Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 17

Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 17
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 17 laugardaginn 15. ágúst Það verður líf og fjör í Heiðmörk á laugardag. Ferðafélag barnanna stendur þá fyrir frábærum fjölskyldudegi þar sem kátir krakkar á öllum aldri fá einstakt tækifæri til að heilsa upp á Heiðmörk. Mætum í Þjóðhátíðarlundinn í Heiðmörk kl. 14 og skemmtum okkur til kl. 16. Athugið að bæði er hægt að skrá sig í Ferðafélag barnanna og Ferðafélag Íslands á staðnum. Allir velkomnir. með Ferðafélagi barnanna Rauðhólar Suðurlandsvegur Heiðmörk er stærsta útivistarsvæðið í nágrenni höfuðborgarinnar. Hún er tilvalin til útivistar fyrir alla fjölskylduna allan ársins hring. Lengri eða styttri gönguferðir eru ódýr, holl og fróðleg skemmtun og í Heiðmörk er um nóg að velja. Spennandi göngustígarnir spanna um 40 km og liggja frá Norðlingaholti út að Maríuhellum. Dagskráin hefst kl. 14 í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk Ingó úr Veðurguðunum kemur öllum í stuð Skemmtilegur ratleikur Gönguferðir með fararstjórum Ferðafélags Íslands á hálftíma fresti Íþróttakennarar stjórna skemmtilegum leikjum Sölufélag Garðyrkjumanna gefur öllum að bragða glænýja uppskeru Íslandsmeistaramótið í gúrkuáti klukkan 14.30 Kynning á útivistarbúnaði frá Útilífi ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 69 52 0 9/ 09 Ferðafélag Íslands Þjóðhátíðarlundur BANDARÍKIN, AP Samkvæmt úrskurði Heimsviðskiptastofn- unarinnar WTO mega kínversk stjórnvöld ekki banna bandarísk- um afþreyingarfyrirtækjum að eiga viðskipti beint við einstakl- inga og einkafyrirtæki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa til þessa krafist þess að bandarísk- ir framleiðendur tónlistar og myndefnis skipti eingöngu við kínversk ríkisfyrirtæki. Samkvæmt úrskurðinum brýt- ur slíkt í bága við reglur um alþjóðaviðskipti. Kínverjum er þó áfram heimilt að ritskoða það efni sem berst til landsins. Úrskurðurinn var felldur í síð- asta mánuði, en var ekki gerður opinber fyrr en í gær. Tímasetningin þykir heppileg fyrir Barack Obama Bandaríkja- forseta, sem er undir vaxandi þrýstingi um að sýna Kínverjum meiri hörku í viðskiptamálum. Óvíst er þó hvaða afleiðing- ar dómurinn hefur. Þótt Kína- stjórn leggi sjálf mikla áherslu á að fylgja reglum Heimsvið- skiptastofnunarinnar gæti hún sem hægast sett nýjar reglur um opinbert eftirlit með erlendu menningarefni, sem þurfi að sam- þykkjast sérstaklega áður en inn- flutningur er leyfður. - gb Kínastjórn tapar máli gegn Bandaríkjunum hjá Heimsviðskiptastofnuninni WTO: Óheimilt að loka mörkuðum VIÐSKIPTI Í KÍNA Öryggisvörður við Alþjóðlegu viðskiptamiðstöðina í Peking. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Stjórn Landvernd- ar hefur áhyggjur af fyrirhug- uðum rannsóknarborunum í Gjá- stykki í Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfis- áhrifa. . Landvernd hefur áður beitt sér gegn því að ráðist sé í orku- vinnslu í Gjástykki, „enda hefði slíkt í för með sér mikið rask á svæði sem líkur benda til að búi yfir lítilli orku,“ segir í tilkynn- ingu frá félaginu. „Gjástykki er sennilega það svæði í heiminum á þurru landi sem best sýnir hvern- ig landreksflekarnir færast í sundur. Friðlýsing Gjástykkis er forsenda þess að þessu merkilega svæði verði ekki raskað,“ segir enn fremur í tilkynningunni. - vsp Landvernd vill ekki borun: Vilja friðlýsingu KAMBÓDÍA, AP Kaing Guek Eav, fyrrverandi fangels- isstjóri í alræmdasta fang- elsi ógnarstjórnar Pol Pot í Kambódíu, krefst þess að fá þyngstu refsingu fyrir glæpi sína. Duch, eins og hann er jafn- an nefndur, sagðist fyrir dómi í gær viðurkenna að kambódíska þjóðin hefði orðið fyrir óheyrileg- um þjáningum og sorg af völdum stjórnar Rauðu kmeranna á árun- um 1975-79. „Ég vil að kambódíska þjóðin dæmi mig til þyngstu refsingar.“ Nú standa yfir stríðsglæpa- réttarhöld yfir fimm af helstu leiðtogum Rauðu kmeranna, en einungis Duch hefur viðurkennt glæpi sína. - gb Pyntingastjóri Pol Pot: Biður um hörð- ustu refsingu KAING GUEK EAV Allt að sextán þúsund manns voru pyntaðir og síðan myrtir í fangelsinu sem hann stjórnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTRALÍA, AP Kínverski lýðræðis- sinninn Rebiya Kadeer hefur sakað kínversk stjórnvöld um að notfæra sér styrkleika sinn á efnahagssviðinu til að draga úr alþjóðlegri gagnrýni á stefnu sína í mannréttindamálum. Kadeer hélt ræðu á vegum landssamtaka fjölmiðla í Can- berra, höfuðborg Ástralíu, þrátt fyrir mótmæli kínversks erind- reka í landinu sem vildi ekki að hún stigi í pontu. Í ræðu sinni þakkaði Kadeer samtökunum fyrir að láta hótanir Kínverja sem vind um eyru þjóta og einn- ig Áströlum fyrir að veita henni landvistarleyfi þrátt fyrir gífur- legan þrýsting frá Kína um að hleypa henni ekki inn í landið. - fb Rebiya Kadeer í Ástralíu: Sakaði Kínverja um kúgun REBIYA KADEER Kínverski lýðræðis- sinninn er ekki í miklu uppáhaldi hjá yfirvöldum heima fyrir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.