Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 6
6 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
FÓLK Hústökufólkið sem settist að
í tómu húsi að Skólavörðustíg 40 í
síðustu viku hefst þar enn við. Eig-
endur hússins hafa ekki gripið til
sérstakra aðgerða né óskað eftir
aðstoð lögreglu við að rýma húsið,
að sögn eins þeirra.
Húsið er í eigu félags sem kall-
ast Samtímalist ehf. og rekur lista-
galleríið Turpentine annars stað-
ar á Skólavörðustíg. Til stendur að
rífa húsið sem nú stendur og reisa
þar nýtt hús undir galleríið. Að
sögn Sindra Sindrasonar, eins af
eigendum Samtímalistar ehf., er
málið enn til úrvinnslu í kerfinu
þótt það hilli undir að hægt verði
að hefja framkvæmdirnar.
„Þetta hús er auðvitað ekki í
notkun eins og er þannig að það
er í sjálfu sér ekki miklu fórnað
fyrir að hafa þessa aðila þarna.
Ef vel er um gengið og fólk verður
ekki til ama fyrir nágrannana þá
er nú ekki mikið tekið frá okkur
með þessu,“ segir Sindri en tekur
þó fram að þær aðferðir sem fólkið
beiti séu óneitanlega sérstakar.
Lögreglan fékk veður af fólkinu
í síðustu viku og tók það þá tali.
Fólkið yfirgaf þá lóðina í góðu.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni aðhefst hún hins vegar
ekkert í málum sem þessum nema
eigendur óski eftir því.
- sh
„Ég vil námsmanna-
þjónustu Byrs“
Vertu hjá Byr og
sparaðu helling:
• Frítt Byr námsmannadebetkort með 150 frífærslum á ári og
afsláttum á völdum stöðum.
• Frítt Byr námsmannakreditkort með 5.000 kr. ferðaávísun
og fríu World for 2 korti fyrsta árið.
• Ódýrt í bíó hjá Sambíóunum. 2 fyrir 1 á mánudögum og
20% afsláttur alla hina dagana.
• Ódýrt í ræktina hjá World Class og Vaxtarræktinni.
Þú borgar fyrir sex mánuði en æfir í níu mánuði.
• Ódýrara í skólann með 10% afslætti af öllu hjá
Eymundsson.
• Ódýrara hjá Subway með girnilegum 10% afslætti af öllu.
• Ódýrari tryggingar hjá Verði: 50% afsláttur af 24 mánaða
tölvutryggingu, 15% afsláttur af ábyrgðar- og
kaskótryggingu ökutækis og margt fleira.
Fjárhagsleg heilsa er betra líf!
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
fyrir námsmenn
Námsmannatilboðin gilda ekki með öðrum tilboðum sem í boði eru hverju sinni
Eiga garðyrkjubændur að fá
niðurgreitt rafmagn til fram-
leiðslu sinnar?
Já 85,1%
Nei 14,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að byggja á reitnum þar sem
Hótel Valhöll stóð?
Segðu skoðun þína á vísir.is
MENNTUN „Það er nokkuð bratt
að halda að menntaráð afgreiði
svo stórt mál, eins og stofnun nýs
grunnskóla, bara sisvona. Yfir-
leitt höfum við tekið okkur mun
lengri tíma í svona lagað og það
segir sig sjálft að við munum taka
okkur allan þann tíma sem við
þurfum til að skoða þessa umsókn.
Það má ekki taka styttri tíma að
stofna grunnskóla en að opna bar.
Það eru ekki góð skilaboð,“ segir
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi
Samfylkingar, sem situr í mennta-
ráði Reykjavíkurborgar. Umsókn
um stofnun nýs grunnskóla í húsi
gömlu Heilsuverndarstöðvarinn-
ar við Barónsstíg, Menntaskólans,
sem áætlað er að hefji störf í byrj-
un september, barst ráðinu síðast-
liðinn föstudag og var formlega
lögð fyrir til umsagnar á fundi
ráðsins í gær.
Menntaráð hefur umsóknina nú
til faglegrar meðferðar. Umsögn
þess verður síðan lögð fyrir
menntamálaráðherra til formlegr-
ar viðurkenningar og leyfis fyrir
stofnun skólans.
Oddný bendir á að umsókn um
nýjan tæknigrunnskóla hafi verið
samþykkt af menntaráði í byrjun
júní. „Þar var um að ræða sérlega
vel ígrundaða umsókn, en þar á bæ
telja menn sig samt ekki tilbúna
til að hefja störf fyrr en haustið
2010,“ segir Oddný.
Að sögn Katrínar Jakobsdóttur,
menntamálaráðherra, kemur ráðu-
neytið ekki að ferlinu nema með
áðurnefndri leyfisveitingu. „Það
er mjög mikil hraðferð á þessu
öllu saman, en ég veit ekki hvar
málið er statt hjá sveitarfélaginu,“
segir Katrín.
