Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 2
2 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Milljónatjón varð á
húsi og bílum Hjörleifs H. Kvaran,
forstjóra Orkuveitunnar, þegar
aðgerðasinnar unnu skemmdarverk
á heimili hans aðfaranótt mánudags.
Svo virðist sem þeir séu farnir að
færa sig upp á skaftið, því þeir létu
sér ekki nægja að skvetta málningu
sem hægt er að spúla burt, heldur
voru bílarnir líka eyðilagðir með
lakkeyði.
Lögregla hefur alls þrettán
skemmdarverk af þessu tagi nú til
rannsóknar, en aðgerðasinnar hafa
verið duglegir að láta í ljós óánægju
sína með fólk úr fjármála- og orku-
geiranum og meðal annars herjað á
heimili þess. Ekkert málanna er þó
upplýst enn.
Hingað til hefur rauðri málningu
ítrekað verið slett á hús fólks úr
fjármálalífinu en grænni málningu
eða skyri slett á heimili fólks eða
aðra staði sem tengjast orkuiðnaði.
Skemmdirnar á heimili Hjörleifs
skera sig þó úr, því málningin sem
notuð var á heimili Orkuveitufor-
stjórans var rauð.
Heima hjá Hjörleifi var auk þess
sprautað lakkeyði á bíla hans. „Þeir
fóru skipulega yfir báða bílana og
ötuðu hvern einasta flöt með þessu
efni,“ segir Hjörleifur. „Þetta veldur
því að lakkið hleypur upp á báðum
bílunum, það verður pússa þá upp
og heilsprauta þá.“ Unnt er að þrífa
málninguna af húsinu við illan leik,
en tréverkið á og við húsið er illa
farið. Tjónið segir Hjörleifur hlaupa
á milljónum.
Lögregla segir ekki ólíklegt að
sama fólk standi að baki að minnsta
kosti einhverjum skemmdar-
verkanna. Sami hópur, sem kallar
Hrönn, eruð þið ekki alveg
gú-gú að ætla að fá hann?
„Við erum alla vega ekki ga-ga.“
Milos Forman, sem meðal annars leik-
stýrði Gaukshreiðrinu, verður heiðurs-
gestur á RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð
í Reykjavík. Hrönn Marinósdóttir er
stjórnandi hátíðarinnar.
www.ms.is/gottimatinn
nýtt!
hrein jógúr
t
í ½ l umbúð
um
í morgunve
rðar-
eða sósuská
lina
alveg hreint frábær!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
1
9
2
Sprautuðu lakkeyði
á bíla forstjóra OR
Aðgerðasinnar láta ekki lengur málningarslettur duga til að sýna andstöðu sína
við fólk úr fjármála- og orkugeiranum. Milljónatjón varð á heimili forstjóra
Orkuveitunnar. Lögreglan rannsakar nú þrettán skemmdarverk af þessu tagi.
Meðal þeirra sem orðið hafa fyrir
barðinu á skemmdarvörgum vopn-
uðum málningu eru:
FÓLK ÚR FJÁRMÁLALÍFINU
■ Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka
■ Bjarni Ármannsson, fyrrverandi
bankastjóri Glitnis
■ Björgólfur Thor Björgólfsson,
fyrrverandi eigandi Landsbankans
■ Hannes Smárason, fyrrverandi
forstjóri FL Group
■ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver-
andi forstjóri Kaupþings
■ Steingrímur Wernersson, eigandi
Milestone
FÓLK ÚR ORKUGEIRANUM
■ Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar
■ Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri
Orkuveitunnar
■ Rannveig Rist, forstjóri Alcan
AÐRIR STAÐIR
■ Iðnaðarráðuneytið
■ Skrifstofur Alcan við
Suðurlandsbraut
MÁLAÐ Á FJÖLDA HEIMILA OG HÚSA
MÁLAÐ Í SNARHASTI Meðal fyrstu skemmdarverkanna var þegar rauðri málningu
var slett á hús Hannesar Smárasonar við Fjölnisveg í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
sig A.S.Ö., hefur lýst á hendur sér
skemmdarverkum á heimilum for-
stjóra Landsvirkjunar og Alcan þar
sem grænni málningu var einnig
skvett.
Enginn hefur hins vegar lýst yfir
ábyrgð á skemmdunum heima hjá
Hjörleifi. „Mér finnst það helvíti
lágkúrulegt og aumt að þeir sem að
þessu standa skuli ekki þora að stíga
fram og gangast við þessu hryðju-
verki,“ segir hann. Þetta bitni ekki
bara á honum, heldur einnig fjöl-
skyldu hans og börnum. „Ekki teng-
ist ég útrás á nokkurn hátt,“ bætir
hann við. stigur@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn og ein stúlka, kær-
asta annars mannanna, hafa verið úrskurðuð í fimm
til sjö daga gæsluvarðhald grunuð um að hafa numið
ríflega tvítugan mann á brott og síðan haldið honum
í prísund á heimili eins þeirra grunuðu klukkustund-
um saman og beitt hann ofbeldi og hótunum.
Lögreglan vill lítið sem ekkert gefa upp um málið.
Hún segir þó að fólkið sé ungt að árum og sé þekkt
hjá lögreglunni á Akureyri fyrir að hegða sér ólán-
lega.
Fólkið var handtekið á mánudagsmorgun eftir að
tilkynnt var um mikinn og langvarandi hávaða sem
barst úr íbúð í fjölbýlishúsi við Skarðshlíð. Þar býr
einn árásarmannanna, sem hefur langan sakaferil
að baki. Vitni heyrðu talað um fíkniefnaskuldir
innan úr íbúðinni.
Maðurinn sem haldið var í íbúðinni ber áverka
eftir en er hvorki í lífshættu né beinbrotinn, sam-
kvæmt heimildum blaðsins. Hann hefur þegar talað
við tilvonandi réttargæslumann sinn í síma.
Mennirnir gætu hafa gerst sekir um líkamsárás,
hótanir og frelsissviptingu, og gæti það varðað
margra ára fangelsisvist.
Rannsókn málsins er á frumstigi hjá lögreglu,
sem verst allra frétta af því. Ljóst er að það þykir
mjög alvarlegt, úr því að mennirnir voru úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald. - sh
Grunaðir um að hafa numið mann á brott, haldið honum í prísund og barið:
Þrjú ungmenni í varðhaldi
LÖGREGLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Rannsókn málsins er á frum-
stigi. FRÉTTABLAÐIÐ / KRISTJÁN
UMHVERFISMÁL Trjágeitungar
hafa komið upp mun fleiri búum
sunnanlands en í fyrrasumar og er
það einmuna blíðu að þakka. Erling
Ólafsson, skordýrafræðingur Nátt-
úrufræðistofnunar, segir á heima-
síðu stofnunarinnar að bú þeirra
hafi vaxið með undrahraða í júlí.
Stundum hafa fundist fleiri en eitt
bú í einum og sama garðinum.
Óvissa ríkir enn um holugeit-
unga en það kemur í ljós í ágúst-
mánuði hvernig þeim vegnar. Bú
þeirra eru sjaldnast sýnileg og
finnast því sjaldan fyrr en geit-
ungum tekur að fjölga verulega.
Húsageitungs hefur ekki orðið vart
í sumar en hann hefur átt mjög
í vök að verjast á undanförnum
árum. - shá
Gott sumar fyrir skordýr:
Geitungar fleiri
en í fyrrasumar
GEITUNGABÚ Trjágeitungum hefur fjölg-
að í blíðunni sunnanlands.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
SJÁVARÚTVEGSMÁL Öll sú norsk-
íslenska síld sem landað var í júlí
veiddist innan íslensku lögsögunn-
ar. Þetta er einsdæmi á þessum
árstíma samkvæmt Fiskistofu..
Veiðar á norsk-íslensku síldinni
innan íslensku lögsögunnar hafa
aukist jafnt og þétt frá árinu 2004.
Athygli vekur að aukin gengd síld-
arinnar á Íslandsmið helst í hend-
ur við stóraukna gengd makríls
inn í íslenska lögsögu. - shá
Norsk-íslenska síldin:
Öll síldin veidd
innan lögsögu
KÖNNUN Íslendingar eru áberandi
svartsýnni en aðrar þjóðir á efna-
hagsástandið á næstu mánuðum.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
alþjóðlegrar könnunar um áhrif
fjármálakreppunnar á almenn-
ing sem WIN (alþjóðleg samtök
óháðra markaðsrannsóknarfyrir-
tækja) stendur fyrir og gerir nú í
þriðja sinn í 22 löndum.
Í könnuninni kemur fram að í
júní síðastliðnum töldu 71 prósent
Íslendinga að efnahagsástandið
myndi enn versna á næstu þremur
mánuðum. Næstir á eftir Íslend-
ingum í svartsýni voru Þjóðverj-
ar, en 46 prósent þeirra töldu að
efnahagsástandið færi versnandi.
Ísland og Brasilía voru einu þátt-
tökuþjóðirnar þar sem ekki fækk-
aði í hópi þeirra sem töldu að
ástandið myndi versna. - kg
Alþjóðleg könnun:
Íslendingar eru
svartsýnastir
STJÓRNMÁL Fjárlaganefnd Alþingis
mun afgreiða Icesave-málið úr
nefndinni í dag. Þrátt fyrir að
enn sé reynt að ná samstöðu allra
flokka hafa vonir um það dofn-
að, samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins. Fyrirvararnir sem unnið
er að í nefndinni eru þó þess eðlis
að búist er við því að nógu margir
þeirra þingmanna stjórnarflokk-
anna, sem hingað til hafa lýst yfir
efasemdum sínum, styðji málið.
Fundur verður í fjárlaganefnd
áður en þingfundur hefst í dag.
Málið verður ekki á dagskrá þings-
ins fyrr en í næstu viku.
Fjárlaganefnd fundaði í gærdag
og gærkvöldi um málið. Meðal
annars kom bandaríski lögfræð-
ingurinn Lee Buchheit fyrir nefnd-
ina, en skoðun hans er sú að ótækt
sé að semja um skilmála skuldar-
innar fyrr en uppgjör á eignum
Landsbankans liggur fyrir. Hann
telur að þingið geti sagt að ekki
sé tímabært að taka ákvörðun um
ríkisábyrgð af þeim sökum. Að
sögn fjármálaráðuneytisins lagði
íslenska samninganefndin þá leið
til, en Bretar og Hollendingar
höfnuðu henni alfarið. Þess í stað
hafi þeir fallist á að veita sjö ára
greiðslufrest, til að hægt yrði að
hámarka eignirnar.
Óvíst er hve langan tíma þingið
muni taka sér í að afgreiða málið.
Gert er ráð fyrir að þingi verði
slitið að því loknu. Ekki er stefnt
á að kalla nýtt þing saman fyrr en
1. október. - þeb / kóp
Icesave-málið verður afgreitt úr fjárlaganefnd í dag og fer fyrir Alþingi í næstu viku:
Þurfa að treysta á meirihlutann
FRÁ FUNDI FJÁRLAGANEFNDAR Fjár-
laganefnd fundaði í gærdag og gær-
kvöldi og fékk til sín gesti. Málið verður
afgreitt úr nefndinni á fundi í dag.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
N
ÞÓ
R
ALÞINGI Minnihluti Umhverfis-
nefndar Alþingis mótmælir harð-
lega vinnubrögðum meirihluta
nefndarinnar við afgreiðslu nátt-
úruverndaráætlunar til næstu
fjögurra ára. Þetta kemur fram í
nefndaráliti minnihlutans.
Í nefndarálitinu segir að meiri-
hlutinn hafi tekið afgreiðslu áætl-
unarinnar úr nefndinni án þess að
eðlileg umfjöllun hafi átt sér stað.
Málið hafi einungis verið tekið
til umfjöllunar á tveimur fund-
um nefndarinnar, og þá aðeins
með þeim hætti að fulltrúar
umhverfisráðuneytis og stofnana
þess kynntu efni hennar. Þessi
afgreiðsla gangi þvert gegn öllum
sjónarmiðum um vönduð, fagleg
og lýðræðisleg vinnubrögð. - kg
Minnihluti Umhverfisnefndar:
Mótmælir
vinnubrögðum
meirihlutans
SPURNING DAGSINS