Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 50
30 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Sara McMahon utlit@frettabladid.is Franski hönnuðurinn Sonia Rykiel stofnaði sína fyrstu verslun á Vesturbakkanum í París árið 1968. Sama ár var hún valin „drottning prjónsins“ í Bandaríkjunum. Rykiel hefur í gegnum árin skapað stíl sem þykir með öllu einstakur, en rendur, pallíettur, áletranir og dökkir litir einkenna hönnun hennar. Líkt og forveri henn- ar, Coco Chanel, hvetur Rykiel konur til þess að inn- lima hönnun inn í þeirra eigin stíl og persónuleika og ekki hlaupa á eftir tísku hvers tíma. - sm SONIA RYKIEL HEFUR SKAPAÐ SÉRSTAKAN STÍL: Drottning prjónsins BELLA SÍMAMÆR Fallegur pallíettukjóll á sýningarpalli í París. Sonia hefur mikið notað dökka liti á borð við svart, blátt og brúnt í hönnun sinni og hér bregður hún ekki frá vananum. Ég datt fyrir tilviljun inn á vefsíðuna www.lookbook.nu fyrir nokkru síðan. Vefsíða þessi er eins konar fjöldatískublogg og þar getur fólk birt myndir af sér klæddu sínu fínasta pússi. Vilji maður gerast virk- ur meðlimur þessa tískubloggs þarf annar meðlimur að bjóða manni „inngöngu“. Þegar það hefur orðið að veruleika getur nýliðinn farið að birta myndir af sér og því sem hann klæðist þann daginn. Meðlimir síðunnar geta gefið hver öðrum hjarta þyki þeim einhver alveg sérstaklega smekklega klæddur, en þar sem þeir hafa aðeins yfir einu hjarta að ráða þarf að vanda valið vel. Sé meðlimur búinn að gefa hjartað sitt þá getur hann samt skilið eftir skilaboð hjá öðrum meðlim- um og þannig komið aðdáun sinni á framfæri við viðkomandi. Meðalaldur meðlima er nokkuð lágur, en fæstir eru komnir mikið yfir tvítugt. Ég hef nokkrum sinnum lagt leið mína inn á þessa síðu síðan ég upp- götvaði hana fyrst, setið við tölvuna mína, skoðað og dæmt fataval blá- ókunnugs fólks og á erfitt með að gera upp við mig hvort mér þykir síðan sniðug eða furðuleg. Stundum þykir mér síðan fóstra sérstaka tegund narsissisma, þar sem fólk dáist svo mikið að sjálfu sér að því finnst það knúið til að deila því með umheimin- um þannig að allir hinir geti dáðst með þeim. Svo hugsa ég að ef til vill sé ekkert að því að vera svolítið ánægð- ur með sjálfan sig og koma til dyranna eins og maður er klæddur, í orðsins fyllstu merkingu. Þá velti ég því fyrir mér hvort þessi sýniþörf sé einmitt andstæða sjálfsánægju, því eru þessir ómótuðu unglingar ekki fyrst og fremst að falast eftir hrósi og samþykki? Eða gæti þetta verið nútímalegt og netvætt mont? Að þarna safnist fólk saman til að gorta af fallegum flíkum, fullkominni andlitsbyggingu og heilbrigðu hári. Ætli svarið liggi ekki í mannlegu eðli, þetta hefur fylgt okkur allt frá því að vonda stjúpan spurði töfraspegilinn hver í heimi fegurst væri. Nema tölvuskjárinn hefur komið í stað spegilsins og fegursti meðlimurinn þann daginn fær ógrynni stafrænna hjarta því til sönnunar. Spegill, spegill herm þú mér Í HÁR SAMAN Þessi framúrstefnu- legi „pels“ ætti ekki að fara fyrir brjóstið á dýraverndunar- sinnum. RAUÐ OG LOKK- ANDI Líflegur og léttur kjóll frá sumarlínu Soniu Rykiel. Bleikrönd- óttu sokkarnir gera dressið enn sumarlegra. HAUSTTÍSKAN Svartur samfestingur og skemmti- leg, röndótt alpahúfa á haust/vetrar- sýningu Rykiel í París. GLAMÚR OG PALLÍETTUR Dökkir litir og pallíettur. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham hefur gefið í skyn að hún ætli að fórna tónlistarferl- inum og snúa sér alfarið að nýju fatalínunni sinni sem hefur fengið afbragðs viðtökur. Einnig hefur hún endurnýjað samning sinn við Emporio Armani um að vera andlit fyrirtækisins í undirfataauglýsingum. OKKUR LANGAR Í … Dásamlega þægilega og flotta snúna hettupeysu frá E-label, Laugavegi. Besta baugabana heims. Þessi er marg- verðlaunaði hyljari frá Bobbi Brown fáanleg- ur í mörgum litatón- um. Fæst í Kringlunni og Smáralind. Svala derhúfu fyrir ágúst- regnið frá Girl and the Gorilla. Fæst í Kisunni, Laugavegi. Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.