Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2009, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 08.08.2009, Qupperneq 56
36 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Pepsi-deild kvenna Valur - Þór/KA 1-2 0-1 Mateja Zver (45.), 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (69.), 1-2 Mateja Zver (45.) Stjarnan - GRV 4-0 1-0 Björk Gunnarsdóttir (15.), 2-0 Björk Gunnarsdóttir (25.), 3-0 Kristrún Kristjánsdóttir (57.), 4-0 Björk Gunnarsdóttir (vsp 71.) Fylkir - KR 0-2 0-1 Hrafnhildur Guðnadóttir (18.), 0-2 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (25.) Keflavík - ÍR 0-2 0-1 Liliana Martins (30.), 0-2 Liliana Martins (66.) STAÐAN Í PEPSI-DEILD KVENNA Valur 14 10 2 2 67-17 32 Breiðablik 14 10 2 2 45-11 32 Stjarnan 14 10 2 2 38-11 32 Þór/KA 14 9 2 3 46-23 29 Fylkir 14 6 5 3 41-22 23 KR 14 6 1 7 29-19 19 Aftur/Fjölnir 14 4 2 8 19-30 14 GRV 14 4 0 10 9-46 12 ÍR 14 2 2 10 11-55 8 Keflavík 14 0 0 14 6-77 0 1. deild karla Þór - Víkingur R. 1-0 1-0 Kristján Steinn Magnússon (90.) Leiknir R. - ÍR 2-1 1-0 Brynjar Orri Bjarnason (51.), 2-0 Brynjar Hlöðversson (61.), 2-1 Árni Freyr Guðnason (86.) Afturelding - ÍA 1-1 1-0 Paul Clapson (60.), 1-1 Ragnar Leósson (82.) Fjarðabyggð - KA 0-3 0-1 Orri Gústafsson (24.), 0-2 Guðmundur Óli Steingrímsson (85.), 0-3 Sjálfsmark (90.) STAÐA EFSTU LIÐA Í 1. DEILD Selfoss 15 10 2 2 28-17 32 HK 15 8 2 5 27-21 26 Haukar 14 7 4 3 27-17 25 KA 15 6 5 4 21-14 23 Fjarðabyggð 15 7 2 6 25-25 23 ÚRSLIT Í GÆR > KR og Grindavík með nýja menn Bæði lið KR og Grindavíkur tilkynntu það á heimasíðum í gær að þau væru búin að ráða til sín erlenda leikmenn fyrir næsta tímabil í Iceland Express-deildinni. KR-ingar munu fá til sín Bandaríkjamanninn Tommy Johnson sem mun spila sem bosman-leikmaður hjá liðinu en Tommy varð Íslandsmeistari með Keflavík 2008 og skoraði þá 18 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. Grind- víkingar munu hins vegar tefla fram Amani Daanish sem er 26 ára, 200 sm og 99 kg framherji en Nick Bradford mun því ekki spila áfram með Grindvíkingum. Daanish spilaði með Indiana State í bandaríska háskólaboltanum en Larry Bird er bæði stigahæsti og frákasta- hæsti leikmaðurinn í sögu skólans. Fram vann sinn stærsta sigur í efstu deild frá 1993 þegar liðið vann magnaðan 5-0 sigur á Keflavík á fimmtudagskvöld. Keflvíkingar höfðu ekki tapað síðan í sjöundu umferð deildarinnar þegar kom að þessum leik en réðu ekkert við Framara þetta kvöldið. „Þetta small allt saman hjá okkur í þessum leik og loksins fórum við að nýta færin okkar, það hefur aðeins vantað í sumar,“ segir hinn tvítugi Jón Guðni Fjóluson sem átti afbragðsleik fyrir Safamýrarliðið. Hann var óvænt notaður á miðjunni en hefur hingað til verið notaður mestmegnis sem miðvörður. „Ég hef ekki áður spilað á miðjunni með meistaraflokki en hafði aðeins spilað þar með 2. flokki í fyrra. Þá spilaði ég sem djúpur á miðjunni en ekki svona framarlega. Ég fann mig vel í þessum leik og er sáttur svo lengi sem ég fæ að spila,“ segir Jón Guðni sem hefur verið að stimpla sig vel inn í Framliðið. „Keflvíkingar eru mjög sterkir eins og þeir sýndu um daginn þegar þeir unnu FH-inga. En við höfðum trú á þessu og förum auðvitað í hvern einasta leik til að vinna. Sigurinn kom í sjálfu sér ekkert á óvart en við bjuggumst kannski ekki alveg við honum svona stórum.“ Jón Guðni skoraði fyrsta markið gegn Keflavík eftir hornspyrnu en hann hefur verið ógnandi í föstum leikatriðum og skoraði til dæmis mark liðsins gegn Larissa í Tékklandi. Hann lagði síðan upp annað mark Fram á fimmtudaginn á glæsilegan hátt. „Ég er mjög sáttur við þetta tímabil enda flottur hópur. Við mættum vera ofar í deildinni, höfum spilað fínan bolta en hefur vantað bara að skora fleiri mörk. Við höfum verið öflugir upp á síðkastið, það gekk vel í Evrópukeppninni og við komumst á gott skrið,“ segir Jón Guðni. Hann gekk til liðs við Fram í 3. flokki en er frá Þorlákshöfn. „Ég spilaði þar með Ægi í yngri flokkunum en tók síðan eitt sumar á Flúðum með Hrunamönnum í 4. flokki. Ástæðan er sú að þar var spilaður ellefu manna bolti en ekki í Þorlákshöfn,“ segir þessi spennandi leikmaður. JÓN GUÐNI FJÓLUSON: ÁTTI FRÁBÆRAN LEIK FYRIR FRAM ÞEGAR LIÐIÐ SLÁTRAÐI KEFLAVÍK Á FIMMTUDAG Við höfum verið mjög öflugir upp á síðkastið FÓTBOLTI Enska 1. deildarfélagið Barnsley tilkynnti á heimasíðu sinni í gær að það hefði komist að samkomulagi við ítalska félagið Reggina varðandi Emil Hallfreðsson. Emil verður lánaður til Barnsley út tímabilið en enska félagið fær síðan forkaupsrétt á honum ef hann stendur sig vel. Emil er 25 ára vinstri kantmaður sem á 22 landsleiki að baki en honum hefur gengið erfiðlega að festa sig í sessi á Ítalíu. Hann þekkir vel til á Englandi enda var hann á sínum tíma í herbúðum Tottenham. Barnsley hafnaði í 20. sæti ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili. - egm Barnsley samdi við Reggina: Emil aftur til Englands LÁNAÐUR Reggina hefur ákveðið að lána Emil til Barnsley út tímabilið. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Nú stytt ist í að boltinn byrji að rúlla í ensku úrvalsdeildinni en hinn árlegi leikur um Samfélagsskjöldinn fer fram á morgun þar sem Englandsmeistarar Manchester United og bikarmeistarar Chelsea mætast á Wembley-leikvanginum. Enska úrvalsdeildin hefst svo með pomp og prakt á laugardaginn eftir viku. Nokkuð hefur verið um breytingar hjá liðunum tveimur frá því á síðasta tímabili þegar United varði titil sinn í ensku úrvalsdeildinni og Chelsea vann FA-bikarinn. Nú er enginn Cristiano Ronaldo í herbúðum Manchester United en í staðinn hefur félagið nælt meðal annarra í Antonio Valencia og Michael Owen. Chelsea hefur þó ekki látið stórkostlega mikið til sín taka á leikmannamarkaðnum fyrir utan kaupin á Yuri Zhirkov á 18 milljónir punda. Aftur á móti urðu stjóraskipti í brúnni þar sem Guus Hiddink vék fyrir Ítalanum Carlo Ancelotti en Skotinn Sir Alex Ferguson er vitanlega enn á sínum stað hjá United og er tilbúinn í átökin á morgun. „Þessir leikir hafa oft verið notaðir til þess að koma mönnum af stað sem eru nýbúnir að eiga í meiðslum en það verður ekki raunin núna. Menn eru búnir að vera í góðu líkamlegu ásigkomulagi á u n d i r b ú n i n g s t í m a bi l i nu og því verður þetta enginn upphitunarleikur. Þetta eru alltaf baráttuleikir þegar við mætum Chelsea og stoltið skiptir þar miklu máli. Chelsea verður annars sterkt undir stjórn Ancelotti á komandi leiktíð þar sem hann er reyndur stjóri og er með virkilega góðan leikmannahóp í höndunum. Það var líka mikilvægt fyrir félagið að halda John Terry áfram innan sinna raða. Ég held annars að auk okkar verði það eins og áður Chelsea, Liverpool og Arsenal sem muni berjast á toppi ensku úrvalsdeildarinnar,“ segir Ferguson. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum United fyrir leikinn og nú þegar ljóst að hvorki Edwin van der Saar né Nemanja Vidic verði með gegn Chelsea. Ancelotti hefur úr sterkum hópi að velja en Joe Cole er eini leikmaðurinn sem víst er að ekki verður leikfær þó svo að Zhirkov sé tæpur. - óþ Sir Alex Ferguson hjá Man. United er klár fyrir leikinn um Samfélagsskjöldinn gegn Chelsea á morgun: Þetta verður enginn upphitunarleikur MARKASKORARI Spennandi verður að sjá hvort að Michael Owen slái í gegn NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Norðanstúlkur í Þór/KA gerðu góða ferð á Hlíðarenda þar sem þær unnu Íslandsmeistara Vals 1-2 í fjörugum leik. