Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 62
46 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
Uppistandaranum Sveini Waage
hefur verið boðið að koma fram í
Skotlandi og Belgíu með nýja per-
sónu sína í farteskinu, hinn skoska
Brian McBastard.
„Þessi bjáni virðist hitta
einhverja taug. Það
er eitthvað sem ger-
ist þegar ég hann talar
kjarnyrta skosku og
segir eitthvað tiltölulega
fyndið. þá hlær fólk,“
segir Sveinn, sem klæðist
skoska þjóðbúningnum
og skartar rauðu skeggi
þegar McBastard er
annars vegar.
„Þetta er bara
mí n Si lv ía
Nótt. Það er
mjög góð útrás að fara á bak við
þetta skegg og þetta pils. Þetta er
ný upplifun og ofboðslega gaman.
Síðan þegar maður er búinn fer
maður úr pilsinu og tekur af sér
skeggið og þá er maður orðinn
Sveinn Waage aftur.“
Persónan hefur verið í
maganum á Sveini í nokkur
ár en það var ekki fyrr en í
vor sem hún steig fullsköp-
uð fram á sjónvarsviðið. Þá
var Sveinn veislustjóri á
árshátíð Liverpool-klúbbsins þar
sem margir útlendingar voru á
meðal gesta, þar á meðal Ian Rush,
fyrrverandi framherji Liverpool.
Þegar McBastard hóf upp raust
sína ætlaði allt um koll að keyra
og veltust Rush og félagar um
af hlátri. „Hann hafði aldrei séð
annað eins. Hann var mjög sátt-
ur,“ segir Sveinn um viðbrögð goð-
sagnarinnar.
Næsta uppistand hans verður á
skemmtistaðnum Batteríi í kvöld
klukkan 21.30 og er aðgangseyr-
ir 1.000 krónur. Þar kemur einnig
fram Rökkvi Vésteinsson og stefna
þeir félagar á að halda áfram með
grín sitt og glens á ensku næstu
mánuðina á sama stað. - fb
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT 2. æsa, 6. tveir eins, 8. bók,
9. sjór, 11. tveir eins, 12. ofan á
brauð, 14. mentastofnun, 16. skóli,
17. gat á steðja, 18. skarð, 20. fyrir
hönd, 21. meiri.
LÓÐRÉTT 1. þurrka út, 3. tveir eins,
4. vitsmunamissir, 5. sigað, 7. hjáguð,
10. skammstöfun, 13. gaul, 15. sjá
eftir, 16. útsæði, 19. skammstöfun.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. örva, 6. ff, 8. rit, 9. mar,
11. tt, 12. álegg, 14. skóli, 16. fg, 17.
löð, 18. rof, 20. pr, 21. æðri.
LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. rr, 4. vitglöp,
5. att, 7. falsgoð, 10. rek, 13. gól, 15.
iðra, 16. fræ, 19. fr.
„Á play-listanum mínum núna
er ég með Muse, Robbie Willi-
ams og Radiohead, en Muse og
Robbie eru í miklu uppáhaldi.“
Andri Ómarsson, kafari og kvikmynda-
gerðarmaður.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 1967.
2 112 þúsund tonn.
3 Josef Schöngraber.
Í frétt blaðsins í gær,
af hinni miklu bjórreið
sem þeir Simmi&Jói
standa fyrir á hátíðinni
Töðugjöld á sterum,
fullyrti Sigmar Vil-
hjálmsson að þetta
væri fyrsta sinni sem
slík keppni færi fram
hér á landi. Ekki voru
þeir sáttir með þá
staðhæfingu hestamenn í Faxa í
Borgarfirði en þar hafa þeir gert sér
það að leik lengi að keppa í þessari
eðlu íþrótt. Og er þá kókakóla haft
í krús þeirra yngri sem keppa.
Mikið var af frægðarfólki
á Fiskideginum á Dalvík
sem spókaði sig meðal
almennings sem kom
meðal annars til að fá
sér ókeypis súpu.
Þeirra á meðal Dr.
Gunni og Egill
Helgason með
sína frægu syni.
Þar var einnig stödd Siv Friðleifs-
dóttir sem er ekki, líkt og þeir
Gunni og Egill, þekkt fyrir gríðarleg-
an áhuga á mat, heldur var hún þar
stödd til að fylgjast með því þegar
afhjúpað var listaverk Höllu Har til
minningar um Friðleif Jóhannsson
útgerðarmann, en Friðleifur er
einmitt afi Sivjar.
Og Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir
kemur víða við sögu. Þannig efndi
Forlagið til léttrar spurningakeppni
á Facebook-síðu sinni og spurði
hvurt væri módelið á forsíðu túr-
istabókar Páls Ásgeirs Ásgeirs-
sonar „The Real Iceland” – og voru
menn fljótir að nefna nafn hennar
en þar getur að líta spengilega
Siv arka til sjávar með sundhettu,
hanska og í bláum sundbol. Endur-
skoðuð útgáfa bókar Páls
er nú komin í verslanir
og verður fróðlegt að
sjá hvaða breytingar
voru gerðar á henni
að kröfu lögmanna
ofurfrægs fólks hvers
heimilisfang var nefnt í
bókinni. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Þetta eru lifandi lýsingar um lífið og tilveruna
– ég kafa að rótum hjarta Indlands. Tilvalið er nú í
kreppunni að ferðast um Indland í huganum við lestur
bókarinnar og spara sér erfiða og kostnaðarsama ferð
til þessa heillandi lands,“ segir Ármann Reynisson
vinjettuhöfundur.
Út eru komnar Vinjettur IX, „Indlands vinjettur“
– 43 sögur sem byggðar eru á tveggja mánaða ferða-
lagi Ármanns um Indland fyrir um einu og hálfu ári.
Fréttablaðið greindi frá þessari för Ármanns og urðu
ýmsir til að efast um réttmæti þess sem fram kom
í frásögn Ármanns af ævintýrum sínum í Indlandi.
„Mér var boðið að ávarpa þekktasta háskóla Indlands
og þótt víðar væri leitað, Banaras Hindu University.
Ég kynnti vinjetturnar og Ísland í leiðinni fyrir fullu
húsi af fræðimönnum og nemendum. Mér var frábær-
lega tekið og hvattur til þess að koma aftur. Lands-
bókavörður Indverja, dr. R. Ramachandran, tók á móti
mér í aðalbyggingu safnsins í Kolkata (áður Kalkútta),
opnaði dyr að heimsfrægu handritasafni landsbóka-
safnsins sem einungis sérstakir gestir fá að skoða,“
segir Ármann og gefur ekki eftir með það að Vinjettu-
ritsafn sitt séu einu bækurnar eftir íslenskan rithöf-
und sem til séu í Landbókasafninu á íslensku. Það var
einmitt þarna sem Sigurður A. Magnússon efaðist um
trúverðugleikann – sagði það mikla vitleysu að þar
væri ekki að finna verk eftir aðra íslenska höfunda.
Vinjettuhöfundurinn svarar enn fullum hálsi. „Hann
gerði för mína landsfræga með því að skvetta aur og
leðju yfir frásagnir vinjettuhöfundarins af ferðinni í
Fréttablaðinu eftir heimkomuna. Þannig opinberaði
Sigurður fáfræði sína á Indlandi nútímans og varð sér
opinberlega til skammar eins og stundum áður,“ segir
Ármann. Og bætir því við að hann sé alinn upp við það
að launa illt með góðu og sendi Sigurði áritað eintak
af bókinni með blessunaróskum. „Þannig vil ég gleðja
hinn aldna heiðursmann,“ segir Ármann. - jbg
Umdeildar vinjettur komnar út
SVEINN WAAGE Uppistandaranum
snjalla hefur verið boðið að koma fram í
Skotlandi og Belgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
BRIAN MC-
BASTARD Sveinn
Waage í gervi
hins skoska
Brian McBastard.
ÁRMANN FYRIR FRAMAN TAJ MAHAL Alls staðar þar sem
Ármann fór um Indland var honum tekið með kostum og
kynjum. Förin varð efniviður í nýja vinjettubók.
Með McBastard til Skotlands
„Hún er orðin rosalega vinsæl í Sví-
þjóð. Þetta gengur rosalega vel,“
segir María Björk Sverrisdóttir,
umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar
Jónsdóttur.
Söngkonan kemur fram á tón-
leikum í Malmö í Svíþjóð á laugar-
daginn ásamt hinum heimsfræga
Mika. „Það er stærsta útvarpsstöð-
in í Svíþjóð (RIX FM) sem er að
halda þessa tónleika. Þarna verða
stóru nöfnin í Svíþjóð plús alþjóð-
legir tónlistarmenn, sem eru Mika
og Jóhanna,“ segir María Björk. Um
frábæra kynningu er að ræða fyrir
Jóhönnu, enda sló Mika rækilega í
gegn fyrir tveimur árum með lag-
inu Grace Kelly. Jóhanna fetar jafn-
framt í fótspor söngkonunnar Lady
Gaga sem söng á sama sviði um síð-
ustu helgi.
Greinilegt er að vinsældir
Jóhönnu eru að aukast jafnt og þétt
í Svíþjóð eftir frábæra frammistöðu
í Eurovision í vor. Stutt er síðan
hún kom fram í Sommarkrysset-
sjónvarpsþættinum í Stokkhólmi
sem er sýndur á hverju laugardags-
kvöldi við miklar vinsældir. Þar
söng hún Is It True? á gömlu sviði í
tívolíinu í Stokkhólmi fyrir framan
fjölda áhorfenda í blíðskaparveðri.
Með henni á sviðinu var stór hljóm-
sveit og bakraddasöngkonur og stóð
Jóhanna sig með prýði eins og henn-
ar er von og vísa. „Þetta gekk alveg
rosalega vel. Þeir sem syngja þarna
eru búnir að „meika“ það í Svíþjóð.
Eftir tónleikana fékk ég tölvupóst
frá Svíþjóð um að þeir hefðu aldrei
fengið jafn æðislegan listamann og
hana á sviðið,“ segir María Björk,
sem heldur af stað til Svíþjóðar með
Jóhönnu á morgun.
Plata Jóhönnu Guðrúnar, Butt-
erflies and Elvis, kom út á vegum
stórfyrirtækisins Warner í Svíþjóð
22. júlí og hefur hún selst mjög vel.
Smáskífa hennar með Is It True?
hefur jafnframt komist ofarlega á
vinsældalista þar í landi.
Platan er um þessar mundir að
koma út í Noregi, Finnlandi og Dan-
mörku og næsta verkefni Jóhönnu
verður að fylgja henni þar eftir.
Um næstu mánaðamót kemur plat-
an síðan út víðar um Evrópu, þar
á meðal í Þýskalandi, Grikkandi,
Tyrklandi, Rússlandi og á Spáni.
„Nú er þetta allt að fara á fullt. Hún
verður meira og minna úti næstu
mánuðina,“ segir María.“
freyr@frettabladid.is
MARÍA BJÖRK SVERRISDÓTTIR: JÓHANNA ROSALEGA VINSÆL Í SVÍÞJÓÐ
Syngur með Mika í Malmö
GEFUR EIGINHANDARÁRITANIR Jóhanna er orðin mjög vinsæl í Svíþjóð. Hér gefur hún æstum aðdáendum eiginhandaráritanir
eftir tónleika sína í Stokkhólmi.
SUMARGRILL KRAFTS
Fimmtudaginn 13. ágúst kl.15 verður hið
árlega sumargrill Krafts haldið í
Nauthólsvík. Glóðheitur grillmatur,
skemmtiatriði og stuð. Sveppi mætir á
staðinn og skemmtir börnunum, Villi
Naglbítur lætur sjá sig ef honum hefur
ekki verið rænt...
Hlökkum til að sjá sem fl esta :)
Stjórnin
www.kraftur.org
Auglýsingasími
– Mest lesið