundraðasta þáttinn af Út og
suður. Þættirnir hófu göngu sína vorið 2003 og hafa verið
á dagskrá á hverju sumri síðan. Viðmælendur í þáttunum
eru komnir á þriðja hundraðið, fólk af öllum stærðum og
gerðum út og suður um landið.
Gísli Einarsson hefur séð um þáttinn frá upphafi. „Það
kom mér á óvart þegar ég komst að því að þættirnir væru
orðnir hundrað en eins og annað skemmtilegt hefur þessi
tími liðið ansi hratt. Þegar ég byrjaði hélt ég að efniviður-
inn myndi endast í eitt eða tvö sumur en ég hef uppgötvað
að það er endalaus uppspretta af áhugaverðu og skemmti-
legu fólki í landinu,“ segir Gísli sem í þættinum á morgun
heimsækir Hornstrandir.
Í tilefni af tímamótunum verður þátturinn ríflega tvö-
falt lengri en venjulega. Gísli ræðir þar við Jón Björns-
son, landvörð á Hornströndum, sem gengur 600 kílómetra
á ári út og suður um Hornstrandir á fimmtán ára göml-
um gúmmístígvélum. Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðu-
maður Melrakkaseturs Íslands, ræðir um heimskautaref-
inn sem lifir góðu lífi í friðlandinu og svo tekur Gísli hús
á mæðginunum Birnu Pálsdóttur og Hrólfi Vagnssyni sem
dvelja sumarlangt í gamla Læknishúsinu á Hesteyri.
Hundrað sinnum Út og suður
Á HORNSTRÖNDUM Gísli Einarsson og Freyr Arnarson myndatöku-
maður á Hornströndum þar sem sér niður í Miðvík í Aðalvík.
Stærsta lestarrán í sögu Bret-
lands fram til ársins 2006
var framið þennan dag árið
1963. Upphæðin sem rænt
var nam rúmlega tveimur og
hálfri milljón punda. Atburð-
urinn átti sér stað í Ledburn
í Buckinghamshire. Póstlest
á leið frá Glasgow til London
var stöðvuð á rauðu ljósi og
aðstoðarlestarstjórinn fór út
til að athuga málið. Sá hann
þá að skorið hafði verið
á símalínur og ljósunum
breytt. Misindismenn fengu
lestarstjórann til að aka lest-
inni þangað sem bílar biðu
þeirra og peninganna. Engar
byssur voru notaðar en lestarstjórinn sem ráðist
var á var sleginn í höfuð-
ið með járnröri og náði
sér aldrei eftir það.
Ræningjarnir voru
fimmtán talsins, höf-
uðpaur þeirra maður
að nafni Bruce Reyn-
olds. Þrettán náðust
og voru dæmdir í fang-
elsi. Sá sem fyrstur gekk
í gildru yfirvalda hét
Roger Cordrey. Hann var
handtekinn ásamt vini
sínum sem hafði aðstoð-
að hann við að fela hluta
ránsfengsins. Leigusali
sagði til þeirra þegar þeir
greiddu þriggja mánaða
húsaleigu fyrirfram með reiðufé.
ÞETTA GERÐIST: 8. ÁGÚST 1963
Tveimur og hálfri milljón punda stolið
90 ára afmæli
90 ára er á morgun, 9. ágúst,
Guðrún
Magnúsdóttir
Meistaravöllum 15, Reykjavík.
Hún verður með heitt á könnunni
á Afl agranda 40, eftir kl. 15 á
afmælisdaginn.
MOSAIK
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
Hildimundar
Sæmundssonar
Túngötu 4, Álftanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks
þjónustumiðstöðvar og þriðju hæðar Sjálfsbjargar-
heimilisins.
Aðalheiður Sigurdís Steingrímsdóttir
Steingrímur Hildimundarson
Steinhildur Hildimundardóttir Leifur Eysteinsson
Kristín Hildimundardóttir Jón Unnar
Gunnsteinsson
Sæmundur Hildimundarson Nancy Rut
Helgadóttir
og barnabörn.
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minn-
ingu móður okkar og tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
Kristínar Sigurðardóttur
Borgarbraut 65A, Borgarnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Sæunn Andrésdóttir Guðrún Andrésdóttir
Konráð Andrésson Margrét Björnsdóttir
Guðleif Andrésdóttir Ottó Jónsson
Anna María Andrésdóttir Arnheiður Andrésdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn