Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 4
4 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
25°
24°
19°
21°
23°
23°
20°
20°
24°
21°
28°
29°
32°
19°
25°
19°
21°
Á MORGUN
Hæg austlæg eða
breytileg átt.
LAUGARDAGUR
Hæg austlæg eða
breytileg átt.
14
13
12
11
12
12
10
12
12
13
9
3
4
4
3
2
3
2
1
1
5
3
16
12
12
13
15
14
12 10
12
15
13
SKAPLEGT VEÐUR
Það verða litlar
breytingar á veðr-
inu næstu daga
en það verður
yfi rleitt fínt fram yfi r
helgina þrátt fyrir
smá vætu einkum
norðanlands. Vind-
ur verður í lágmarki
um allt land og
nokkuð milt verður
í veðri. Mestu líkur
á bjartviðri verða
sunnanlands um
helgina.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
MENNTAMÁL Um 23 þúsund manns
eru skráðir í háskólanám í haust
í fjóra stærstu háskóla lands-
ins; Háskóla Íslands, Háskólann
á Akureyri, Háskólann í Reykja-
vík og Háskólann á Bifröst. Um 17
þúsund stunduðu nám í skólunum
haustið 2008, samkvæmt tölum
Hagstofu Íslands. Fjölgunin er því
um 35 prósent.
Ekki fengust nákvæmar upp-
lýsingar frá Háskóla Íslands um
nemendafjölda
næstu haust-
annar en lík-
lega mun nem-
endafjöldinn
vera á bilinu
16 til 18 þús-
und, samkvæmt
heimildum
Fréttablaðsins.
Haustið 2008
stunduðu 11.847
nemendur nám
við skólann.
Í Háskólann
á Akureyri eru
1.770 skráð -
ir fyrir haust-
ið, samkvæmt
D a g m a r Ýr
Stefánsdóttur,
forstöðumanni
markaðs- og
kynningarsviðs
HA. Haustið 2008 stunduðu 1.352
nám við skólann. 70 umsóknum
var hafnað af um það bil 900 sem
bárust. Fjölmennasta deildin verð-
ur hug- og félagsvísindasvið og þar
fjölgar einnig mest hlutfallslega.
Háskólinn í Reykjavík tekur inn
á ellefta hundrað nemenda í haust
en um 1.700 nemendur sóttu um
skólavist. Nemendur skólans verða
því um 3.200 á næsta ári en voru
2.974 síðasta haust. Flestir nem-
endur hefja nám í tækni- og verk-
fræðideild og viðskiptadeild.
Mest fjölgar nemendum í
kennslufræði- og lýðheilsudeild
í haust. Það má rekja til þess að
annars vegar varð alger sprenging
í umsóknum um nám í íþróttafræði
og hins vegar byrjar nýtt BSc-nám
í sálfræði við deildina í haust, að
sögn Jóhanns Hlíðars Harðarson-
ar, upplýsingafulltrúa HR.
Jóhann segir nemendum HR
ekki fjölga mikið milli ára þar sem
skólinn sé með samning við ríkið
um fjölda nemenda. „Það er ekki
stefna HR að fjölga nemendum við
skólann mikið á næstu árum.“
Rúmlega 1.300 manns munu
stunda nám við Háskólann á Bif-
röst í haust, að sögn Ágústs Ein-
arssonar, rektors Háskólans á Bif-
röst. Töluverðu af umsóknum var
hafnað. Nokkur fjölgun hefur verið
undanfarin ár en um 1.100 manns
stunduðu nám þar árið 2007.
Sú breyting hefur orðið á hjá
Bifröst að nemendur eru teknir inn
allt árið. Opnað var fyrir umsókn-
ir strax eftir bankahrun og síðan
aftur í janúar, að sögn Ágústs
og enn eru laus pláss á nokkrum
námsleiðum fyrir haustið.
vidir@frettabladid.is
Háskólanemum fjölgar
um þriðjung á milli ára
Um 23 þúsund nemendur eru skráðir í háskólanám í stærstu háskóla landsins í haust, en 17 þúsund voru
þar haustið 2008. Mörgum umsóknum var hafnað á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík.
ÁGÚST EINARSSON
JÓHANN HLÍÐAR
HARÐARSON
HÁSKÓLATORG HÁSKÓLA ÍSLANDS Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um fjölda nemenda í Háskóla Íslands í haust en búist er
við um 16 til 18 þúsund manns. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÚRMA, AP Aung San Suu Kyi,
helsti leiðtogi andstæðinga her-
foringjastjórnarinnar í Búrma,
segir dómsúrskurð um 18 mán-
aða framlengingu stofufangelsis
hennar engan veginn réttlátan.
Suu Kyi ætlar að áfrýja dómn-
um Hún hefur verið í stofufang-
elsi á heimili sínu samfleytt síðan
2003, en átti að losna í byrjun
júní. Dómstóll komst hins vegar
að þeirri niðurstöðu að hún hefði
skömmu áður brotið skilmála
fangavistarinnar með því að
veita húsaskjól Bandaríkjamanni
sem hafði að eigin frumkvæði
komist inn á heimili hennar. Her-
foringjastjórnin hefur boðað til
kosninga á næsta ári, en dómur-
inn tryggir að hún verði í stofu-
fangelsi fram yfir þær kosningar.
- gb
Aung San Suu Kyi:
Segir ranglæti
dómsins algert
ÆTLAR AÐ ÁFRÝJA Aung San Suu Kyi
mótmælir dómsúrskurði. NORDICPHOTOS/AFP
ÍRAN, AP Forseti íranska þings-
ins hefur vísað á bug ásökunum
um að írönskum stjórnarand-
stæðingum hafi verið nauðgað í
fangelsum.
Fyrrum forsetaframbjóðandinn
Mahdi Karroubi staðhæfði um
helgina að bæði konum og körlum,
sem handtekin voru í mótmælum
undanfarnar vikur, hafi verið
nauðgað af fangavörðum. Ali
Larijani, forseti þingsins, sagði í
gær að málið hefði verið kannað
og væri ekki á rökum reist. Það
hefur þó valdið miklum deilum í
landinu, enda stutt síðan viður-
kennt var að fangar hefðu verið
beittir ofbeldi í varðhaldi. - þeb
Stjórn vísar ásökunum á bug:
Írönskum föng-
um nauðgað
HEILBRIGÐI Allt skólastarf í landinu
getur hafist með eðlilegum hætti
á næstunni þrátt fyrir heims-
faraldur svínaflensu en 112 hafa
nú greinst með flensuna. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
landlæknisembættinu.
Þótti nauðsynlegt að taka þetta
sérstaklega fram vegna fyrir-
spurna frá skólastjórnendum,
foreldrafélögum og fleirum um
möguleg áhrif inflúensufarald-
ursins á starfsemi skóla á kom-
andi haustönn.
Sóttvarnarlæknir áréttar í til-
kynningunni að inflúensufarald-
urinn sé tiltölulega vægur. Unnið
er að viðbragðsáætlun í skólum
landsins og eru skólastjórnendur
hvattir til að halda hreinlætismál-
um á lofti og þá sérstaklega hand-
þvotti. Ef nemandi veikist, þannig
að einkenni benda til inflúensu er
honum ráðlagt að halda sig heima
í sjö daga frá upphafi veikinda.
Af þeim 112 svínaflensutilfell-
um sem greinst hafa hér á landi
er 61 karl og 51 kona. Flestir eru
á aldrinum 15-29 ára. Framvegis
verða tölulegar upplýsingar um
inflúensufaraldurinn hér á landi
uppfærðar vikulega á heimasíð-
unni www.influensa.is en hingað
til hafa tilkynningar borist þri-
svar til fjórum sinnum í viku.
- vsp
Allt skólastarf getur hafist með eðlilegum hætti á næstunni:
Leggja áherslu á handþvott nema
HARALDUR BRIEM Sóttvarnalæknir segir
að ef nemandi beri einkenni inflúensu
eigi hann að halda sig heima í sjö daga.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
700 fengu matargjafir
Um sjö hundruð manns leituðu til
Mæðrastyrksnefndar og Fjölskyldu-
hjálpar Íslands í gær. Þá var mat
úthlutað í fyrsta skipti síðan í júní, en
sumarlokanir hafa verið hjá báðum
hjálparsamtökunum.
SAMFÉLAGSMÁL
GENGIÐ 12.08.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
234,4149
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,58 128,18
209,91 210,93
180,50 181,50
24,242 24,384
20,46 20,58
17,495 17,597
1,3292 1,3370
197,97 199,15
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR