Fréttablaðið - 08.08.2009, Síða 62
42 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. þrjóskur, 6. sjúkdómur, 8. erlendis,
9. sigað, 11. tveir eins, 12. bein, 14.
eyðileggja, 16. rykkorn, 17. lyftist, 18.
þangað til, 20. kringum, 21. hviða.
LÓÐRÉTT
1. umstang, 3. óreiða, 4. tala, 5. bók,
7. stýra, 10. völlur, 13. belja, 15. sjúk-
dómur, 16. í viðbót, 19. vörumerki.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. þrár, 6. ms, 8. úti, 9. att,
11. tt, 12. kjúka, 14. ónýta, 16. ar, 17.
rís, 18. uns, 20. um, 21. kast.
LÓÐRÉTT: 1. ómak, 3. rú, 4. áttatíu,
5. rit, 7. stjórna, 10. tún, 13. kýr, 15.
asmi, 16. auk, 19. ss.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1. Peter Rabe og Rúnar Þór
Róbertsson.
2. Sonia Sotomayor.
3. Til borgarinnar San Marcos í
Texas í Bandaríkjunum.
Halldóra Eydís Jónsdóttir
Aldur: 25 ára í
dag.
Starf: Nemi en
vinnur í ágúst
í Vogafjósi í
Mývatnssveit.
Fjölskylda:
Einhleyp en á syst-
kinin Þórhöllu Bergeyju, Arnþrúði
Önnu og Skarphéðin Reyni.
Foreldrar: Ólöf Hallgrímsdóttir og
Jón Reynir Sigurjónsson. Þau eru
bændur sem reka ferðaþjónustuna
Vogafjós í Mývatnssveit.
Búseta: Býr í London en á lög-
heimili í Mývatnssveit.
Stjörnumerki: Ljón.
Halldóra Eydís er komin í tíu manna úrslit
í skóhönnunarkeppni Viva la Diva sem
kallast Nýja skóstjarnan.
Áhugaverð orðaskipti
áttu sér stað á blogg-
síðu Eiríks Jónssonar,
ritstjóra Séð og heyrt, á
DV.is í gær. Eiríkur birti
mynd af Gunnari V.
Andréssyni, ljósmynd-
ara Fréttablaðsins,
þar sem hann deildi
við Vilhjálm H. Vilhjálmsson lög-
mann í héraðsdómi í vikunni. Eiríkur
sagðist þekkja þá báða en Gunnar
betur, sem betur fer. Vilhjálmur
svaraði fljótlega í athugasemdakerfi
síðunnar og vandaði ritstjór-
anum ekki kveðjurnar:
„Það var ekki sami hrok-
inn í þér þegar þú varst
að væla út gjaldfrest og
afslátt af dráttarvöxtum
og innheimtuþóknun
eftir að þú varst
dæmdur fyrir
ærumeiðing-
ar gagnvart
Þóru Guðmundsdóttur í Hæstarétti.
Sjaldan launar kálfurinn ofeldið, en
njóttu vel.“
Fatahönnuðurinn
Birta Björnsdóttir
og Jón Páll Halldórs-
son húðflúrmeistari
skírðu dóttur sína á
dögunum. Dóttirin
fékk nafnið Ylfa Vár.
Nafnið mun vera
fengið úr norrænni
goðafræði. Fyrir
áttu þau Birta og
Jón Páll soninn Storm Björn.
Leikarinn Vignir Rafn Valþórsson
lýsti því yfir í Fréttablaðinu á mánu-
dag að hann væri að undirbúa
leiksýninguna Sporvagninn Grease.
Sýningin átti að vera um þau Sandy
og Danny, 20 árum eftir að Grease
gerist. Og einhvern veginn átti
Snæfríður Íslandssól að blandast
inn í söguna. Frumsýningin átti að
vera í dag á artFart-hátíðinni. Af því
varð ekki og litlar sem engar
skýringar fást á því. Sagan
segir að leikarar sem
áttu að vera í sýning-
unni viti ekki einu sinni
af hverju hún var slegin
af. Þeim var tilkynnt það
í SMS-skilaboði.
- hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
Jógvan Hansen og Friðrik Ómar
vinna að nýrri plötu. Verkefnið
miðar að því að kynna færeyska
tónlist fyrir Íslendingum og
öfugt, en helstu perlur íslenskra
dægurlaga verða þýdd yfir á
færeysku. Lögin eru frá ýmsum
tímum og eru í uppáhaldi hjá
félögunum.
„Ég valdi fyrir hann tíu fær-
eysk lög og hann valdi fyrir mig
tíu íslensk lög og svo eru þau
þýdd á hitt tungumálið,“ segir
Jógvan. Stefnt er á að úr verði
tvöföld geislaplata. „Þetta er nátt-
úrulega stórt verkefni og kostar
mikið, en það er erfitt að fjár-
magna hvað sem er í dag, enginn
á pening, sérstaklega ekki við
Friðrik, tónlistarmennirnir. Von-
andi getum við gert þetta í haust,
ef ekki þá snemma næsta ár. Mig
langar ekki að gera þetta í kring-
um jólin, þá fellur platan bara í
einhverja súpu. Þá vil ég frekar
syngja jólalög.“
Jógvan hefur þegar sungið
Traustan vin, Vegbúann og Lítinn
dreng á Færeyskum dögum, með
færeyskum textum. „Færeying-
ar og Íslendingar eru góðir vinir
í dag og við viljum kynna tónlist-
ina betur fyrir þjóðunum. Ótrú-
legt en satt þá er tónlistin okkar
ólík. Þegar fólk heyrir færeysku
lögin fyrst þá er ekkert víst að
þeim líki þau. Þegar ég kom til
Íslands þá fílaði ég ekki Sál-
ina hans Jóns míns, Stuðmenn, Í
svörtum fötum, Írafár og allt það.
Ég skildi ekki tónlistina og ekki
textana, sem gerir mikið. En eins
og allt annað þá lærir maður að
elska þau með tímanum.“
Jógvan vill ekki gefa upp að svo
stöddu hverjir sjá um þýðingar.
„Það er allt voðalega fallegt og
vel gert, enda vanir menn sem
sjá um það.“
Hvernig heldur hann að Íslend-
ingar taki því að heyra slagarana
sína á færeysku? „Það minnsta
sem fólk getur gert er að taka vel
á móti því,“ segir Jógvan í gríni.
„Ég vona innilega að Íslending-
um líki það en ég get ekki ákveð-
ið það fyrir þá. Það er allavega
skemmtilegt fyrir þá að heyra
hvernig Vegbúinn eða Traustur
vinur hljómar á færeysku. Íslend-
ingar hlæja mikið að því hvernig
Færeyingar tala og öfugt. Annars
held ég að það sé engin ástæða til
að fíla þetta ekki, Færeyingar eru
búnir að semja frábær lög í gegn-
um tíðina.“ kolbrun@frettabladid.is
JÓGVAN HANSEN: VINNUR MEÐ FRIÐRIKI ÓMARI AÐ NÝRRI PLÖTU
Perlur Íslands á færeysku
LÆRIR AÐ META ÍSLENSKA TÓNLIST Jógvan færir Íslendingum færeyskar perlur og Færeyingum íslenskar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það hafa 50-
60 manns hringt bara í dag og allir hafa ein-
hverja sögu að segja,“ segir Sigurður Svavars-
son hjá bókaútgáfunni Opna. Í fyrradag kom út
ný útgáfa bókarinnar Matur og drykkur eftir
Helgu Sigurðardóttur sem hefur verið ófáan-
leg um langt skeið. Talsverð spurn hefur verið
eftir bókinni og hefur til að mynda heyrst af
fólki sem skráð hefur sig á biðlista eftir henni
hjá fornbókasölum landsins. Þessi endurútgáfa
byggist á þriðju útgáfu verksins frá 1954 sem
var síðasta útgáfan sem Helga Sigurðardóttir
gekk sjálf frá.
