Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 16
16 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR F jörutíu ár eru um helgina liðin frá einni frægustu tónlistar- hátíð allra tíma, Wood- stock. Dagana 15. til 18. ágúst 1969 komu um eða yfir 400 þúsund manns saman við bæinn Bethel í New York-ríki í Bandaríkjunum til þess að hlusta á 32 tónlistarmenn og hljómsveitir. Upphafið að öllu Michael Lang og Artie Korn- feld áttu hugmyndina að hátíð- inni og fengu þá John Roberts og Joel Rosenman til liðs við sig. Upphaflega var áætlað að byggja upptökuver auk þess að halda tónlistarhátíð, en svo var ákveðið að byrja á hátíðinni. Snemma árs 1969 höfðu íbúar í nágrenni við áætlaðan tónleikastað haft veður af því hvað til stæði og hófu bar- áttu gegn hátíðinni. Að lokum var mönnunum synjað um leyfi til að halda tónleikana, en fundu í kjöl- farið mjólkurbúseigandann Max Yasgur, sem átti stórt land í Bet- hel. Ákveðið var að halda tónleik- ana þar. Strax í upphafi hátíðarvikunnar fór fólk að streyma á tónleikastað- inn og á miðvikudegi voru um sex- tíu þúsund manns mættir. Upp- haflega höfðu miðar verið seldir á hátíðina, um 186 þúsund talsins, og bjuggust tónleikahaldararnir fjór- ir því við um 200 þúsund manns á hátíðina. Á föstudeginum varð fljótt ljóst að mun fleiri myndu mæta. Allir vegir í grenndinni stífluðust og þurfti því að flytja flesta tónlistarmennina á svæð- ið í þyrlum. Þar sem aldrei hafði verið klárað að setja upp hlið og girðingar var á endanum ákveð- ið að tónleikarnir yrðu ókeypis. Síðar greindi John Roberts frá því að það hafi tekið fjórmenningana ellefu ár að koma út á sléttu. Tónleikarnir sjálfir Það var Richie Havens sem hóf tónleikahátíðina, rétt eftir klukk- an fimm föstudaginn 15. ágúst 1969. Tónleikahaldinu það kvöld- ið lauk upp úr klukkan tvö aðfara- nótt laugardags. Tónleikar hófust á ný rétt eftir hádegi og stóðu til dögunar á sunnudegi. Á sunnudegi áttu tónleikarnir að hefjast nokkru eftir hádegi en vegna mikilla rign- inga var þeim frestað fram eftir miðjum degi. Þeim lauk svo ekki fyrr en klukkan var að ganga níu á mánudagsmorgni, með tónleik- um Jimi Hendrix. Fjöldinn allur af þekktum tón- listarmönnum kom fram á hátíð- inni. Sem dæmi má nefna The Who, Canned Heat, The Grateful Dead, Creedence Clearwater Revival, Janis Joplin, Jefferson Airplane, Joe Cocker og Crosby, Stills, Nash and Young. Þó afþökkuðu einnig margir tónlistarmenn boð um að spila á hátíðinni. Þeirra á meðal voru Led Zeppelin, Bob Dylan, Joni Mitchell og The Doors. Vandamálin við fjöldann Ekki hafði verið gert ráð fyrir þeim gríðarlega fjölda fólks sem mætti, eins og áður hefur komið fram. Hreinlætisaðstæður voru slæmar og matarbirgðir af skornum skammti, auk þess sem mikið rigndi. Það kom þó ekki að sök, þar sem þessi gríðarlegi fjöldi fólks kom í raun og veru saman undir formerkjum hátíðarinnar um frið og ást. Ótrúlegt þótti eftir á að svo mikill fjöldi ungmenna hefði komið saman í svo langan tíma án mikilla vandræða. Tvö dauðsföll urðu þó á hátíðinni, annað af völd- um of stórs skammts af eiturlyfj- um. Hitt varð þegar traktor keyrði yfir mann sem svaf í svefnpoka. Þá hafa verið sögusagnir um að börn hafi fæðst á hátíðinni, meðal ann- ars eitt í bíl sem var fastur á leið- inni á hátíðina. Það hefur þó aldrei verið staðfest, en þó hefur komið fram í nokkrum viðtölum að vissu- lega hafi börn fæðst á hátíðinni. Þá voru skrásett rúmlega 700 tilfelli um fólk sem tók of stóra skammta af eiturlyfjum á hátíðinni. Hátíð friðar, tónlistar og ástar Um helgina verða fjörutíu ár liðin frá Woodstock, einni stærstu og merkilegustu tónlistarhátíð allra tíma. Um 400 þúsund manns voru á hátíðinni, sem varð eins konar táknmynd fyrir hippatímann. Þórunn Elísabet Bogadóttir kynnti sér hátíðina. BETHEL Talið er að yfir 400 þúsund manns hafi komið saman í Bethel dagana 15. til 18. ágúst 1969. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚGBRAUÐ Volkswagen-sendibílarnir, sem voru kallaðar rúgbrauð á Íslandi, voru vinsælar á þessum tíma. Þessir tónleikagestir völdu að sitja uppi á bíl sínum frekar en í drullunni sem myndaðist vegna mikilla rigninga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JIMI HENDRIX Alls komu 32 flytjendur fram á hátíðinni. Jimi Hendrix var síðastur á svið, og lauk sínum tónleikum um klukkan hálfníu á mánudagsmorgni. NORDICPHOTOS/AFP FRIÐUR OG TÓNLIST Hátíðin var haldin á blómatíma hippanna, undir formerkjum ástar og friðar. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.