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll efst og jöfn þegar fjórar umferðir eru eftir. „Ég er mjög svekktur yfir því hvernig stelpurnar mættu til leiks gegn góðu liði Þórs/KA og þetta var pottþétt lélegasti fyrri hálf- leikur sem ég hef séð mitt lið spila í sumar. Við náðum að laga okkar leik í síðari hálfleik og hefð- um átt að klára þetta en það gekk ekki eftir. Sigurmarkið hjá þeim kom svo eins og vatnsgusa fram- an í okkur. Nú þurfum við bara að halda einbeitingu og klára okkar leiki,“ segir Freyr Alexandersson þjálfari Vals. Jafnræði var með liðunum fram- an af leik en Valsstúkur ógnuðu í tvígang snemma leiks þegar Dóra María Lárusdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir áttu báðar skalla að marki Þórs/KA með stuttu milli- bili en markvörðuinn, Berglind Magnúsdóttir, var vel á verði í marki gestanna í bæði skiptin. norðanstúlkum óx svo ásmeg- in eftir því sem líða tók á hálf- leikinn og náðu trekk í trekk að galopna Valsvörnina með hættu- legum stungusendingum á hinar eldsnöggu Mateja Zver, Vesna Smiljkovic og Rakel Hönnudótt- ur. Smiljk ovic komst ein inn fyrir vörn Vals um miðjan hálfleikinn en þá varði María Björg Ágústs- dóttir glæsilega í tvígang frá henni af stuttu færi. María Björg kom þó engum vörnum við í blálok fyrri hálfleiks þegar Zver slapp inn fyrir vörn Valsstúlkna og skoraði af öryggi, í slána og inn. Valsstúlkur voru reyndar afar óánægðar með að markið hafði fengið að standa þar sem þær töldu Zver hafa verið rangstæða en markið stóð og norðanstúlkur leiddu 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Valsstúlkur voru tals- vert frá sínu besta í fyrri hálfleik og áttu erfitt með að finna glufur á varnarmúr Þórs/KA en allt annað var að sjá til Íslandsmeistaranna í upphafi síðari hálfleiks þar sem þær pressuðu stíft að marki gest- anna. Það dró til tíðinda á 68. mín- útu þegar Dagný Brynjarsdóttir átti hörkuskot sem fór efst í mark- stöngina á marki Þórs/KA en mar- kamaskínan Kristín Ýr varð fyrst til þess að átta sig og afgreiddi frákastið af yfirvegun og öryggi í markið og jafnaði leikinn. Bar- áttuglaðar norðanstúlkur höfðu varist vel fram að jöfnunarmark- inu en voru farnar að bakka full mikið og lentu fyrir vikið undir mikilli pressu frá Valsstúlkum. Valsstúkur héldu pressunni áfram og skall hurð nærri hælum þegar fimm mínútur voru eftir af leikn- um þegar varnarmenn gestanna björguðu á línu eftir skalla frá Katrínu Jónsdóttur. Á síðustu mínútu venjulegs leik- tíma fékk Dagný svo kjörið tæki- færi til þess að tryggja Val sigur en skot hennar af stuttu færi sigldi fram hjá marki Þórs/KA. Gestirn- ir voru aftur á móti ekki hættir og Zver og Smiljkovic léku í gegn um vörn Vals og Zver skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma með skoti af stuttu færi. Ótrúlegur sigur Þórs/KA í kaflaskiptum leik þar sem gestirnir voru hættulegri í fyrri hálfleik en Valur í þeim seinni. Dragan Stojanovic þjálfari Þórs/KA var eðlilega í skýjun- um við leikslok í gær. „Ég er ekki bara sáttur við stigin þrjú held- ur líka spilamennsku míns liðs. Mér fannst allt ganga upp sem við lögðum upp með. Mér fannst sigurinn verðskuldaður þar sem við fengum mörg dauðafæri í fyrri hálfleik en ég viðurkenni að ég var orðinn smeykur í síðari hálfleik um að okkur yrði refs- að fyrir að nýta ekki okkar færi. Það var því enn sætara þegar sig- urmarkið kom og við erum búnar að koma okkur á kortið í fótbolt- anum á Íslandi og við viljum gera enn betur. Það getur allt gerst á lokakaflanum og við erum sátt við þriðja eða fjórða sætið, en ef við gerum enn betur þá verður það frábært,“ segir Dragan ánægður. omar@frettabladid.is Toppbaráttan opnaðist upp á gátt Norðanstúlkur í Þór/KA unnu frækinn 1-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í toppbaráttuslag Pepsi-deildar kvenna í gærkvöld. Nú þegar fjórar umferðir eru eftir eru þrjú lið efst og jöfn á toppnum. SIGURMARK Í BLÁLOKIN Norðankonur fagna hér öðru marka sinna gegn Íslandsmeisturum Vals í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.