Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 52
36 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Söng- og leikkonan Jennifer
Hudson eignaðist lítinn dreng
á mánudaginn. Drengurinn er
fyrsta barn Hudson og unnusta
hennar Davids Otunga og hefur
hlotið nafnið David Daniel
Otunga Jr.
Í viðtali við vinkonu Hudson,
Aniku Noni, í tímaritinu People
sagði hún bæði móður og barni
heilsast vel. „Jennifer elskar
börn svo hún á ekki eftir að vera í
neinum vandræðum með móður-
hlutverkið,“ sagði Noni.
Hudson eign-
aðist dreng
Í MÓÐURHLUTVERKINU Söng- og
leikkonan Jennifer Hudson eignaðist sitt
fyrsta barn á mánudaginn.
Leikkonan Katherine Heigl seg-
ist ekki hafa gaman af að leika í
hasarmyndum. Í myndinni Five
Killers, sem verður sýnd á næsta
ári, leikur hún hina nýgiftu Jen
sem kemst að því að nágrannar
hennar eru leigumorðingjar sem
hafa verið ráðnir til að drepa
hana og eiginmann hennar, leik-
inn af Ashton Kutcher. „Ég er
ekki hrifin af hasarmyndum. Það
var frekar sársaukafullt að leika
í þessari mynd því að ég er ótta-
legur klaufi. Ég var alltaf að detta
og fá skrámur. Ég er ekki byggð
fyrir svona myndir,“ sagði Heigl.
Hasar ekki
skemmtilegur
KATHERINE HEIGL Leikkonan hefur ekki
gaman af að leika í hasarmyndum.
Kona að nafni Claire Cruise
heldur því fram að hún sé blóð-
móðir barna Michaels Jackson.
Konan heldur því einnig fram
að hún og Michael séu foreldrar
Connors Cruise, ættleidds sonar
leikarans Toms Cruise og fyrr-
verandi eiginkonu hans, Nicole
Kidman. Hún sagði að Jackson
hefði ákveðið að gefa barnið til
ættleiðingar því að honum þótti
húð hans of dökk.
Aðeins eru nokkrir dagar
síðan Bretinn Mark Lester, sem
fór með hlutverk Olivers Twist
í samnefndri mynd, sagðist ekki
einungis vera guðfaðir Parisar
Jackson, heldur líffræðilegur
faðir hennar.
Hver er móð-
ir barnanna?
Hjartaknúsarinn Leonardo
DiCaprio hefur verið orðaður við
ófáar fegurðardísir síðan slitnaði
upp úr sambandi hans og fyrir-
sætunnar Bar Rafaeli. Leikar-
inn virðist þó ekki ætla að bregða
út af vananum því að nú berast
þær fregnir að hann hafi nælt
sér í enn eina fyrirsætuna. Sú
heppna heitir Anna Vjalítsyna
og er rússnesk. Anna hefur verið
andlit tískurisa á borð við Louis
Vuitton, Prada og Ralph Lauren.
Parið kynntist í London þar sem
Leonardo var við tökur á nýjustu
kvikmynd sinni.
Leo með
nýtt módel
Nýrri EP-plötu frá hljómsveitinni
Amiinu hefur verið lekið á Netið
en hún var fyrr í sumar gefin út
í afar takmörkuðu upplagi, eða
fimm hundruð númeruðum ein-
tökum. Á plötunni eru þrjú lög og
er hún hugsuð sem nokkurs konar
upphitun fyrir stóra plötu sem
kemur líklega út á næsta ári.
„Það er erfitt að stjórna svona
plötum í þessum stafræna heimi,“
segir María Huld Markan Sig-
fúsdóttir úr Amiinu um lekann.
Hún bætir við að sú útgáfa sé í
ekki jafngóð og sú sem þær gefa
út og að listrænt umslagið fylgi
vitaskuld ekki með. „Þetta er eitt-
hvað sem allir eru að berjast við.
Kannski bíður fólk spenntara eftir
plötunni eftir að hafa heyrt þetta.
En maður lifir ekki á loftinu.
Maður þarf að fá eitthvað borgað
fyrir það sem maður gerir.“
Amiina hefur verið dugleg við
tónleikahald í sumar. Hún fór í
tónleikaferð um Ítalíu í júní og um
síðustu helgi spilaði hún á Írlandi.
Einnig steig Amiina á svið í Bæjar-
bíói fyrir skömmu ásamt Seabear.
„Það er búið að vera mikið stuð
og gaman að spila,“ segir María.
Næst á dagskrá hjá sveitinni er
að halda áfram undirbúningi nýju
plötunnar. Eftir það tekur frí við
þar sem ein stúlknanna á von á
barni. - fb
Nýrri EP-plötu lekið á Netið
AMIINA Hljómsveitin Amiina gaf á dögunum út nýja EP-plötu með þremur lögum.
„Við prófuðum að hafa svona dömumót
í póker í sumar. Það tókst svo vel að við
ákváðum að hafa þetta reglulegan við-
burð í haust,“ segir Valur Sævarsson,
skipuleggjandi Píupókermóts á póker-
klúbbnum 53 á Gullöldinni í Grafarvogi.
Næsta mót verður á laugardaginn klukk-
an 14, en Píupókermót verða svo haldin
einu sinni í mánuði í haust.
„Þetta hefur verið svolítið stráka-
sport, en maður veit að margar stelpur
hafa verið að leika sér að spila. Með
þessu erum við að reyna að virkja þær í
að mæta í pókerklúbba, taka þátt í mótum
og kljást við strákana á venjulegum vett-
vangi, en þeim finnst kannski þægilegra
að kljást við stelpur svona fyrst. Það
komu um átján stelpur á síðasta Píupóker-
mót, svo það voru tvö borð, en núna erum
við að vonast eftir að ná fjórum borðum,“
útskýrir Valur og segir gríðarlega
pókervakningu hafa orðið á Íslandi upp
á síðkastið.
„Það eru að mæta tugir manna á
mót, en þar af eru kannski tvær stelp-
ur af fimmtíu manns. Það kom fyrir
núna um daginn, í fyrsta sinn síðan
ég byrjaði að fylgjast með þessu, að
það voru þrjár stelpur sem tóku þátt
á fjörutíu manna móti og enduðu allar
í fimm manna úrslitum, sem var mjög
skemmtilegt,“ segir Valur. - ag
Heldur pókermót fyrir dömur
VINSÆLT SPORT
Valur segir pókerinn ekki síður vera fyrir
stelpur en stráka og vonast til að sjá sem
flestar dömur á Píupókermótinu á
laugardaginn.
> BERST VIÐ LOTUGRÆÐGI
Sharon Osbourne hefur barist við
átröskun frá því að hún var ungl-
ingur og segir að hún muni allt-
af eiga í erfiðleikum með mat.
Í viðtali við tímaritið Psycho-
logies líkir hún sambandi
sínu við mat við eiturlyfjafíkn
eiginmanns síns, Ozzys Os-
bourne. Hún segir að það hafi
ýtt henni langt að vera lítil og
feit, en Sharon hefur gengist
undir fjölda fegrunaraðgerða í
gegnum tíðina.
„Þetta er hluti af göngum sem
söfnin hafa staðið fyrir í sumar.
Þetta verður síðasta gangan og er
hún sérstaklega tileinkuð börn-
um og verður sérstök áhersla lögð
á leiki sem íslensk börn léku hér
áður fyrr,“ segir Jón Páll Björns-
son, hjá Minjasafni Reykjavíkur,
um sérstaka leikjagöngu sem farin
verður í kvöld.
„Við viljum tengja nútímabörn
sterkar við fortíðina og notum til
þess leiki. Þetta verður væntan-
lega kærkomin viðbót við leikja-
safn barnanna. Gangan sjálf verð-
ur mjög stutt því að við verðum
upptekin við að leika okkur megn-
ið af tímanum. Við ætlum að fara
í útilegumannaleik sem er eins
og samblanda af einni krónu og
stórfiskaleik, vörðuleik og í leik-
inn „að rísa upp frá dauðum“, en
þar liggja menn flatir og eiga að
reyna að standa upp án þess að
beygja hnén.“
Jón Páll telur að leikir barna
hafi mikið breyst í gegnum tíðina
og telur að helsti vettvangur úti-
leikja séu frímínútur grunnskól-
anna.
Safnast verður saman við
Grófarhús klukkan 20.00 og mun
gangan taka um klukkustund. - sm
Leikir að gömlum sið
Verslunarkeðjan NTC hefur
til sölu nýjar vörur frá
íslenska íþróttamerkinu
Henson. Flíkurnar eru sam-
starfsverkefni beggja aðila
og er þetta í annað sinn sem
fyrirtækin vinna saman
að slíku verkefni, en fyrir
nokkrum árum voru fram-
leiddir sérstakir Henson-
jakkar fyrir verslanir NTC.
Það hefur gengið á ýmsu í sögu
Henson-fyrirtækisins á 40 ára
líftíma þess. Halldór Einarsson
hefur mátt þola sveiflur í rekstri,
svo djúpar að stundum leit ekki út
fyrir að fyrirtækið myndi lifa af.
Síðustu árin hefur gengið vel og nú
er í annað sinn á skömmum tíma
farið að framleiða gamla Henson-
hönnun sem tískuvöru. Henson er
aftur komið í tísku.
Linda Borg Arnardóttir, fata-
hönnuður og verslunarstjóri í
Deres, er annar tveggja hönnuða
sem komu að endurhönnun gömlu
Henson-íþróttagallanna. Flíkurn-
ar hafa verið til sölu í verslunun-
um Deres og Sautján og að sögn
Lindu hafa þær rokið út jafnóðum.
„Ég og Sigrún Rut Hjálmarsdótt-
ir hönnuðum flíkurnar með hlið-
sjón af kúnnahópi verslananna
og endurnotuðum gömul Hen-
son-snið. Ég hannaði til að mynda
íþróttabuxur með teygju undir
ilinni eins og var svo vinsælt hér
á árum áður,“ segir Linda.
Halldór Einarsson er stofn-
andi Henson-fyrirtækisins sem
hefur verið starfrækt í fjörutíu
ár. „Hér á árum áður var ástand-
ið mun daprara en það er núna. Þó
að menn tali um kreppu í dag þá
er þetta hátíð miðað við það sem
var þá. Þá var mikil vöntun á öllu
og erfitt að verða sér úti um hluti.
Ég ákvað því að framleiða vör-
una hér heima frekar en að reyna
að verða mér úti um hana erlend-
is; svo keypti maður saumavél og
byrjaði bara. Nafnið er svo búið
til úr mínu eigin nafni; Halldór
Einarsson,“ segir Halldór um til-
urð Henson-merkisins. Hann segir
tæknina hafa verið frumstæða til
að byrja með og því hafi gríðar-
leg vinna legið að baki hverri flík.
„Það varð að sauma öll númer á
hverja treyju og þegar auglýsing-
arnar komu þá varð að teikna þær
upp, klippa út og sauma á. Þannig
að það lá gríðarleg vinna að baki
þessu öllu.“
Að sögn Halldórs hefur merkið
verið misáberandi í gegnum árin,
en þrátt fyrir það hafa þau ávallt
nóg fyrir stafni. „Við framleiðum
mikið fyrir íþróttafélög, skóla og
hópa sem sækja þjóðhátíð þannig
að við höfum alltaf verið til stað-
ar þótt við séum misáberandi
eftir árum. En það er auðvitað
mjög skemmtilegt að sjá Henson-
gallana sem tískuvöru á afmælis-
árinu.“
sara@frettabladid.is
Henson aftur komið í tísku
ENDURNÝJAR HENSON Linda Borg hannaði nýja Henson-flíkur ásamt Sigrúnu Rut.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HENSON SJÁLFUR Halldór Einarsson
er stofnandi Henson-fyrirtækisins sem
hefur verið starfrækt í fjörutíu ár. Gömlu
góðu peysurnar seljast nú vel aftur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
LEIKANDI GAMAN Jón Páll Björnsson
segir að leikir hafi breyst og þróast með
tímanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR