Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 16
SAMVINNAN 4. HEFTI Á mynd 23 er sýnt meiri háttar íbúðarhús í borg frá blómatíma Rómverja. Það er rétthyrningur með nálega gluggalausum útveggjum úr höggnum stein- 23. mynd. RómversJct íbúöarhús. um. Bak við húsið var lítill trjágarður, luktur háum múrveggjum. Breiðar dyr liggja inn í húsið, gegnt garðinum. Þar var mikið anddyri, og gangur inn að lítilli vatnsþró eða gosbrunni í miðju húsinu. Þar var yfir mikið op og hallaði efsta hluta þaksins að opinu, til að fá regnvatn í vatnsþróna. Kringum gosbrunn- inn eða þróna var súlnagangur. Öll herbergi í hús- inu lágu að þessum hringgangi og fengu þaðan loft og birtu. Athyglisvert er að bera rómverskt hús með þessu sniði saman við íslenzku sveitabæina, sem þjóðin bjó við í þúsund ár. Þar sést glögglega hversu veður- far og byggingarefni móta heimilisgerð þjóðanna. J. J. ]¥es við §eltjörn Mig langar til að bæta inn í byggingarmálabálk- inn einni mynd og dálítilli athugasemd. Myndin er af Nesstofunni, húsi Bjarna Pálssonar, fyrsta land- læknis á íslandi. Myndin er lánuð úr nýútkominni ævisögu Bjarna landlæknis, sem gefin hefur verið út á Akureyri. Það tekur að nálgast tvær aldir, síðan danska stjórnin lét byggja í dönskum stíl fjórar opinberar byggingar í Reykjavík og þar í grennd, og standa öll húsin enn. Það er Nesstofan, Viðeyjarstofan, Nesstofa. Bessastaðahúsið og stjórnarráðsbyggingin, sem upp- runalega var fangelsi. Á myndinni af Nesstofu sjást í baksýn nokkrar íslenzkar byggingar úf torfi og timbri. Nesstofan sýnir danskan sveitabæjastíl, eins og sú gerð hefur þroskazt á löngum tíma í Danmörku. Nesstofan er gott og varanlegt hús, og myndi hafa sómt sér hið prýðilegasta í dönsku umhverfi, milli lágra hæða, umgirt skógarlundum. Ég álít, að þessi þjóðlegu, dönsku sveitahús og hinar gömlu, þjóðlegu kirkjur í Danmörku fari sér- staklega vel í dönsku landslagi og beri vott um styrk og sérkennileik danskrar menningar. En þó að þetta sé viðurkennt, þá er þar með alls ekki játað, að dönsk hús eigi vel við á íslandi. Það var að vísu eðlilegt, meðan Danir höfðu hér með höndum for- sæti allra mála, að þeir byggðu opinberar byggingar í stíl sinnar þjóðar. En nú er ísland að landslagi, gróðri og veðurfari eins ólíkt Danmörku og mest má vera. Hús, sem fara vel í Danmörku, eiga sérstaklega illa við á íslandi. Þetta verður sérstaklega tilfinnan- legt á Bessastöðum, þar sem nú eru byggð mörg ný hús í dönskum stíl. Gömlu torfbæirnir með mörg þil fram á hlaðið, höfðu mótazt í samræmi við náttúru landsins, eins og mest mátti vera. Þeir voru íslenzk og þjóðleg húsagerð. Nú henta ekki lengur torfbæir með timburþiljum. Nú er viðfangsefni húsameist- aranna og leikmanna í byggingarfræðum að skapa þjóðlegan íslenzkan stíl, þar sem steinsteypan er byggingarefnið, og tekizt hefur að ná í sameiningu því takmarki, að húsin séu holl og hentug til íbúð- ar, ekki tiltakanlega dýr, og fari jafnvel í íslenzku landslagi eins og gömlu íslenzku sveitabæirnir gerðu á sinni tið. J. J. 116

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.