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks og for-
maður menntaráðs, vill hvorki tjá
sig um tímasetningu umsóknar-
innar, né hvenær umsögn ráðsins
um umsóknina fer fyrir mennta-
málaráðherra. „Við erum að fara
yfir gögnin. Þegar því lýkur
munum við afgreiða málið frá
okkur með einhverjum hætti,“
segir Kjartan.
Edda Huld Sigurðardóttir,
fyrrum skóla-
stjóri Ísaksskóla
og einn aðstand-
enda Mennta-
skólans, segist
mjög vongóð
um að umsóknin
verði samþykkt.
„Í sjálfu sér
er ekkert mál
fyrir okkur að
hnika upphafi
skólaársins til um viku ef þess
þarf. Auðvitað hefði verið betra
að leggja fram umsókn í apríl eða
maí, en þá var hugmyndafræðin á
bak við skólann ekki komin svona
langt,“ segir Edda. Hún segir ótal
börn hafa verið skráð í skólann
með fyrirvara um að leyfið verði
komið í hús. Allir starfsmenn hafi
þegar verið ráðnir.
kjartan@frettabladid.is
Óvissa ríkir um starfs-
leyfi Menntaskólans
Umsókn um stofnun nýs grunnskóla í Reykjavík var lögð fyrir ríki og sveitar-
félag um þremur vikum fyrir áætlað upphaf skólaárs. Fulltrúi minnihlutans í
menntaráði segir ekki megi taka styttri tíma að stofna grunnskóla en opna bar.
ODDNÝ
STURLUDÓTTIR
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
EDDA HULD
SIGURÐARDÓTTIR
HÚS HEILSUVERNDARSTÖÐVARINNAR Áætlað er að Menntaskólinn hefi starfsemi
sína í byrjun september næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL Ekki er ráðlegt að
afnema verðtrygginguna með
lagasetningu, að mati Seðlabanka
Íslands. Forsenda þess að dregið
sé úr notkun verðtryggingarinnar
er annað hvort stöðugleiki til
lengri tíma eða upptaka nýrrar
myntar.
Afnám verðtryggingar með
lagasetningu er ekki líklegt til að
auka virkni peningastefnunnar
umtalsvert, og gæti raunar haft
skaðleg áhrif á efnahagsbatann,
segir í samantekt Seðlabankans,
sem unnin var af sérfræðingum
bankans fyrir forsætisráðherra.
Eigi að minnka vægi hennar
öðruvísi en með lagasetningu eða
upptöku evrunnar eða annarrar
erlendrar myntar þarf að reka
aðhaldsama peninga- og efnahags-
stefnu, segir í samantektinni. Það
muni leiða til langvarandi stöðugs
verðlags og þar af leiðandi lítilla
verðbólguvæntinga. Líklega sé þó
fljótlegra og sársaukaminna að
taka upp aðra mynt en krónuna.
Sérfræðingur Seðlabankans
segir verðtrygginguna hafa auð-
veldað landsmönnum aðgengi að
langtímalánum á föstum vöxt-
um. Verði verðtryggingin afnum-
in með lagasetningu sé líklegt að
slíkt aðgengi verði úr sögunni.
Færri verði fúsir til að lána til
langs tíma, sem þýði að húsnæðis-
lán verði væntanlega til skemmri
tíma en nú tíðkast. Þá verða lánin
væntanlega alltaf með breytileg-
um vöxtum, sem myndu hækka og
lækka nokkurn veginn í takt við
verðbólguþróunina. - bj
Seðlabankinn segir skaðlegt að afnema verðtrygginguna með lagasetningu:
Þarf stöðugleika eða evruna
VERÐTRYGGING Vextir á langtímalánum
myndu sveiflast í takt við verðbólgu jafn-
vel þó lánin sjálf væru ekki verðtryggð,
að mati sérfræðinga Seðlabankans.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hústökufólk á Skólavörðustíg fær að dvelja þar óáreitt um sinn:
Eigendurnir sjá í gegnum fingur sér
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 Húsið stóð autt
áður en fólkið tók það yfir.
FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR
GRIKKLAND, AP Fimm menn voru
handteknir í Grikklandi í gær
grunaðir um að hafa smyglað tæpu
hálfu tonni af kókaíni til landsins.
Kókaínið var gert upptækt í Grikk-
landi í síðasta mánuði og var það
einn stærsti eiturlyfjafundur
nokkru sinni í landinu. Mennirnir
fimm eru grunaðir um að vera
hluti af alþjóðlegum smyglhring.
Kókaíninu var smyglað frá Ból-
ivíu til Piraeus, hafnarborgar
Aþenu. Bandarísk yfirvöld létu
grísk yfirvöld vita af skipinu í júlí
og síðan eiturlyfin fundust hefur
verið fylgst með mönnunum. Talið
er að smygla hafi átt eiturlyfjunum
til Búlgaríu. - þeb
Fimm menn handteknir:
Smygluðu hálfu
tonni af kókaíni
KJÖRKASSINN