Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 47
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 31 Tónlistarkonan Lay Low spilar í Rammagerðinni í Hafnarstræti í kvöld. Þetta verða aðrir tónleik- arnir þar í sumar, þar sem Svav- ar Knútur steig þar á svið í lok júlí við góðar undirtektir. Mark- miðið er að bjóða upp á það for- vitnilegasta í íslenskri tónlist nokkur fimmtudagskvöld í sumar fyrir jafnt erlenda sem íslenska gesti án endurgjalds. „Sigurjón Sighvatsson sem er einn af eig- endum Rammagerðarinnar fékk þessa hugmynd að bjóða upp á íslenska tónlist í búðinni. Hann hafði samband við mig og bað mig um að hjálpa sér að útfæra þetta,“ segir Kári Sturluson tón- leikahaldari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 en um tvö hundruð gestir komast fyrir á staðnum. Af Lay Low er það annars að frétta að hún er á leiðinni í aðra tónleikaferð um Evrópu með Emilíönu Torrini. Stendur hún yfir frá 24. september til 13. okt- óber og spila þær meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi, Hol- landi og Belgíu. Síðast ferðuðust þær um Evrópu í febrúar og spil- uðu í sömu löndum. Í þetta skiptið verða þær þó á stærri stöðum en áður og er helsta ástæðan fyrir því gríðarlegar vinsældir lagsins Jungle Drum með Emilíönu. - fb Lay Low með ókeypis tónleika LAY LOW Tónlistarkonan Lay Low spilar í Rammagerðinni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 13. ágúst 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Óperukórinn og The New England Youth Ensemble undir stjórn Garðars Cortes, efna til tónleika í Lang- holtskirkju við Sólheima þar sem flutt verður óratórían „The Vision of the Apo- calypse“ eftir Virginiu-Gene Rittenhouse. 21.00 Hljómsveitin Mosi frændi held- ur tónleika á Grand Rokk við Smiðju- stíg. Sérstakir gestir tónleikanna verða Felix Bergsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Þorsteinn Joð og Hjalti Stefán Kristj- ánsson. 21.30 Tríó Andrésar Þórs flytur djass- standarda og frumsamið efni á tónleik- um í Deiglunni við Kaupvangsstræti á Akureyri. 22.00 Hljómsveitirnar Árstíðir, Lights on the Highway og Air Electric verða með tónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Sýningar Í Þjóðarbókhlöðinni við Arngrímsgötu stendur yfir sýning á íslenskum kvenna- blöðum og kvennatímaritum í glerhýs- inu á 2. hæð. Á sömu hæð er einnig sýning um kreppuna árin 1923-1939. Í þjóðdeild á 1. hæð er sýning um Gunn- ar Gunnarsson rithöfund. Opið virka daga kl. 8.15-19, lau. kl. 10-17 og sun. kl. 11-17. Edda Guðmundsdóttir sýnir yfir 20 olíumálverk í Menningarsalnum á Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði. Sýningin er opin daglega. ➜ Síðustu forvöð Í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti á Akureyri sýnir María Sigríður Jónsdótt- ir olíumálverk á svölunum og Halldóra Helgadóttir og Guðrún Halldórsdóttir sýna verk í salnum. Sýningum lýkur 16. ágúst. Opið kl. 13-17 alla daga nema mánudaga. ➜ Leikir 20.00 Boðið verður upp á dag- skrá undir yfirskriftinni „Komdu út að leika“ í Kvosinni. Þar gefst börnum og fullorðnum kostur á að taka þátt í leikjum og þraut- um og fræðast um líf barna á þessu svæði frá fyrri tíð. Safnast verður saman við Grófarhús við Tryggvagötu. Nánari upplýsingar á www.borgarbokasafn.is. ➜ Leikrit 18.00 Leikhópurinn Kraðak sýnir verk- ið „Let‘s talk local - Reykjavík“ á Rest- aurant Reykjavík við Vesturgötu 2. Þar er rakin saga Reykjavíkur frá landnámi til dagsins í dag. Sýningin fer fram á ensku og verður sýnd alla daga kl. 18. 18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir „Rauðhettu“, nýtt íslenskt leikrit með söngvum. Í dag fer sýningin fram á Vífils- staðatúni í Garðabæ. 20.00 og 21.00 Ævar Þór Benedikts- son flytur einleikinn „Ellý, alltaf góð“ eftir Þorvald Þorsteinsson. Mæting í Leikhús-Batteríið að Hafnarstræti 1 en þaðan er gengið stuttan spöl í Þing- holtin. Þessi viðburður er í tengslum við artFarthátíðina. Nánari upplýsingar á www.artfart.is. ➜ Dans 21.00 Danshópurinn „Leyf mér að sjá þessa leggi dansa“ sýnir verkið „Ég sé þig“ í Austurbæjarbíói við Snorra- braut. Þessi viðburður er í tengslum við artFarthátíðina. Nánari upplýsingar á www.artfart.is Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Ganga meðal leiða Ný leiksýning, Ganga, verður frumsýnd í kirkjugarðinum við Suðurgötu í kvöld. Verkið er um ungan mann sem situr og fer yfir ræðu sem hann ætlaði að fara með í erfidrykkju hjá vini sínum. „Hann hefur fengið nýjar fréttir af þessum vini skömmu áður og er að endurskoða öll fallegu orðin sem hann skrifaði. Svo koma þarna inn í fjölskylda og vinir,“ segir Víkingur Kristjánsson leik- stjóri. Aðalhlutverkið leikur Nik- ulás Stefán Nikulásson, en þeir Víkingur, sem og annar höfundur verksins, Halldóra Rut, kynntust þegar Víkingur leikstýrði Stúd- entaleikhúsinu. Þá leikur Lilja Nótt Þórarinsdóttir í verkinu. Sýnt er á torginu í garðinum. „Við erum voða skotin í því.“ Sýningar eru 13., 14. og 15. ágúst klukkan átta og mæta gest- ir í Leikhús-Batteríið. Miðinn fer á þúsund krónur og eru miða- pantanir í síma 897-0496. - kbs GANGA Ný leiksýning í kirkjugarðinum í kvöld. InDefence Þessi auglýsing er fjármögnuð með frjálsum framlögum. Sýnum þingmönnum, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við. Icesave samninginn má ekki samþykkja í núverandi mynd. Stund samstöðu er runnin upp! Ræðumenn Elínbjörg Magnúsdóttir - Fiskverkakona Einar Már Guðmundsson - Rithöfundur Andrés Magnússon - Læknir Jóhannes Þ. Skúlason - InDefence Fundarstjóri Egill Ólafsson Tónlist KK Jónas Þórir - Píanó Egill Ólafsson ásamt fleiri uppákomum Samstöðufundur allra Íslendinga á Austurvelli í dag, fimmtudag kl. 17.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.