Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 20
20 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Ábyrgð Íslands Eins og kunnugt er hafa Íslendingar leitað eftir lánum víða, meðal annars til Norðurlandaþjóðanna. Lán þeirra – nema Færey- inga – eru bundin því skil- yrði að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og þá einkum gagnvart inn- stæðueigendum. Verður þetta ekki túlkað á annan veg en Ísland sam- þykki ICESAVE-samninginn. Nú mega það kallast firn mikil ef heil þjóð – og þá einnig komandi kynslóðir – eigi að ábyrgjast himin- háar greiðslur sem einstaklingar hafa með umsvifum sínum stofn- að til án þess að íslenzk stjórnvöld og íslenzkur almenningur hafi haft þar forgöngu. Ef íslenzka ríkið og þar með þjóðin ætti að bera slíka ábyrgð yrði hún að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, fjölþjóðleg- um samningum eða löglega bind- andi yfirlýsingar forystumanna þjóðarinnar En skilmerki- legar skýringar láta á sér standa og allar tilraunir til rökfærslu hafa endað í orðræðu sem litlu skilar. Það sýnir að minnsta kosti að óljóst er um ábyrgð Íslands. Nú standa þjóðir Norður- landa Íslendingum næst og því er rétt og eðlilegt að forystumenn þeirra þjóða verði krafðir svara við því hver sé hin skýra lagastoð fyrir þessum alþjóðlegu skuldbindingum. Raun- ar skulda Norðurlönd Íslendingum einnig skýringu á því hvers vegna því er hafnað að leggja málið undir dóm, hvort sem það væri eiginlegur dómstóll, gerðardómur eða sátta- nefnd. II. Í grein í Morgunblaðinu 7. júlí sl. fullyrti Jón Baldvin Hannibals- son að íslenzka ríkið bæri ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu sem næmi 20.887 evrum án nokkurr- ar viðhlítandi tilvísunar í lög eða þjóðréttarsamninga. Í greinar- korni í Fréttablaðinu bað ég Jón að nefna lagastaði fullyrðingu sinni til stuðnings. Það hefur hann ekki gert þótt nú sé mánuður liðinn. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að hann hafi farið með stað- lausa stafi. Þá fullyrti hann að ekki fyndist neinn lögfræðingur utan landsteina sem tæki mark á „heimatilbúinni“ skýringu nokkurra íslenzkra lög- fræðinga um að ábyrgð væri tak- mörkuð við „tóman“ tryggingasjóð. Það er nú reyndar rangt að trygg- ingasjóður hafi verið „tómur“, en látum það liggja milli hluta. Um hina heimatilbúnu skýringu sem enginn lögfræðingur utan land- steinanna taki mark á verður Jón Baldvin að sætta sig við að undir hana hafa tekið brezku lögmanns- stofurnar Miscon de Reya og Lowell í London og belgíska lögmannsstof- an Schiödt í Brussel, svo að enn bætast ósannindi ofan á ósannindi. Til viðbótar stendur upp á hann að skýra hversvegna Bretar og Hol- lendingar hafna allri dómsmeðferð úr því að málstaður þeirra er jafn traustur og hann vill vera láta. III. Flest bendir til að Íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að gang- ast undir nauðungarsamninga til þess að geta haft eðlileg samskipti við Evrópuþjóðir, þar á meðal Norðurlönd. En þau viðbrögð eru helzt til algeng að þeir, sem láta í ljós efasemdir um skyldur Íslend- inga, séu haldnir þeirri grillu að vondir útlendingar séu að níðast á saklausri þjóð. Í rauninni snýst málið hvorki um góða Íslendinga né vonda útlendinga, heldur reglu- verk ESB. Þegar hallaði undan fæti í efnahagsmálum vegna hinn- ar alþjóðlegu lánsfjárkreppu, sem gengið hefur yfir nálæg lönd, kom í ljós að regluverk ESB var svo gall- að að tvísýnt þótti að það stæðist þá skoðun sem fylgdi dómsmeðferð í málum Íslendinga gagnvart Bret- landi og Hollandi. Bankahrunið á Íslandi, sem ríkisstjórn Bretlands átti sinn þátt í, drægi fjármálakerfi ESB með sér í fallinu með því að hætta væri á allsherjaráhlaupi á bankana. Við svo búið var þægileg- ast að fórna Íslandi þótt vikið væri til hliðar almennum grundvallar- reglun í samskiptum siðaðra þjóða, sem er ein meginheimild þjóðarétt- arins, sbr. 38. gr. samþykkta Milli- ríkjadómstólsins í Haag. Ísland skiptir hvort sem er litlu sem engu máli fyrir Evrópu. En hér er ekki látið staðar numið, heldur skulu allir Íslendingar, auk þungra fjárhagsbyrða, jafnframt úthrópaðir sem lögbrjótar, samn- ingssvikarar og viðskiptaþrjótar sem menn ættu að varast samskipti við. Fáeinir gegnir menn hafa ýjað að þessu, en helzti talsmaðurinn er Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra og sendi- herra. Hann styður þessi viðhorf af slíku kappi að hann skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannind- um til þess að koma boðskapnum á framfæri og villa þannig um fyrir öllum almenningi. Hvaða ályktanir á að draga af þessu? Höfundur er lagaprófessor. UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradótt- ir skrifar um borgarmál Þann 8. ágúst skrifar Vil-hjálmur Þ. Vilhjálms- son, forseti borgarstjórnar og fyrrverandi borgar- stjóri, grein í Fréttablað- ið sem hann kallar „Rang- færslur Sigrúnar Elsu“. Þar setur hann út á tvö atriði sem ég hef fjallað um í fyrri skrifum: Sölu á hlut borgarinnar í Lands- virkjun, sem hann telur hagstæða, og ábyrgðargjald vegna lána Lands- virkjunar sem hann telur hæfilegt. Auk þess víkur hann að þátttöku REI í einkavæðingu orkufyrirtæk- is á Filippseyjum, sem hann rang- lega eignar 100 daga meirihlutan- um. Þessum atriðum verður hér svarað. Tapaðir milljarðar Sölusamningur sem Vilhjálmur Þ. skrifaði undir fyrir hönd borgar- innar á hlut borgarinnar í Lands- virkjun var óásættanlegur, meðal annars þar sem verðið sem fékkst fyrir hlutinn var of lágt. Þar varð borgin af milljörðum króna. Einn- ig er afleitt að Reykjavíkurborg ber ennþá ábyrgð á lánum Landsvirkj- unar þrátt fyrir sölu hlutarins. Það gæti komið borginni í koll ef allt fer á versta veg. Ríkið greiddi Reykjavíkurborg 26,9 milljarða fyrir 44,5% hlut í Landsvirkjun 2007, sem samsvarar því að heildarvirði Landsvirkjunar hafi verið metið á um 60 milljarða. Sama ár greiddi OR 8,7 milljarða fyrir 16,6% hlut í Hitaveitu Suður- nesja, sem samsvarar því að heild- arvirði HS sé metið 52 milljarðar. Landsvirkjun er eins og menn vita margfalt stærra fyrirtæki en HS og þessi skipti eru því augljóslega ekki hagstæð fyrir borgina. Eðlilegt ábyrgðargjald Landsvirkjun greiðir Reykjavíkur- borg ábyrgðargjald vegna ábyrgða sem borgin situr uppi með á lánum Landsvirkjunar. Vilhjálmur vísar til bréfs forstjóra Landsvirkjunar því til réttlætingar að ábyrgðargjaldið sé „eins og ætlast sé til“. Vilhjálmi ætti að vera ljóst að þegar kemur að upphæð ábyrgðargjalds eru hags- munir Landsvirkjunar gagnstæð- ir hagsmunum borgarinnar. Það verður því að teljast með ólíkind- um að hrekja fullyrðingar minni- hlutans um að borgin eigi að krefj- ast hærra ábyrgðargjalds með því að vísa í forstjóra Landsvirkjunar. Ekki er ásættanlegt fyrir hagsmuni Reykjavíkurborgar að íslenska ríkið og/eða Landsvirkjun ákvarði einhliða hvert eðlilegt ábyrgðar- gjald skuli vera. Borgin verður að hafa þar sjálfstæða aðkomu. Einn- ig verður að tryggja að á meðan Reykjavíkurborg er í ábyrgðum fyrir Landsvirkjun hafi borgin eftirlit með rekstri og lánastöðu Landsvirkjunar. Samfylk- ingin mun halda áfram að krefjast eðlilegs ábyrgðar- gjalds enda geta þeir hags- munir numið hundruðum milljóna fyrir borgarbúa árlega. Núverandi meiri- hluti hefur hingað til brugðist því hlutverki. Einkavæðing á Filippseyjum Það virðist hafa farið framhjá Vil- hjálmi að lengri útgáfa af grein minni birtist 15. júlí á visir.is. Þar svara ég spurningu hans um umsvif REI á Filippseyjum. Þar upplýsti ég meðal annars að einu kaupin sem fram fóru á hlutum í filippseyska fyrirtækinu PNOC-EDC áttu sér stað í borgarstjóratíð Vilhjálms. Haustið 2006, skömmu eftir að Vilhjálmur varð borgarstjóri, hófu yfirvöld á Filippseyjum einkavæð- ingu stærsta jarðvarmaorkufyr- irtækis Filippseyja PNOC-EDC, með útboði á fyrstu 40% í fyrir- tækinu. Þá strax kom Orkuveitan að tilboðsgerð, ásamt Glitni og FL- Group. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fyrir stjórn OR. Þó að tilboðinu hafi ekki verið tekið hófst með þessu samstarf OR við þessa aðila um verkefni á Filipp- seyjum. Samstarfið var síðan fest í sessi 16. mars 2007 með undirrit- un samstarfssamnings um verkefni á Filippseyjum milli GGE og OR. Stjórn REI (sem minnihlutinn átti ekki fulltrúa í) samþykkti svo 11. júlí 2007 að verja 500 milljónum til kaupa á 0,4% hlut í filippseyska fyr- irtækinu, samhliða sambærilegum kaupum GGE. Allt í borgarstjóratíð Vilhjálms, án umræðu í borgarráði eða borgarstjórn. Tilhæfulausar upphrópanir Eftir að hundrað daga meirihlutinn tók við var verkefnið unnið áfram á grundvelli fyrirliggjandi samn- ings. Stjórn OR samþykkti þannig á stjórnarfundi 3. nóvember „að styðja áframhaldandandi þátttöku í einkavæðingarferli filippseyska fyrirtækisins PNOC-EDC og heim- ilar REI jafnframt að leita eftir þeirri lánafyrirgreiðslu sem þarf vegna verkefnisins“. Eftir frek- ari vinnslu málsins í tíð 100 daga meirihlutans var að endingu tekin ákvörðun um að draga REI út úr verkefninu án frekari fjárhagslegra skuldbindinga. Vilhjálmur veit að hvorki ég né Svandís Svavarsdóttir áttum sæti í stjórn OR eða REI í tíð hundrað daga meirihlutans, sem gerir upp- hrópanir hans um framgöngu okkar enn furðulegri. Við sátum á þess- um tíma í stýrihópi borgarráðs, uppteknar við að komast til botns í „REI-málinu“ sem hafði bundið enda á borgarstjóratíð Vilhjálms. Ef Vilhjálmur hefur eitthvað við fjárfestingar REI á Filippseyjum að athuga ætti hann því að líta sér nær. Höfundur er borgarfulltrúi. SIGURÐUR LÍNDAL Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Já sæll!Að fara með fjöregg þjóðarinnar UMRÆÐAN Katrín Júlíusdóttir skrifar um Icesave Ein af frumskyldum kjörinna full-trúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir örygg- isneti samfélagsins, menntun og heil- brigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mis- munandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum. Íslendingar glíma við gjaldeyriskreppu í kjöl- far þess að fjármálakerfið hrundi og bera erlend- ir kröfuhafar, allt frá bönkum til lífeyrissjóða og líknarstofnana, miklar afskriftir af skuldum íslenskra aðila. Hvorki skuldsett atvinnulíf né heimili þola frekara hrun krónunnar og endur- reisnin er óhugsandi verði alþjóðlegir lánsfjár- markaðir lokaðir til langs tíma. Eina endurreisnaráætlunin sem í boði er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálpar- samtök og aðferðir hans eru umdeildar. Hann er samt eini aðilinn sem nýtur alþjóðlegrar viður- kenningar við lausn gjaldeyriskreppa. Aðkoma AGS er því forsenda aðstoðar frá öðrum þjóðum. Vegna þessa er sú áætlun um endurreisn, sem unnin var í samvinnu íslenskra stjórnvalda, Seðlabankans og AGS, um leið kjarninn í efna- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Á henni hvílir líka stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og viðræður um þátt lífeyrissjóða í endurreisninni. Enginn hefur bent á aðra færa leið né kynnt áætl- un í hennar stað. Óvissunni verður að linna Annar áfangi áætlunarinnar miðar að því að ljúka óvissutímabilinu og leggja grunn að endur- heimt trausts. Hann felur í sér aðskilnað gömlu og nýju bankanna, endurfjármögnun bankakerf- isins, samninga við erlenda kröfuhafa og inn- stæðueigendur, rannsókn hrunsins og uppbygg- ingu gjaldeyrisforða. Frekari dráttur á lokum þessa áfanga er okkur dýr. Rótgróin og traust fyrirtæki sem tapað hafa áratugagömlum viðskiptasamböndum eða þurfa að staðgreiða hefðbundnum birgjum geta vitnað um það. Fyrirtæki sem leita endurfjármögnunar lána eða fyrirgreiðslu til uppbyggingar þekkja afleiðingarnar. Fórnarkostnaðurinn kemur loks fram hjá heimilum í formi atvinnuleysis og verri lífskjara. Við óskum þess örugglega öll að frágangur ábyrgða á innstæðutryggingum hefði engin áhrif á endurreisnina. En veruleikinn er annar og þótt sárt sé verðum við að vinna út frá honum. Þar sem ríkisábyrgð á Icesave-láninu er eitt erfiðasta mál sem komið hefur á borð íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslunnar hefur mikilli orku og tíma verið varið í skoðun á öllum hliðum þess og stöðu Íslendinga. Málið varðar miklar skuld- bindingar á næstu fimmtán árum og til að gæta ítrustu varfærni hafa bæði Seðla- bankinn og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metið greiðslugetu ríkisins. Ekk- ert bendir til að þetta verði okkur létt en í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með endurreisn atvinnulífsins. Við verðum því að einhenda okkur í uppbyggingarstarfið í stað þess að gefast upp andspænis verkefninu. Í samningnum sjálfum eru endurskoðunar- ákvæði og við munum í framtíðinni, rétt eins og nú, geta höfðað til vinaþjóða okkar um endur- skoðun og endurútdeilingu byrðanna af hruni fjármálakerfis heimsins, reynist bagginn of þungur. Hvað er undir í Icesave-málinu? Vandinn við umræðuna er meðal annars sá að á meðan hægt er að reikna kostnaðinn miðað við fyrirliggjandi samningstexta er fórnarkostnað- urinn við að ljúka ekki 2. áfanga endurreisnar- innar óþekkt stærð fyrir flesta. Alvarlegast er að halda að hann sé enginn. Sérfræðingar hafa bent á það opinberlega að bæði traust á íslensku efna- hags- og atvinnulífi og lánshæfiseinkunn Íslands sé undir. Þar með eru samstarf við AGS og vina- þjóðir og gengi gjaldmiðilsins, sumsé sjálfar for- sendurnar fyrir uppbyggingunni. Við getum deilt um hve mikill fórnarkostnaðurinn verður eða hve lengi samfélaginu mun blæða en við megum ekki taka áhættu með rekstrargrundvöll atvinnu- lífsins. Samþykkt á hundraða milljarða ríkis- ábyrgð verður engum þingmanni léttbær en fyrr eða síðar verður að horfast í augu við kostina. Verjum framtíð barnanna okkar Kjarninn í endurreisnaráætluninni er sá að við berum sem mest af kostnaðinum við hrunið á allra næstu árum um leið og áherslan er á hraða uppbyggingu og vörn fyrir hina verst settu. Markmiðið er að vinna okkur út úr erfið- leikunum á sem skemmstum tíma í stað þess að velta vandanum á undan okkur. Þetta verður erfitt og við horfum nú fram á harðan vetur þar sem botninum verður vonandi náð. En ég tel það skyldu okkar kynslóðar að ljúka tiltektinni svo við skilum ekki börnunum okkar einangruðu samfélagi hafta og stöðnunar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar búi í opnu samfélagi þar sem atvinnulífið á vaxtarfæri svo þau geti notið góðra lífskjara og öflugs velferðarkerfis. Vel- ferðarstjórnin er mynduð til að tryggja að endur- reisnin verði á félagslegum grunni og því tæki- færi megum við ekki tapa. Höfundur er iðnaðarráðherra. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.