Samvinnan - 01.04.1944, Side 20
SAMVINNAN
4. HEFTI
STEINGRÍMUR BALDVINSSON:
Islenzk samvinna 60 áva
Ef hart var, í ári og hungur í sveitum,
var horft uvp í loftið og spáð,
vonað og beðið bœnum heitum
um bata og drottins náð.
En náðin var einungis útför þeim snauða
l ölmusubrauði — eða hungurdauða,
sem engu var lakari, ef að var gáð.
Starfið, það missir sitt líf og og sinn Ijóma,
ef lokkandi hagsvon ei sést.
Þjóðin var fjötruð í fátœktar dróma,
þvi framtaksins egg var ei hvesst.
Afrakstur starfsins var af henni tekinn,
hver atvinnuvegur til hagsmuna rekinn
erlendri verzlun, er mátti sín mest.
Kúgun með þögulli þrjózku var svarað,
þvingun af tómlœti mœtt.
í skortinum djúpt inn í draumheima starað
og deyfðin með hugsmiðum bœtt;
lífsþyrstar sálir þar leituðu gamans,
þvl lokuð var brautin til þroskans og framans
og tilraunum fólksins til framsœkni hætt.
orð eru þó undanskilin, en það hefur ætíð verið aðeins
fyrir lærða menn að skýra þau og rannsaka.
Hin forna stafsetning og munur á framburði veldur
því, að alþýðumenn skilja ekki sum ritin, en það er
síst að undra, því að það er kunnugt, að þegar í forn-
öld skildu menn ekki almennt kveðskapinn né forna
talshætti nema með umhugsun og rannsókn (sbr.
Víga-Glúms og Grettis sögur). En þar sem þessu elzta
lifandi tungumáli Evrópu er enn svona farið, mætti
enn halda því við og hindra gereyðingu þess. Það þarf
ekki miklar orðalengingar til að sanna, að þetta beri
að gera, þótt önnur sé skoðun þeirra íslendinga, sem
látið hafa í ljós þá ósk, að það yrði lagt niður með
öllu. Skynsamir menn og lærðir menn telja Norður-
löndum og þá einkum Danmörku og Noregi það hinn
mesta hróður að hafa verndað tungu þessa. Margar
hinar ágætustu hetjur og þjóðhöfðingjar hafa látið
sér annt um þjóðtungur sínar og verndun þeirra,
ásamt öðrum hinum mikilvægustu málefnum. Má í
því sambandi nefna Karl mikla og Loðvík 14.“
Settist á þjóðina, lá yfir landi,
lamandi kyrrstöðu ryk.
Þróaðist manndóms- og þrifnaðar fjandi:
Þýlyndi, klœkir og svik
œxluðust hratt eins og arfi í þeim garði,
sem erlenda kaupsýslan ræktaði og varði.
Sögunnar nótt varð þá svört eins og bik.
Þó mjög yrði þjóðin frá vild sinni’ að víkja
og vinna án launa margt starf,
þá tókst aldrei frá henni tunguna’ að svíkja,
né tryggð við sinn menningararf.
Rœturnar lífskrafti leyndu í sverði,
þó lágvaxinn hlininn og krœklóttan gerði
toppkal og limbit, er sárast að svarf.
— Er nálgaðist vorið til sjávar og sveita,
sulturinn hafði’ úti klœr.
í búðina var ekki bjargar að leita:
„Birgðirnar þrutu í gœr.“
Menn fundu að kaupmannsins forsjá að treysta
var fánýtt, því ylur af mannúðarneista
skammt yfir ísbreiður auðshyggju nœr.
Hart var í ári til hafs og til sveita;
menn hugsuðu úrbótaráð,
sáu, að einhverju yrði að breyta,
ekki var kaupmannsins náð
bjargrœðisvegur, nei, liðs varð að leita
hjá landinu, þjóðinni, kraftanna að neyta.
Það kostaði stríð — en það stríð skyldi háð.
\
Hart var í ári á Þingeyjarþingi,
en þróttur í fólkinu var.
í þorrans og góunnar gaddbylja kyngi
gagnsókn var skipulögð þar.
Traustið á sjálfan sig, trúna á landið
tengdi við starfsþrána samvinnubandið.
Fálmandi spurning hlaut fullnægju svar.
Þeirra var hugur til harðrœða gerður,
sem höfðu þar forystu-ráð.
Gautlöndum, Auðnum og Grímsstöðum verður
ei gleymt, meðan saga er skráð
á íslenzka tungu, — og Yztafell rís þar.
Upp yfir jafnsléttu kynslóðum vísar
þingeysku bœndanna draumur og dáð.
120