Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 17 laugardaginn 15. ágúst Það verður líf og fjör í Heiðmörk á laugardag. Ferðafélag barnanna stendur þá fyrir frábærum fjölskyldudegi þar sem kátir krakkar á öllum aldri fá einstakt tækifæri til að heilsa upp á Heiðmörk. Mætum í Þjóðhátíðarlundinn í Heiðmörk kl. 14 og skemmtum okkur til kl. 16. Athugið að bæði er hægt að skrá sig í Ferðafélag barnanna og Ferðafélag Íslands á staðnum. Allir velkomnir. með Ferðafélagi barnanna Rauðhólar Suðurlandsvegur Heiðmörk er stærsta útivistarsvæðið í nágrenni höfuðborgarinnar. Hún er tilvalin til útivistar fyrir alla fjölskylduna allan ársins hring. Lengri eða styttri gönguferðir eru ódýr, holl og fróðleg skemmtun og í Heiðmörk er um nóg að velja. Spennandi göngustígarnir spanna um 40 km og liggja frá Norðlingaholti út að Maríuhellum. Dagskráin hefst kl. 14 í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk Ingó úr Veðurguðunum kemur öllum í stuð Skemmtilegur ratleikur Gönguferðir með fararstjórum Ferðafélags Íslands á hálftíma fresti Íþróttakennarar stjórna skemmtilegum leikjum Sölufélag Garðyrkjumanna gefur öllum að bragða glænýja uppskeru Íslandsmeistaramótið í gúrkuáti klukkan 14.30 Kynning á útivistarbúnaði frá Útilífi ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 69 52 0 9/ 09 Ferðafélag Íslands Þjóðhátíðarlundur BANDARÍKIN, AP Samkvæmt úrskurði Heimsviðskiptastofn- unarinnar WTO mega kínversk stjórnvöld ekki banna bandarísk- um afþreyingarfyrirtækjum að eiga viðskipti beint við einstakl- inga og einkafyrirtæki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa til þessa krafist þess að bandarísk- ir framleiðendur tónlistar og myndefnis skipti eingöngu við kínversk ríkisfyrirtæki. Samkvæmt úrskurðinum brýt- ur slíkt í bága við reglur um alþjóðaviðskipti. Kínverjum er þó áfram heimilt að ritskoða það efni sem berst til landsins. Úrskurðurinn var felldur í síð- asta mánuði, en var ekki gerður opinber fyrr en í gær. Tímasetningin þykir heppileg fyrir Barack Obama Bandaríkja- forseta, sem er undir vaxandi þrýstingi um að sýna Kínverjum meiri hörku í viðskiptamálum. Óvíst er þó hvaða afleiðing- ar dómurinn hefur. Þótt Kína- stjórn leggi sjálf mikla áherslu á að fylgja reglum Heimsvið- skiptastofnunarinnar gæti hún sem hægast sett nýjar reglur um opinbert eftirlit með erlendu menningarefni, sem þurfi að sam- þykkjast sérstaklega áður en inn- flutningur er leyfður. - gb Kínastjórn tapar máli gegn Bandaríkjunum hjá Heimsviðskiptastofnuninni WTO: Óheimilt að loka mörkuðum VIÐSKIPTI Í KÍNA Öryggisvörður við Alþjóðlegu viðskiptamiðstöðina í Peking. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Stjórn Landvernd- ar hefur áhyggjur af fyrirhug- uðum rannsóknarborunum í Gjá- stykki í Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfis- áhrifa. . Landvernd hefur áður beitt sér gegn því að ráðist sé í orku- vinnslu í Gjástykki, „enda hefði slíkt í för með sér mikið rask á svæði sem líkur benda til að búi yfir lítilli orku,“ segir í tilkynn- ingu frá félaginu. „Gjástykki er sennilega það svæði í heiminum á þurru landi sem best sýnir hvern- ig landreksflekarnir færast í sundur. Friðlýsing Gjástykkis er forsenda þess að þessu merkilega svæði verði ekki raskað,“ segir enn fremur í tilkynningunni. - vsp Landvernd vill ekki borun: Vilja friðlýsingu KAMBÓDÍA, AP Kaing Guek Eav, fyrrverandi fangels- isstjóri í alræmdasta fang- elsi ógnarstjórnar Pol Pot í Kambódíu, krefst þess að fá þyngstu refsingu fyrir glæpi sína. Duch, eins og hann er jafn- an nefndur, sagðist fyrir dómi í gær viðurkenna að kambódíska þjóðin hefði orðið fyrir óheyrileg- um þjáningum og sorg af völdum stjórnar Rauðu kmeranna á árun- um 1975-79. „Ég vil að kambódíska þjóðin dæmi mig til þyngstu refsingar.“ Nú standa yfir stríðsglæpa- réttarhöld yfir fimm af helstu leiðtogum Rauðu kmeranna, en einungis Duch hefur viðurkennt glæpi sína. - gb Pyntingastjóri Pol Pot: Biður um hörð- ustu refsingu KAING GUEK EAV Allt að sextán þúsund manns voru pyntaðir og síðan myrtir í fangelsinu sem hann stjórnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTRALÍA, AP Kínverski lýðræðis- sinninn Rebiya Kadeer hefur sakað kínversk stjórnvöld um að notfæra sér styrkleika sinn á efnahagssviðinu til að draga úr alþjóðlegri gagnrýni á stefnu sína í mannréttindamálum. Kadeer hélt ræðu á vegum landssamtaka fjölmiðla í Can- berra, höfuðborg Ástralíu, þrátt fyrir mótmæli kínversks erind- reka í landinu sem vildi ekki að hún stigi í pontu. Í ræðu sinni þakkaði Kadeer samtökunum fyrir að láta hótanir Kínverja sem vind um eyru þjóta og einn- ig Áströlum fyrir að veita henni landvistarleyfi þrátt fyrir gífur- legan þrýsting frá Kína um að hleypa henni ekki inn í landið. - fb Rebiya Kadeer í Ástralíu: Sakaði Kínverja um kúgun REBIYA KADEER Kínverski lýðræðis- sinninn er ekki í miklu uppáhaldi hjá yfirvöldum heima fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.