Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009
HEFUR ÞÚ
HUGMYND?
Sendu inn
hugmynd á
n1.is/start
N1 kynnir hugmyndasamkeppni sem er
annar áfangi verkefnisins Start09 sem
hófst með fjölsóttum hugmyndafundi
í Borgarleikhúsinu í júní
Markmiðið er að hvetja fólk og fyrirtæki til nýrrar sóknar
og uppbyggingar um allt land og leysa nýjar hugmyndir
úr læðingi til að auka verðmætasköpun í landinu.
Sendu inn þína hugmynd á n1.is/start
Allir geta tekið þátt í samkeppninni, sérfræðingar jafnt
sem almenningur, börn og fullorðnir. Eina skilyrðið er að
hugmyndin snúist um aukna verðmætasköpun á Íslandi.
Vegleg verðlaun í boði
Dómnefnd mun verðlauna myndarlega þær hugmyndir
sem skara fram úr. Þar að auki mun N1 leita leiða til að
hrinda sem flestum góðum hugmyndum í framkvæmd,
t.d. í samvinnu við önnur fyrirtæki.
Nánari upplýsingar um innsendingu hugmynda er
að finna á www.n1.is/start, heimasíðu verkefnisins.
Dómnefnd skipa
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1
Jeff Taylor, frumkvöðull, stofnandi monster.com
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, annar stofnenda Uppsprettu
Guðjón Már Guðjónsson, Hugmyndaráðuneytismaður
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sá orðrómur er nú á kreiki vestan-
hafs að leikararnir Renée Zellweg-
er, 40 ára, og Bradley Cooper, 34
ára, séu nýjasta Holly-
wood-parið, en þau leika
saman í kvikmyndinni
Case 39 sem er vænt-
anleg í kvikmyndahús
í haust.
Samkvæmt heim-
ildum bandaríska
tímaritsins
People sáust
þau koma
saman
til Barce-
lona um síð-
ustu helgi .
Þar sáust þau
borða róman-
tískan kvöldverð á
veitingastað og sam-
kvæmt heimildar-
manni blaðsins létu
þau einstaklega vel hvort að öðru.
Að lokum sagðist Zellweger vilja
borga fyrir matinn og
var búin að borga áður
en Cooper náði að taka
upp veskið. Bæði hafa
þau neitað því að þau
eigi í ástarsambandi,
en ekki er langt
síðan Cooper
var orðaður við
Jennifer Aniston
eftir að hann
sást með henni
á veitingastað í
New York í síð-
asta mánuði.
Nýjasta stjörnuparið?
EKKI SAMAN? Renée
Zellweger bauð
Bradley Cooper í
rómantískan kvöld-
verð í Barcelona um
síðustu helgi.
Holdafar söngkonunnar Kelly
Clarkson hefur verið milli tann-
anna á bloggurum vestanhafs að
undanförnu þar sem hún þykir
hafa fitnað talsvert á síðustu mán-
uðum. Söngkonan, sem er 27 ára,
lætur þó gagnrýnisraddirnar ekki
ná til sín og svarar fyrir sig fullum
hálsi í nýjasta tímariti Self þar sem
hún prýðir forsíðuna.
„Það virðist angra einhverja
hvernig ég lít út en ég er ekki ein
af þeim. Mér líður vel,“ segir söng-
konan sem stundar reglulega golf
og Crossfit-æfingar. „Ég hreyfi
mig fyrst og fremst fyrir geðheils-
una, ekki til að grennast. Þegar ég
grennist gerist það yfirleitt þegar
ég er ekki að hugsa um það,“ bætir
hún við.
Sama um línurnar
ÞYNGDIN SKIPTIR EKKI MÁLI
Kelly Clarkson hreyfir sig fyrst og fremst
til að líða vel, en ekki til að grennast.