„Það er langt síðan ég hef upplifað álíka við-
brögð við nýrri útgáfu. Fólk virðist gríðar-
lega þakklátt fyrir þetta framtak okkar, og það
gleður vitaskuld mikið. Ein kona kom hér við
áðan og labbaði út með sjö eintök. Hún ætlaði
að tryggja að öll börnin hennar hefðu eintak við
höndina, svo hún hefði sína bók í friði,“ segir
Sigurður.
Sigurður segir að þessar viðtökur stað-
festi hversu mikið grundvallarrit Matur og
drykkur sé. Margar þjóðir eigi sér bók sem
þessa; bæði Norðmenn og Danir og auðvitað
Ítalir, en Silfurskeiðin var einmitt gefin út á
íslensku í fyrra. Tímasetning útgáfunnar er
líka góð. „Nú eru menn að huga að rótunum,
farnir að rækta sjálfir og svona. Þá er leitað
í grunnuppskriftirnar,“ segir Sigurður. Ekki
skemmir svo fyrir á krepputímum að Helga
Sig lagði áherslu á hagsýni.
Nanna Rögnvaldardóttir ritar formála bók-
arinnar og rifjar þar upp þekkt viðkvæði á
íslenskum heimilum í gegnum tíðina þegar
redda þurfti einhverju í eldhúsinu: „Það er
best að athuga hvað Helga segir.“ Sigurður
útgefandi á ekkert nema lof yfir bókina og
hina merku Helgu Sig: „Þessi kona var alveg
stórmerkileg og rís alveg undir því að vera
kölluð matmóðir Íslendinga.“
- hdm
Matmóðir Íslendinga fær góðar viðtökur
STOLTIR ÚTGEFENDUR Sigurður Svavarsson og Guðrún
Magnúsdóttir hjá Opna hafa vart kynnst öðrum eins
viðbrögðum og þau hafa fengið við endurútgáfu bókar
Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur. Ein kona
keypti sjö eintök. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Sjö stelpur í Listafélagi Verslunar-
skólans ætla að bóna bíla í bikini-
fötum einum fata í Faxafeni 10 á
morgun. Með uppátækinu ætla þær
að safna fyrir starfsemi félagsins í
vetur þar sem leikrit og ýmis nám-
skeið verða á döfinni.
„Meirihlutinn af okkur hefur
mikinn áhuga á leiklist og söng.
Síðan eru hinar líka rosalega
hressar og skemmtilegar en hafa
kannski ekki reynslu. En við erum
allar rosalega klikkaðar,“ segir
Hallfríður Þóra Tryggvadóttir,
formaður Listafélagsins. „Þetta er
amerísk hugmynd að þvo bíla fyrir
pening, alveg eins og að selja lím-
onaði. Okkur fannst svo fyndið að
hafa það konsept að gera hluti sem
bara stelpur gera. Staðalímyndin
að stelpur séu rosalega sexí að
bóna bíla fannst okkur mjög fynd-
in. Okkur finnst mjög gaman að
leika og þetta verður held ég lítið
mál fyrir okkur að koma svona
fram,“ segir hún.
Þær stöllur hafa brugðið á fleiri
ráð í fjársöfnuninni. Þær sungu í
nýlegri auglýsingu Símans og Tón-
listar.is, hafa safnað flöskum og
ætla að selja kökur í Kolaportinu.
Bílabónið í Faxafeninu hefst
klukkan 14 á morgun og stendur
yfir fram eftir degi. Ef rigning
verður úti verður bónað innandyra
og til að halda uppi góðri stemn-
ingu verður plötusnúður á staðn-
um. Almenningur borgar 2.000
krónur fyrir þvottinn en Versling-
ar fá hann á 1.000 krónur. - fb
Fáklæddar bóndömur safna peningum
KLÁRAR Í BÓNIÐ Hallfríður Þóra og vinkonur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í bíla-
bóninu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN