Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 31
Tónlistarkonan Lay Low spilar í
Rammagerðinni í Hafnarstræti í
kvöld. Þetta verða aðrir tónleik-
arnir þar í sumar, þar sem Svav-
ar Knútur steig þar á svið í lok
júlí við góðar undirtektir. Mark-
miðið er að bjóða upp á það for-
vitnilegasta í íslenskri tónlist
nokkur fimmtudagskvöld í sumar
fyrir jafnt erlenda sem íslenska
gesti án endurgjalds. „Sigurjón
Sighvatsson sem er einn af eig-
endum Rammagerðarinnar fékk
þessa hugmynd að bjóða upp á
íslenska tónlist í búðinni. Hann
hafði samband við mig og bað
mig um að hjálpa sér að útfæra
þetta,“ segir Kári Sturluson tón-
leikahaldari.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 en um tvö hundruð gestir
komast fyrir á staðnum.
Af Lay Low er það annars að
frétta að hún er á leiðinni í aðra
tónleikaferð um Evrópu með
Emilíönu Torrini. Stendur hún
yfir frá 24. september til 13. okt-
óber og spila þær meðal annars
í Þýskalandi, Frakklandi, Hol-
landi og Belgíu. Síðast ferðuðust
þær um Evrópu í febrúar og spil-
uðu í sömu löndum. Í þetta skiptið
verða þær þó á stærri stöðum en
áður og er helsta ástæðan fyrir
því gríðarlegar vinsældir lagsins
Jungle Drum með Emilíönu. - fb
Lay Low með ókeypis tónleika
LAY LOW Tónlistarkonan Lay Low spilar í
Rammagerðinni í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 13. ágúst 2009
➜ Tónleikar
20.00 Óperukórinn og The New
England Youth Ensemble undir stjórn
Garðars Cortes, efna til tónleika í Lang-
holtskirkju við Sólheima þar sem flutt
verður óratórían „The Vision of the Apo-
calypse“ eftir Virginiu-Gene Rittenhouse.
21.00 Hljómsveitin Mosi frændi held-
ur tónleika á Grand Rokk við Smiðju-
stíg. Sérstakir gestir tónleikanna verða
Felix Bergsson, Páll Óskar Hjálmtýsson,
Þorsteinn Joð og Hjalti Stefán Kristj-
ánsson.
21.30 Tríó Andrésar Þórs flytur djass-
standarda og frumsamið efni á tónleik-
um í Deiglunni við Kaupvangsstræti á
Akureyri.
22.00 Hljómsveitirnar Árstíðir, Lights
on the Highway og Air Electric verða
með tónleika á Sódómu Reykjavík við
Tryggvagötu.
➜ Sýningar
Í Þjóðarbókhlöðinni við Arngrímsgötu
stendur yfir sýning á íslenskum kvenna-
blöðum og kvennatímaritum í glerhýs-
inu á 2. hæð. Á sömu hæð er einnig
sýning um kreppuna árin 1923-1939. Í
þjóðdeild á 1. hæð er sýning um Gunn-
ar Gunnarsson rithöfund. Opið virka
daga kl. 8.15-19, lau. kl. 10-17 og sun.
kl. 11-17.
Edda Guðmundsdóttir sýnir yfir 20
olíumálverk í Menningarsalnum á
Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði.
Sýningin er opin daglega.
➜ Síðustu forvöð
Í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti á
Akureyri sýnir María Sigríður Jónsdótt-
ir olíumálverk á svölunum og Halldóra
Helgadóttir og Guðrún Halldórsdóttir
sýna verk í salnum. Sýningum lýkur 16.
ágúst. Opið kl. 13-17 alla daga nema
mánudaga.
➜ Leikir
20.00
Boðið verður
upp á dag-
skrá undir
yfirskriftinni
„Komdu út
að leika“
í Kvosinni.
Þar gefst
börnum og
fullorðnum
kostur á að taka þátt í leikjum og þraut-
um og fræðast um líf barna á þessu
svæði frá fyrri tíð. Safnast verður saman
við Grófarhús við Tryggvagötu. Nánari
upplýsingar á
www.borgarbokasafn.is.
➜ Leikrit
18.00 Leikhópurinn Kraðak sýnir verk-
ið „Let‘s talk local - Reykjavík“ á Rest-
aurant Reykjavík við Vesturgötu 2. Þar er
rakin saga Reykjavíkur frá landnámi til
dagsins í dag. Sýningin fer fram á ensku
og verður sýnd alla daga kl. 18.
18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir
„Rauðhettu“, nýtt íslenskt leikrit með
söngvum. Í dag fer sýningin fram á Vífils-
staðatúni í Garðabæ.
20.00 og 21.00 Ævar Þór Benedikts-
son flytur einleikinn „Ellý, alltaf góð“
eftir Þorvald Þorsteinsson. Mæting í
Leikhús-Batteríið að Hafnarstræti 1 en
þaðan er gengið stuttan spöl í Þing-
holtin. Þessi viðburður er í tengslum
við artFarthátíðina. Nánari upplýsingar á
www.artfart.is.
➜ Dans
21.00 Danshópurinn „Leyf mér að
sjá þessa leggi dansa“ sýnir verkið „Ég
sé þig“ í Austurbæjarbíói við Snorra-
braut. Þessi viðburður er í tengslum við
artFarthátíðina. Nánari upplýsingar á
www.artfart.is
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Ganga meðal leiða
Ný leiksýning, Ganga, verður
frumsýnd í kirkjugarðinum við
Suðurgötu í kvöld. Verkið er um
ungan mann sem situr og fer yfir
ræðu sem hann ætlaði að fara
með í erfidrykkju hjá vini sínum.
„Hann hefur fengið nýjar fréttir
af þessum vini skömmu áður og
er að endurskoða öll fallegu orðin
sem hann skrifaði. Svo koma
þarna inn í fjölskylda og vinir,“
segir Víkingur Kristjánsson leik-
stjóri. Aðalhlutverkið leikur Nik-
ulás Stefán Nikulásson, en þeir
Víkingur, sem og annar höfundur
verksins, Halldóra Rut, kynntust
þegar Víkingur leikstýrði Stúd-
entaleikhúsinu. Þá leikur Lilja
Nótt Þórarinsdóttir í verkinu.
Sýnt er á torginu í garðinum. „Við
erum voða skotin í því.“
Sýningar eru 13., 14. og 15.
ágúst klukkan átta og mæta gest-
ir í Leikhús-Batteríið. Miðinn fer
á þúsund krónur og eru miða-
pantanir í síma 897-0496. - kbs
GANGA Ný leiksýning í kirkjugarðinum
í kvöld.
InDefence
Þessi auglýsing er fjármögnuð með frjálsum framlögum.
Sýnum þingmönnum, fulltrúum erlendra fjölmiðla
og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar
standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning
sem þjóðin getur staðið við. Icesave samninginn
má ekki samþykkja í núverandi mynd.
Stund samstöðu er runnin upp!
Ræðumenn
Elínbjörg Magnúsdóttir - Fiskverkakona
Einar Már Guðmundsson - Rithöfundur
Andrés Magnússon - Læknir
Jóhannes Þ. Skúlason - InDefence
Fundarstjóri
Egill Ólafsson
Tónlist
KK
Jónas Þórir - Píanó
Egill Ólafsson ásamt fleiri uppákomum
Samstöðufundur allra Íslendinga
á Austurvelli í dag, fimmtudag kl. 17.00