Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 24
24 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Það er mjög spennandi starf að taka við Listdansskólanum enda hefur hann í gegnum tíðina verið kunnur fyrir gæði og mikil þekking býr meðal starfsliðs hans,“ segir Lára Stefáns- dóttir en hún tók formlega við starf- inu síðastliðið vor. Nú er hennar fyrsta skólaár í stöðu skólastjóra að hefjast en Lára er einn okkar fremsti dans- ari og danshöfundur og hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Lára lauk meistaranámi í kóreógrafíu við Middlesex University í London vorið 2006 en hún hefur starf- að sem atvinnudansari frá árinu 1980, þar af í ein 22 ár með Íslenska dans- flokknum. Lára segir að hún muni halda uppi þeirri stefnu skólans að efla gæði dansins með því að gera kröfur og við- halda aga en um leið megi ekki gleyma að hafa starfið skemmtilegt. „Þetta verður nefnilega líka að vera gaman og dansgleðin er í raun númer eitt, tvö og þrjú. Við reynum að hugsa okkur, nemendur og kennara, sem eina heild - að allir séu að vinna að sama mark- miði og áhuginn komi innan frá.“ Lára segir einverra áherslubreyt- inga mega vænta undir hennar stjórn. „Við hyggjumst leggja áfram áherslu á klassíska grunninn og formið sem er afar mikilvægt í góðum dansi. Þannig að það er spennandi að einblína á að styrkja gæði dansins - undirstöðurn- ar. Þjálfunin í nútímalistdansinum og klassíska dansinum munu haldast þétt í hendur því að öll góð dansþjálfun styrkir hvort tveggja. Hraðinn er að minnka í þjóðfélaginu og margt er að hverfa aftur til gömlu, góðu gildanna. Það má ef til vill segja að það sama eigi við í dansinum. Við ætlum einnig að efla lifandi tónlistarflutning í dans- sýningum skólans í samstarfi við tón- listarnemendur.“ Nú þegar eru sam- starfsviðræður hafnar við Tónskóla Sigursveins. Síðasta vetur voru um 150 nemendur í skólanum en nýtt skólaár hefst senn og inntökupróf í skólann, á grunn- skóla- og framhaldsstigi, verða nú á laugardaginn í húsnæði skólans að Engjateigi. „Ég vona að sem flestir, sem áhuga hafa á listdansinum, komi og þreyti inntökupróf, bæði strákar og stelpur.“ Yngri nemendur, 9-12 ára, verða milli klukkan 11 og 12 en 12-15 ára hópurinn er frá 12 til 13 í prófum. Gott er að nemendur skrái sig áður og hægt er að gera það rafrænt á www. listdans.is. En hvað þarf góður dans- ari að hafa til brunns að bera og hvað gefur listdansnám nemendum? „Góður dansari þarf að hafa áhugann, að vilja fara inn í þessa erfiðu en skemmtilegu vinnu og einnig hjálpar þolinmæð- in - ekkert gerist á einum degi. Gott tónlistareyra, góð samhæfing hreyf- inga, ástríða fyrir dansinum og það að kunna að hlusta á líkamann er líka mikilvægt. Dansinn er svo frábært veganesti í framtíðinni - jafnvel þótt nemendur hætti að dansa, hann lifir innra með okkur samt og einstakling- ar sem læra dans læra að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér og dansinum sem slíkum.“ Það sem gefur Láru sjálfri mest í hennar starfi segir hún tengjast því að sjá framfarir hjá nemendum. „Það erf- iðasta er svo það að öll erum við ólík og höfum ólíkar þarfir. En um leið er það verkefni - að vinna að því að sem flestir séu sáttir, líði vel og að dans- námið skili sem bestum árangri.“ juliam@frettabladid.is LÁRA STEFÁNSDÓTTIR: ER NÝR SKÓLASTJÓRI LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS Horfið aftur til gömlu góðu gildanna í dansþjálfuninni GAMAN AÐ FYLGJAST MEÐ FRAMFÖRUM NEMENDA Lára Stefánsdóttir, skólastjóri Listdansskóla Íslands, segir alltaf skemmtilegast að fylgjast með dönsurum skólans ná jöfnum og þéttum framförum, en mikla þolinmæði þurfi í námið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALFRED HITCHCOCK (1899-1980) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Morð í bíómyndum eru öllu jafna mjög hreinleg. Ég sýni hins vegar hve erfitt og sóðalegt verk það er að drepa mann.“ Alfred Hitchcock er einn þekktasti kvikmyndaleik- stjóri og -framleiðandi allra tíma. Myndir hans eru fleiri en sextíu. MERKISATBURÐIR 1900 Minnisvarði um Norð- manninn Otto Wathne (1844-1898) er afhjúpað- ur á Seyðisfirði en hann var frumkvöðull í verslun og útgerð í bænum. 1942 Walt Disney frumsýnir teiknimyndina Bamba í New York. 1960 Mið-Afríkulýðveldið hlaut sjálfstæði frá Frakklandi. 1961 Byrjað að reisa Berlínar- múrinn. Múrinn er látinn skilja að Vestur-Berlín og Austur-Þýskaland. 1985 Þriggja ára drengur frá Dublin er yngsta mann- eskjan, hingað til, til að fá nýtt hjarta og ný lungu. Aðgerðin fer fram í Lond- on. 1993 Kvikmyndin Júragarðurinn er frumsýnd hér á landi. Á þessum degi árið 1908 klifu tveir menn Herðubreið fyrstir manna. Afrekið unnu Hans Reck, jarðfræðingur frá Þýskalandi, og Sigurður Sumarliðason bóndi. Fjallið hafði fram að því verið talið ókleift. Hans hafði ferðast um Ísland allt sumarið 1908, byggð og öræfi, og var ný- kominn úr Öskju-göngu þegar hann komst upp á fjallið suðvestan megin. Sigurður var á fimmtudagsaldri þegar gang- an var farin en faðir hans var mörgum kunnur: Sumarliði póstur - en hann sá um langt skeið um að bera póstinn á Vesturlandi og síðar norð- ur á land. Hans og Sumarliði hlóðu vörðu er upp á fjallið kom, svo háa að hún sást úr Herðubreiðarlindum. Á fjallinu gerðu þeir nokkrar uppgötvanir, og skar Hans úr um það að Herðubreið væri gamalt útbrunnið eld- fjall en ekki jökull - en menn höfðu deilt um það lengi. Að lokum fundu þeir nýja leið frá Herðubreið að Öskju, austan við Vikrafell og í Fjallkonunni, 12. sept- ember, 1908, er sagt að sú leið sé „víða góð og greiðfær, svo að þar mætti skreiðríða“. Herðubreið var valið þjóðarfjall Íslendinga í kosningu fyrir nokkrum árum, en það er 1.682 metra hátt móbergsfjall. ÞETTA GERÐIST: 13. ÁGÚST 1908 Gengið á Herðubreið í fyrsta sinn HERÐUBREIÐ AFMÆLI ODDGEIR EINARSSON lögfræð- ingur er 32 ára. PÁLL BERG- ÞÓRSSON, fyrrum veðurstofu- stjóri, er 86 ára. SIGURÐ- UR GÍSLI PÁLMASON framleið- andi er 55 ára. SIGRÍÐUR DÚNA KRIST- MUNDS- DÓTTIR prófessor er 57 ára. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Sigurlaug Sigurðardóttir nuddkona, áður til heimilis að Einarsnesi 64, lést á Vífilsstöðum 8. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 11.00. Páll Árni Jónsson Ásdís Björgvinsdóttir Jón Helgi Pálsson Lilja Garðarsdóttir Kristbjörg Pálsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Karl Bóasson fyrrverandi lögreglumaður, Rjúpnasölum 14, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landakotsspítala 25. júlí sl., verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 14. ágúst nk. kl. 13.00. Halldóra Jóna Stefánsdóttir Emil Brynjar Karlsson Sigrún Sigtryggsdóttir Anna Sigríður Karlsdóttir Bjarni Rúnar Þórðarson Örn Karlsson Siriworraluck Boonsart barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi og langafi, Guðmundur Magnússon byggingameistari, Akranesi, er lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. júlí, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju 14. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddfellowstúkurnar á Akranesi eða Sjúkrahús Akraness. Ástríður Þ. Þórðardóttir Emil Þór Guðmundsson Guðbjörg Kristjánsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Gunnar Sigurðsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Jón B. G. Jónsson Þórey G. Guðmundsdóttir Leifur Eiríksson Sigríður Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma, dóttir og systir, Sólveig Andrésdóttir lést á heimili sínu þann 8. ágúst síðastliðinn. Vigfús Birgisson Birgitta Vigfúsdóttir Hjörvar Freyr Hjörvarsson Ísar Hjörvarsson Enok Hjörvarsson Daníel Freyr Hjörvarsson og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.