Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 30
 13. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jazz Þegar Norrænir útvarpsdjass- dagar í Reykjavík voru fyrst haldnir árið 1990 stýrði Ólafur Þórðarson hátíðinni, sem markaði upphaf Djasshátíðar Reykjavíkur. Hátíðin var einkar blómleg og skildi eftir sig marga gullmola. „Árið 1988 höfðu Svíar samband og buðu til Norrænna útvarpsdjass- daga í Svíþjóð þar sem átti að vera ein hljómsveit frá hverju Norður- landanna og okkur hjá Ríkis-út- varpinu tókst að koma út einni hljómsveit. Þegar við framleið- endurnir frá öllum Norðurlöndun- um vorum síðan að ræða um hvort hægt væri að halda þessu áfram var ég spurður hvort ég gæti verið með hátíðina árið 1989 á Íslandi. Ég sagðist nú ekki geta það en bauðst til að stýra hátíðinni árið eftir, án þess að hafa nokkuð leyfi til þess,“ segir Ólafur Þórðarson kíminn en hann stýrði Norrænum útvarpsdjassdögum í Reykjavík í fyrsta skipti árið 1990. „Þá var hátíðin haldin í maí og stóð í heila viku. Ég lagði áherslu á að fá blásara frá Norðurlöndun- um en á þeim tíma var starfandi Stórsveit Ríkisútvarpsins og var þetta hennar síðasta starfsár, að ég held,“ útskýrir Ólafur en hann setti saman samnorræna stór- sveit í fyrsta skipti og hefur það ekki verið gert síðan. „Þetta var 22 manna sveit með hljóðfæraleikur- um frá öllum Norðurlöndunum og var þetta ótrúlega skemmtilegt,“ bætir hann við. Tónleikar voru í boði á hinum og þessum stöð- um í bænum og að sögn Ólafs var mikið fjör og gaman. „Djassað var í öllum hornum í heila viku og fólk hafði mjög gaman af því hvað þetta var aðgengilegur og skemmtileg- ur djass,“ segir hann með blik í augum. Norrænu djassdagarnir urðu til þess að menn sáu að mögulegt væri að halda djasshátíð í Reykjavík og var hátíðin því undanfari Djasshá- tíðar Reykjavíkur. „Áður en þetta var sögðu menn einfaldlega að það væri ekki hægt að halda svona hátíð í Reykjavík en raunin varð nú önnur. Þetta gekk afskaplega vel og því var haldið áfram. Nú eru liðin tuttugu ár frá fyrstu stóru há- tíðinni og á þessum tíma hafa fjöl- margir erlendir hljóðfæraleikar- ar komið og leikið,“ segir Ólafur ánægður en viðurkennir að mikil vinna hafi verið að stýra fyrstu há- tíðinni. „Þetta gekk samt vel, ég þurfti bara að hafa allt á hreinu. Maður sótti gæjana til Keflavíkur, kom þeim á hótel og sá til þess að þeir sem ekki voru að spila hefðu eitthvað að gera og svona. Ég þurfti því að halda í alla þræði en þetta var mjög skemmtilegt, sér- staklega þar sem allir voru svo já- kvæðir. Helsti vandinn var að út- vega fjármagn en allir hljóðfæra- leikarar fengu greitt. Það skilaði sér hins vegar á annan hátt, en Ríkisútvarpið tók meira og minna upp hverja einustu tónleika og til eru margir gullmolar frá þessum tíma. Síðan hefur verið reynt að taka alltaf eitthvað upp og hefur safnast heilmikið efni í gegnum árin sem gera mætti marga þætti um,“ segir hann dreyminn. Í fyrstu hét hátíðin Norrænir útvarpsdjassdagar af því útvarp- ið stjórnaði henni en árið eftir fékk hún heitið Rúrek og bar það í nokk- ur ár. „Þá stóðu Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg fyrir henni. Ég held að í kringum 1998 hafi nafnið síðan breyst í Jazzhátíð Reykjavík- ur en hún er nú skipulögð af djass- deild FÍH með hjálp frá Menn- ingarsjóði FÍH, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði,“ útskýrir Ólaf- ur, sem hlakkar til veglegrar af- mælisdagskrár. „Okkar íslensku hljóðfæraleikurum hefur farið svo mikið fram að þeir standa nú al- gjörlega jafnfætis kollegum sínum á Norðurlöndum, og þó víðar væri leitað,“ segir hann hrifinn. - hs Margir gullmolar í safn Ólafur Þórðarson stýrði Norrænum útvarpsdjassdögum í Reykjavík sem voru fyrst haldnir árið 1990. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Saga jazzins á Íslandi er ekki mjög gömul. Svo ung reyndar að nokkrir hjómlistarmenn sem jafnan eru kenndir við upphaf hans eru enn á meðal okkar og reyndar rétt búnir að draga sig í hlé af vettvangi. Skilin á milli dans- og jazzspilamennsku voru ákaflega óljós í upphafi spunalistarinnar hér á landi og fram eftir öldinni tíðkaðist það gjarnan að danshljómsveitir léku jazz á meðan gestir voru að koma sér á böllin. Í dag heyra eiginlegar danshljómsveitir sögunni til, en í staðinn hafa komið vinsælar popphljómsveitir sem leika eingöngu eigin tónlist á samkomum sem vega salt á milli þess að vera tónleikar eða ball. Spuninn hefur líka fundið sér nýja farvegi og birtingar- form. Það er löngu liðin sú tíð að svíngtaktur frá fyrri hluta ald- arinnar nægi almennum hlust- anda til að viðurkenna músík sem spuna. Spunaormar nútím- ans vinna sína vinnu jafnt með efni úr rokktónlist, sígildri tón- list, elektróník eða hverju sem er nánast. Það sem áfram gild- ir er að fanga list augnabliks- ins, bregðast við músík hinna í hljómsveitinni, ómnum í saln- um, viðbrögðum áheyrenda. Jazz er stórt hús með mörgum herbergjum, eða ættum við að segja að þegar við opnum mörg ólík tónlistarherbergi í einu, þá sé jazz. Á viðsjárverðum tímum er gott að opna eyrun fyrir tónlist sem er að langmestu leyti laus við gildishlaðna texta. Láta hug- ann reika og gleyma sér við tónlist sem hver og einn heyrir á ein- stakan hátt og mátar við eigin tilveru. Það er nærri lagi að á yfir- standandi hátíð sem verður sú lengsta frá upphafi, heilir 20 dagar í tilefni tuttugustu hátíðarinnar - sé boðið upp á hartnær 50 við- burði. Og það lætur einnig nærri að við sögu komi vel flestir sem eitthvað hafa gefið sig að jazzi, hvernig sem hann er spunninn. Góða skemmtun á Jazzhátíð Reykjavíkur 2009. Pétur Grétarsson List augnabliksins Oft er haft á orði að píanótríóið sé í djassmúsík það sem strengjakvartettinn er í sígildri tónlist. Jazz- hátíð býður upp á tvenna tvöfalda píanótríótónleika í Norræna húsinu þetta árið. Í bæði skiptin eru það íslensk tríó sem eru í hlutverki gestgjafa; Píanó- leikarinn Árni Heiðar Karlsson leiðir sitt tríó í tón- list af nýrri plötu sinni „Mæri“ 28. ágúst og kynnir síðan til leiks austurríska tríóið HDV, en þeir David Helbock, Lucas Dietrich og Marc Vogel gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 60 aðrar hljómsveitir í þýsku keppninni New Generation 06. Næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 20 leikur okkar eigið verðlaunatríó, K tríó, einnig í Norræna húsinu. Þeir Kristján Martinsson, Magnús Tryggva- son Eliassen og Pétur Sigurðsson hafa borið hróð- ur Íslands víða undanfarið ár, en sigur þeirra í ung- liðakeppni djassleikara Norðurlanda fyrir tæpu ári var mörgum píanótríóaðdáandanum mikið fagnað- arefni. Þeir tóku líka silfrið í keppni evrópskra út- varpsstöðva um áhugaverðasta bandið á Northsea- festivalinu í Hollandi á dögunum. Gestir K tríósins verða Svíarnir Michael Edlund, Fabian Kallerdahl og Josef Kallerdahl, sem kalla sig MusicMusicMusic. Í sannri píanótríóhefð taka þeir piltar til kostanna jöfnum höndum eigin tón- list og perlur djassbókmenntanna. Píanisti tríós- ins og helsti tónhöfundur, Fabian Kallerdahl, hreppti meðal annars hin eftirsóttu Jazz in Sweden- verðlaun árið 2006. Plata þeirra „What’s a good boss anyway?“ var valin djassplata ársins árið 2005 í einu stærsta dagblaði Svíþjóðar. MusicMusicMusic. Svíarnir Michael Edlund, Fabian Kallerdahl og Josef Kallerdahl. Pétur Grétarsson djasshátíðarstjóri. Jazzpassi á alla atbur i Jazzhátí ar kostar a eins kr 8000. Fæst á tónleikastö um og á midi.is. Fyrstu 200 fá í kaupbæti hátí arplakat me mynd Errós "Miles Davis Doll" Tvennir tvöfaldir píanótríótónleikar ÞORVALDUR ÞÓR ÞORVALDS SON TÓNLISTARMAÐUR „Ég er mjög spenntur fyrir yngri sveitunum, til dæmis Reginfirru, K-tríói og Moses Hightower. Ég er nýlega búinn að sjá þær á tónleikum, og þær voru sjóðandi. Svo má ekki gleyma trommusnillingn- um Jim Black, sem er magn- aður trommuleikari.“ Þorvaldur heldur sjálfur útgáfutónleika í Iðnó þann 19. ágúst sem hefj- ast klukkan 20.00. - jma HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ SJÁ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.